Skákritið - 01.07.1950, Blaðsíða 6
Skákþixig Norðurlanda
í Reykjavík 27. júlí til 10. ágúst 1950.
Þessa dagana stendur yfir í
Keykjavík skákþing Norræna skák-
sambandsins, hið 21. í röðinni, en
hið fyrsta, sem haldið er á íslandi.
Liðin voru 20 ár frá því að ísland
gerðist þátttakandi í skáksambandi
Norðurlanda, er ákveðið var, árið
1948, að þingið skyldi haldið hér á
landi á þessu ári.
Góðír árangrar íslenzkra skák-
manna á Norðurlandamótum eftir
styrjöldina urðu þess valdandi, að
áhugi jókst beggja vegna Atlants-
hafsins fyrir því, að auka með þess-
um hætti þátttöku íslands í sam-
starfi Norðurlandanna á skáksvið-
inu, enda þótt fjarlægðin geri báð-
um aðilum erfitt um vik kostnaðar
vegna. Einnig var nokkurt hik af
Islendinga hálfu við að færast þetta
í fang, þar eð ekki varð séð fyrir
um, að þátttaka frá hinum lönd-
unum yrði viðunandi, og hefði þá
verið verr af stað farið en heima
setið, ef á það hefði skort. — Nú
er sýnt, að ekki þarf að kvíða
þessu. Þátttaka í skákþinginu er
að vísu í minna lagi, en þó engan
veginn með lakasta móti.
Svo sem kunnugt er, öðlast sigur-
vegari í landsliðsflokki réttindi til
þátttöku, af Norðurlandanna hálfu,
í næstu keppni til að ákvarða hver
megi þreyta einvígi við heimsmeist-
arann um „kórónu“ hans. Er aug-
ljóst af þátttakendaskránni, að
baráttan um þetta sæti verður mjög
jöfn, og erfitt að gera upp á milli
keppendanna um sigurlíkurnar. Ef
ég ætti að reyna að spá um frammi-
stöðu útlendinganna, mundi ég helzt
nefna til A. Vestöl frá Noregi, sém
hefur verið jafnsterkasti skákmað-
ur Norðmanna undanfarin 3—4 ár.
Storm Herseth er gamalkunnur
hættulegur árásarskákmaður, en
ekki eins jafn. Julius Nielsen er
einn traustasti og lærðasti skák-
maður Dana, en „friðsamur að eðl-
isfari“ og fær því stundum ekki
eins góðan árangur og efni standa '
til. Palle Nielsen er ein nýjasta
stjarna Dana, um tvítugt, og á eftir
að fá verulega eldvígslu, en er efni-
legur skákmaður. Svíinn Kinmark
er þrautreyndur kappi, sem hefur
yfir 30 ára reynslu að ráða í skák-
inni og er eftir því hættulegur, en
er „stemnings" skákmaður og því
nokkuð mislagðar hendur. Sundberg
ér einn allra bezti skákmaður
Stokkhólms og hraðskákmeistari
Svía. — Um íslenzku keppendurna
eins og reyndar þá erlendu má segja
almennt, að þeir eru traustir full-
trúar fyrir landsliðsflokkana á
Norðurlöndum.
í meistaraflokki er fyrirsjáanlegt
að mjög hörð keppni verður og mun
ég að óreyndu ætla, að Lárus John-
sen og Friðrik Ólafsson muni verða
fremstir, en af útlendingunum muni
Lethinen frá Finnlandi verða þeim
erfiðastur.
2
SKÁKRITIÐ