Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 103

Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 103
„Ég get það ekki." Forstjórinn kleip sig nú f kinnina eins og hann væri að gá að því hvort hann væri lifandi eða heyrnin tekin að svfkja hann og öll stilling var horfin úr augnaráðinu. „Þá er þér líka óhætt að pakka saman og fara," sagði hann. „Hvað áttu við?” „Annað hvort hypjarðu þig út í port og stjórnar þessu verki eða þér er sagt upp." Kristján stóð þarna kyrr í sömu sporum, og þykkt teppið lfkt og sogaði úr honum allan mátt. Hann hafði gengið gneypur og undirgefinn í gegnum þetta líf og nú var of seint að rísa upp. Að vísu var konan á hans bandi, en hvað stoðaði það úr því að allir aðrir voru á móti honum? Og nú átti að reka hann úr starfi, ef hann makkaði ekki rétt og væri auðsveipur og hlýðinn. Hann kunni ekki á neitt nema þetta pappírsrusl. Skóflu hafði hann varla séð í mörg ár og þótt hann vildi fara í fiskvinnu þá gæti hann það ekki. Fiskur var í hans augum eitthvað, sem lá sundurskorið á fati og maður setti á diskinn sinn og borðaði síðan. Hann átti engan leik. „Jæja, eins og þú vilt," sagði hann og mikið óskaplega fyrirleit hann ekki sjálfan sig á þessu augnabliki. Hann fann hvernig hælarnir drógust eftir teppinu og yfir þröskuldinn. Þegar hann kom út í portið var kranabíllinn að bakka að trénu og fjórir verkamenn að vappa f kring. Svo klifraði einn þeirra upp í tréð og teygði sig í krikann og sótti þrastarhreiðrið. Hann hélt varlega á því eins og hann væri þjónn að bera bakka með ótal kokteilglösum. Þegar hann var kominn niður aftur, fór hann með hreiðrið út undir húsvegg og lagði það á svart malbikið. í því voru tvö lítil egg. Verkamennirnir brugðu stálvír utan um tréð og voldugur krókur seig úr hárri bómu. Kristján leit upp í gluggana. Þar var andlit við andlit og sólar- geislarnir brotnuðu í rúðunum og afskræmdu þessi andlit. Andlit við andlit, en lamaður vilji. Krókurinn nam nú við lykkju á vírnum og krana- maðurinn beið eftir því að Kristján gæfi merki. Hversu oft hafði hann ekki gefið fyrirskipanir, sem brutu í bága við eigin sannfæringu? Samt stóð hann nú þarna og tvísté. Hjartað í brjósti hans lamdi ótt og það minnti á lítinn fugl, sem hefur villst inn í hús og ótal hendur að reyna að klófesta hann. Loksins gaf Kristján merki og um leið rifjaðist upp fyrir honum löngu liðinn atburður, er hann hafði verið viðstaddur kistulagningu á litlu barni. Kraninn tók að erfiða, en tréð neitaði að gefast upp baráttulaust og flugbeittar axir hófust á loft. Það glampaði á þær, er þær klufu þennan yndislega sumardag. Kristján sá hvar ræturnar teygðu sig í angist ofan í moldina, en um síðir hrukku þær í sundur. Sem snöggvast fannst honum öll veröldin æpa, gluggarnir á húsinu, allt fólkið og þetta tré, þar sem það hékk niður úr bómunni og moldin sáldraðist ofan á malbikið. Nú var ekkert eftir nema djúp hola og holan æpti og tréð var sett á vörubíl og því ekið í burtu. Þröstur- inn flögraði yfir portinu og tveir smástrákar voru eitthvað að slóra þarna og annar þeirra pikkaði í hreiðrið með spýtu. En það skipti engu máli, ekkert skipti máli lengur og Kristján fór aftur inn í stóra húsið, til þess eins að bíða, bíða eftir því að klukkan yrði fimm og hann reyndi að gleyma þessari djúpu myrku holu úti í porti. Holan minnti á augntóftina á manni, sem hefur misst auga. Tvö lftil egg hvíldu í litlu hreiðri, en allt var um seinan, hugsaði Kristján og þrösturinn flögraði yfir portinu og allt var um seinan. Myndir: Jóhann Óli Hilmarsson og B.J.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.