Skákritið - 01.07.1950, Qupperneq 17

Skákritið - 01.07.1950, Qupperneq 17
Úrslit þessi eru vel viðunandi fyrir báða aðila. Síðustu skákunum lauk eigi fyrr en á 5. tímanum eftir hádegi, en matarhlé var klukkan 12. Skák þeirra Guðm. S. og Jóhanns Snorrasonar stóð lengst. Er kappskákunum var lokið, var enn setzt að borðum og kaffi og mjólk drukkin. Þá voru og borð- ræður fluttar. Af Akureyringa hálfu töluðu þeir Jón Ingimarsson fararstjóri Norðanmanna, og Björn Halldórsson, en af Reykvíkinga hálfu Guðm. S. Guðmundsson og Eggert Gilfer. Jón Ingimarsson bað reykvísku skákmennina að flytja stjórnendum Skáksambands Islands. egg-junarorð um, að veita taflfélög- um úti um landsbyggðina meiri upp- örvun og stuðning, m. a. með því að senda skákmenn úr Reykjavik til leiðbeiningar og þjálfunar tíðar en verið hefur. Þá þakkaði hann reykvísku skákmönnunum fyrir harða og drengilega keppni og ósk- aði þeim góðrar heimferðar og þess, að þeir mættu heilir til keppni næsta sumar. Guðm. S. Guðmundsson, far- arstjóri sunnanmanna, endurgalt þakkir og árnaðarorð Jóns og óskaði Norðanmönnum góðrar heimferðar og framtíðar. Kvöddust menn síðan og héldu hvorir til síns heima. Var þá klukkan um 6 e. h. Við sunnanmenn höfðum enga viðdvöl á suðurleiðinni, nema snædd- ur var kvöldverður að Hvítárbakka. Var komið um tólf leytið til Reykja- víkur. Þótti öllum förin hafa orðið hin ánægjulegasta. Slíkar skákferð- ir milli landshluta eru einkar vel til þess fallnar að glæða skákáhuga landsmanna og koma á eðlilegu sam- starfi milli hinna ýmsu félaga, en það virðist því miður hafa verið vanrækt af- stjórn Skáksambands SKÁKRITIÐ Ritstjórar og útgefendur: Sveinn Kristinsson og Þórir Ólafsson A byrg ðarmaður: Guðmundur S. Guðmundsson SKÁKRITIÐ kemur út mán- aðarlega, 16 síður í hvert sinn. Áskriftagjald blaðsins er kr. 50.oo árgangurinn, og er gjald- dagi 1. janúar. Einstök blöð kr. 5.oo Utanáskrift blaðsins er: Skák- ritið, Njálsgötu 15, Reykjavík. Afgreiðslu annast Þórir Ólafs- son, Njálsgötu 15, Reykjavík. Sími 7549. 18. Hf7f og vinnur. b) 14. — f5; 15. g4!, fxg; 16. Re4 eða Be2 og hvítur vinnur. 15. Bc4—e2 g7—g6 16. RcS—ej/ Bc5xe3 17. f2xe3 Hc8—c2 18. Rb5—d6 Ha8—f8 Ef 18. — Hxe2, þá 19. Hxf7f, Kd8; 20. Hf8f og síðan Hxa8. 19. Be2xa6 b7xa6 20. g2—gí Rh5—g7 21. Rei—/67 Bd7—c6 22. Hfl—cl Gefið. Svartur er algjörlega varnarlaus og stórkostlegt liðstap er fyrirsjáan- legt. Ef 22. — Hxcl, þá 23. Hxel, Bxa4; 24. Hc7f, Kd8; 25. Hxa7 o. s. frv. íslands, en þess hlutverk ætti slíkt að sjálfsögðu að vera. Sveinn, Kristinsson SKÁKRITIÐ 13

x

Skákritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákritið
https://timarit.is/publication/2005

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.