Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 106

Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 106
Sigurður Ingi Sigurðsson F. 16. ágúst 1909. • D. 1. júní 2005. Sigurður Ingi Sigurðsson var einn af stofnendum Skógræktarfélags Árnesinga og sat í stjórn félagsins í 32 ár frá 1951 til 1983 og var formaður árin 1974 til 1981, þriðji í röð formanna félagsins. Hann fæddist á Eyrarbakka 16. ágúst 1909 og lést á Hrafnistu 1. júní 2005. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorkelsdóttir, f. 1868, d. 1950, frá Óseyrarnesi og Sig- urður Þorkelsson, f. 1867, d.1950, frá Flóagafli. Þau eignuðust átta börn og komust sex þeirra til full- orðinsára og var Sigurður Ingi næstyngstur systkina sinna. Þau voru: Árni prestur, Ásgeir skipstjóri, Sigrún húsfreyja á Rauðará, Þorkell vélstjóri, Þorsteinn, Sigríður og Þóra Steinunn húsfreyja. Rúmlega ársgamall fluttist Sigurður Ingi til Reykjavíkur og ólst þar upp. Tók gagnfræðapróf frá MR 1927 og búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1929. Var f íþróttaskóla í Ollerup í Dan- mörku 1929-1930. Stundaði landbúnaðarstörf að Rauðará í Reykjavfk 1930-1936 og sigldi þá utan og lauk kandidatsprófi f búfræðum frá Landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn 1939. Hann var kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi 1939-1943, skrifstofustjóri og fulltrúi stjórnar Mjólkurbús Flóamanna 1943-1958, oddviti og framkvæmdastjóri Selfosshrepps 1958-1970 og launafulltrúi Kaupfélags Árnesinga 1970-1986. Sigurðurlngi Sigurðsson kvæntist 17. janúar 1942 Arnfríði (ónsdóttur, f. 30. maí 1919 í Neskaupstað. Sigurður Ingi og Arnfríður eignuðust fimm börn. Þau eru: Hróðný, f. 1942, d. 1987, Sigurður Gunnar, f. 1944, Tryggvi, f.1945, Ingibjörg, f. 1948, Elín María, f. 1959. Þau hjón bjuggu á Selfossi frá 1943 til 2004 lengst af á Víðivöllum 4 þar sem þau reistu sér hús og sfðan í nokkur ár í húsi fyrir aldraða að Grænumörk á Sel- fossi. í nóvember 2004 fluttu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Ef litið er á náms- og starfsferil Sigurðar Inga Sigurðssonar leynir sér ekki hvert hugur hans stefndi. Það kemur því engum á óvart að hann, kennari við Garðyrkjuskólann, væri í hópi þeirra sem stofnuðu Skógræktarfélag Árnesinga í Tryggvaskála við Ölfusárbrú 2. nóvember 1940. Þegar Skógræktar- félagið hafði starfað í 11 ár var Sigurður Ingi kosinn í stjórn þess og var þar næstu 32 ár. Vorið 1958 sneri Sigurður Ingi sér að þátttöku í stjórnmálum og var efsti maður á lista samvinnu- manna, sem þá var borinn fram á Selfossi og hlaut meirihluta í hreppsnefnd. Hann varð oddviti Sel- fosshrepps og náði þrívegis endurkjöri og sat við stjórnvölinn samtals f 12 ár. Árið 1950 voru fbúar Selfosshrepps 967, en 1970 voru þeir orðnir 2397. Af þessum tölum má ráða að mikil fólksfjölgun varð á Selfossi á þessum árum. Á fyrsta sumri Sigurðar Inga á oddvitastóli hófst samvinna milli Selfosshrepps og Skógræktarfélags Árnesinga um ungmennavinnu á Snæfoksstöðum og skógræktina þar. Skógræktarfélagið leigði Selfoss- hreppi 45 ha. lands úr jörðinni til 99 ára og var gerður samningur þar um sem enn er í gildi. Selfosshreppur lagði fram fjármagn til að greiða vinnulaun og kaupa plöntur og önnur aðföng og leigja farartæki til að koma ungmennunum á vinnustaðinn, sem er í 15 km fjarlægð frá Selfossi. Sigurður Ingi og stjórn Skóg- ræktarfélagsins fékk undirritaðan til að sjá um verkstjórn ungmennavinnunnar. Sumar eftir sumar var meira en hálft hundrað ungmenna í vinnunni, á aldrinum 10 til 14 ára, sem skipt var í tvo hópa og unnu annan hvern dag. Ekki var talin þörf á að fleiri þyrfti en einn starfsmann til að fylgja hópnum. Farið var í rútu að Snæfoksstöðum eins oft og kostur gafst að sumrinu og rútan notuð sem vinnubúð og var eina afdrepið sem hópurinn hafði. Ungmennavinnan og fjárstyrkur Selfosshrepps gjörbreytti starfsemi skóg- ræktarfélagsins og í kjölfarið fóru skógar að rísa á Snæfoksstöðum. Mér er nær að halda að hvergi annars staðar hafi svona samkomulag verið gert milli sveitarfélags og skógræktarfélags og var hlutur Sigurðar Inga þar mestur. 104 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006 Þegar við Sigurður Ingi fórum að starfa saman kynntist ég eðliskostum hans og sá að þar fór skarpgreindur maður og heiðarlegur, glettinn og gamansamur, þegar við átti og ljúfmenni í hvívetna. Og sfðast en ekki síst mikill kunnáttumaður um ræktun. Gagnkvæmt traust tókst okkar á milli og samstarfsárin urðu 25 frá 1958 til 1983. Öll 12 árin, sem hann var oddviti Selfosshrepps, stjórnaði ég ungmennavinnunni, sem hann kom á fót og saman sátum við í stjórn skógræktarfélagsins í 16 ár. Að mfnum dómi var Sigurður Ingi góður stjórn- andi, ósérhlífinn og duglegur. Hann rak sveitarfélagið á hagkvæman hátt og án allrar yfirbyggingar, hafði góða yfirsýn yfir framkvæmdir, sem fóru vaxandi með ári hverju. Ungmennavinnan var eitt af nýmælum sem hann tók upp. Þegar Sigurður ingi hafði setið í stjórn Skógræktarfélagsins f 23 ár tók hann við formennsku í félaginu. Stjórnarfundi hélt hann á heimili sínu og þar tóku þau hjón á móti okkur stjórnarmönnum af miklum myndarskap. Sigurður hafði formfestu á fundum, dreif þá af og svo var sest að veisluborði Arnfríðar og tekið upp léttara hjal. Að fundi loknum var oft gengið út í garð þeirra hjóna Hann höfðu þau ræktað af mikilli alúð og myndarskap við hús sitt. Garðurinn var skjólsæll og sunnan við húsið voru fagrar blómjurtir. En það sem vakti mesta athygli var hve margar grænmetistegundir og matjurtir var þar að finna í beðum og gróðurreitum. Sigurður ingi kunni góð skil á öllu er laut að garðrækt. Hann var mikill náttúrunnandi, það fann maður vel á ferðalögum, t.d. á leið á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem hann sótti fjölmarga á árum áður. Snæfoksstaðir voru Sigurði Inga hugstæðir. Þangað fór hann með fjölskylduna að gróðursetja í land, sem hann leigði af Skógræktarfélaginu og þar vex nú vænn skógur. Einnig fór hann þangað til veiða í Hvftá. Stangveiðin var eitt af mörgum áhugamálum hans. Sigurður ingi var lunkinn veiðimaður og landaði mörgum laxinum. Skógræktin á Snæfoksstöðum sem hófst fyrir hálfri öld stendur föstum rótum. Undanfararnir sem hófu verkið á liðinni öld hverfa einn af öðrum en verk þeirra eru sýnileg og verða öðrum til örvunar og eftirbreytni á nýrri öld. Óskar Pór Sigurðsson SMffe SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.