Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 93
pappírsiðnaðinum. Snerust þær
þó fyrst og fremst um tvennt; það
að berjast gegn skógareldum og
einnig gegn sjúkdómum og
meindýrum sem herjuðu á
skógana. Lengst af öldinni
síðustu voru slfkar varnir á
timburauðlind skóganna þvf
meginviðfangsefni skógstjórnar-
innar.
Skógrækt í dag
í þessari grein er áhersla á
viðarnýtingu. Hins vegar skiptir
önnur nýting skóga afar miklu á
Nýfundnalandi, ekki sfst útivist
bæði í lengri og styttri tíma,
berja- og sveppatfnsla og veiðar.
Fjölmargar dýrategundir eru
veiddar f skógunum, ekki síst
elgir og skiptir veiðin mjög miklu
fyrir efnahag f dreifbýli.
Skógarnýting er í dag ein undir-
staða efnahags Nýfundnalands.
Starfræktar eru 3 pappfrs-
verksmiðjur, fjöldamargar
sögunarmyllur auk þess sem
eldiviður er mikilvægur til
húshitunar, ekki sfst í dreifbýli og
minni sjávarplássum. Um 80%
timburs fer í pappírsiðnaðinn,
10% til sögunar og um 10% f
eldivið. Nemur árlegt skógar-
högg um 2,6 milljónum tenings-
metra sem til samanburðar er
svipað og í Danmörku eða um
þriðjungur þess sem höggvið er í
Noregi. Skógarhöggið er, líkt og
annars staðar í barrskógabeltinu,
nánast allt framkvæmt með
s kógarh öggsvé 1 u m.
Skógareldar
Skógareldar geta valdið miklum usla f
skógum Nýfundnalands, Iíkt og annars
staðar ef þeir fá að brenna óheftir. Því
er mikil áhersla á slökkvistarf innan
skógstjórnarinnar og til þess meðal
annars notaðar stórar flugvélar. Setti
skógstjórnin upp flugsýningu fyrir
okkur, en hér sést Bombardier flugvél
taka vatn og sleppa því sfðan úr sér yfir
Gandervatni. Á þennan hátt geta
vélarnar ausið þúsundum lítra af vatni
á skömmum tíma yfir skógareldana.
Myndir: JGP.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
91