Skákritið - 01.07.1950, Síða 5
SKAKRITIÐ
1. árgangur.
Júlí 1950.
1. tbl.
Ávarp ±il íslenzkra skákmanna
Skákblað það, sem hér er hleypt af stokkunum, er að vísu
engu glæsilegra né búiö betra veganesti en þau mörgu skákblöö,
sem hafið hafa göngu sína hér á landi undanfarin 50 ár, en
log.nazt út af í blóma lífsins.
Mönnum er því vorkunn, þótt þeir taki þessu nýja skákblaði
með nokkurri tortryggni, og geri sér engar gyllivonir um fram-
tíð þess.
Vlestum mun þó þykja eðlilegt, að í landi, þar sem skák er
jafnmikið stunduð og á Islandi, hljóti að því að reka, að gefið
verði út skákblað, sem unnað verði langra lífdaga.
Og því skyldi það ekki geta orðið þetta skákblað?
Tæpast mun skákáhugi nokkru sinni hafa verið meiri né
almennari á Islandi en nú.
Það er og tæpast vansalaust, að um það leyti, er erlendir skák-
jöfrar heimsækja land vort í þeim tilg.angi að gera tilraun til
að ná æðsta skáktitii Norðurlanda úr íslendingshöndum, skuli
ekki bærast líf með skákblaði á Islandi.
Viðvíkjandi framtið blaðsins viljum við, sem að útgáfu.þess
stöndum, benda á, að ef því verður vel tekið og nægilegur áskrif-
endafjöldi fæst, sjáum við engin tormerki á því, að það eigi
glæsilega framtíð fyrir höndum.
■ Að endingu færum við öllum íslenzkum skákmönnum okkar
beztu kveðjur.
SKÁKRITIÐ
Sveinn Kristinsson
Þórir Ólafsson
LANDSBÓKASAFN
JVl : 8 1012
""'ÍSLA.VnS