Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 33

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Blaðsíða 33
33GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 okkar miðla og öll liðveisla verður stirðari og erfiðari. En það þýðir ekki að það eigi að leggja árar í bát, heldur þurfum við að endurskipuleggja okkur, sýna ráðdeildarsemi og vera útsjónarsöm. Fjárhagsáætlun okkar ber vott af samdrætti og varkárni, því satt best að segja vitum við ekki hvort eða hvenær botninum er náð og hvenær fótfesta og viðspyrna verður raun- hæf. En lífið heldur áfram, grasið mun spretta áfram á golfvöllunum. Golfið er jú lífstíll eða eins og Danir segja “Golf er en sport for livet“. Við missum því ekki móðinn heldur höldum ótrauð áfram,“ sagði forseti GSÍ á formannafundinum. GR fjölmennasti klúbburinn með 2.927 félagsmenn Klúbbmeðlimir á Íslandi eru 14.741 og koma þeir úr 61 golfklúbbi, samkvæmt upplýsingum sem fram komu í ársskýrslu Golfsambands Íslands sem lögð var fram á formannafundinum í nóvember. Þar kemur fram að unglingar 15 ára og yngri eru innan við 10% af þess- um fjölda, eða 1.452. Fjölmennasti klúbburinn á Íslandi er Golfklúbbur Reykjavíkur með 2.927 meðlimi og þar af 208 unglinga sem eru 15 ára og yngri. Síðan kemur Golf- klúbbur Kópavogs og Garðabæjar með 1.616 meðlimi, þar af 194 sem eru 15 ára og yngri. Minnsti klúbburinn er hins vegar Golfklúbbur Húsafells með aðeins tvo meðlimi. Í mörgum klúbbum, sérstaklega á Austurlandi eru mjög fáir unglingar sem stunda golf ef marka má þessar tölur. Einungis 22 meðlimir 15 ára og yngri eru skáðir í klúbb á Austurlandi og eru þeir allir í sama klúbbnum. Golfklúbbur Vestmannaeyja er með öflug- asta unglingastarfið ef marka má tölurnar, þar sem þriðjungur klúbbmeðlima er 15 ára og yngri. Golf Iceland með nýja heimasíðu Golfsambandið stóð fyrir stofnun samtaka, Golf Iceland, til eflingar á heimsóknum erlendra kylfinga á íslenska golfvelli á síðasta ári. Flestir golfklúbbar með 18 holu velli voru meðal stofnenda ásamt hótelum, bílaleigum og Icelandair. Kosin var stjórn samtak- anna á stofnfundinum Golfklúbbur Reykjavíkur 208 - 2.719 = 2.927 Golfklúbbur Kópav. og Garðab. 194 - 1.422 = 1.616 Golfklúbburinn Keilir 128 - 1.234 = 1.362 Golfklúbburinn Oddur 42 - 1.211 = 1.253 Golfklúbburinn Nesklúbburinn 48 - 564 = 612 Golfklúbburinn Kjölur 67 - 509 = 576 Golfklúbbur Suðurnesja 77 - 473 = 550 Golfklúbbur Akureyrar 59 - 457 = 516 Golfklúbburinn Leynir 86 - 325 = 411 Golfklúbburinn Þorlákshöfn 4 - 377 = 381 Golfklúbbur Vestmannaeyja 110 - 231 = 341 Golfklúbbur Bakkakots 27 - 299 = 326 Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 16 - 246 = 262 Golfklúbburinn Hveragerði 28 - 213 = 241 Golfklúbbur Sandgerðis 29 - 149 = 178 Golfklúbbur Borgarness 26 - 144 = 170 Golfklúbbur Grindavíkur 21- 145 = 166 Golfklúbbur Selfoss 14 - 139 = 153 Golfklúbburinn Hellu 23 - 129 = 152 Golfklúbbur Ísafjarðar 7 - 138 = 145 Golfklúbburinn Mostri 20 - 113 = 133 Golfklúbburinn Öndverðarnesi 12 - 121 = 133 Golfklúbburinn Flúðir 13 - 118 = 131 Golfklúbbur Húsavíkur 22 - 108 = 130 Golfklúbburinn Kiðjaberg 7 - 120 = 127 Golfklúbbur Álftaness 21 - 98 = 119 Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 22 - 93 = 115 Golfklúbbur Sauðárkróks 20 - 91 = 111 Golfklúbbur Ólafsfjarðar 28 - 65 = 93 Golfklúbbur Bolungarvíkur 8 - 75 = 83 Golfklúbbur Norðfjarðar 0 - 83 = 83 Golfklúbburinn Hamar 15 - 67 = 82 Golfklúbburinn Vestarr 4 - 76 = 80 Golfklúbburinn Hvammur 12 - 58 = 70 Golfklúbburinn Dalbúi 4 - 61 = 65 Golfklúbburinn Úthlíð 1 - 63 = 64 Golfklúbbur Hornafjarðar 0 - 62 = 62 Golfklúbbur Ásatúns 2 - 59 = 61 Golfklúbburinn Vík 0 - 60 = 60 Golfklúbburinn Glanni 1 - 54 = 55 Golfklúbbur Patreksfjarðar 1- 51 = 52 Golfklúbbur Siglufjarðar 8 - 41 = 49 Golfklúbburinn Gláma 6 - 38 = 44 Golfklúbburinn Jökull 0 - 43 = 43 Golfklúbburinn Ós 4 - 38 = 42 Golfklúbburinn Þverá 0 - 40 = 40 Golfklúbburinn Setberg 1 - 34 = 35 Golfklúbbur Fjarðarbyggðar 0 - 34 = 34 Golfklúbbur Skagastrandar 4 - 29 = 33 Golfklúbbur Seyðisfjarðar 0 - 29 = 29 Golfklúbbur Eskifjarðar 0 - 27 = 27 Golfklúbbur Bíldudals 1 - 25 = 26 Golfklúbbur Staðarsveitar 1 - 20 = 21 Golfklúbburinn Gljúfri 0 - 16 = 16 Golfklúbbur Djúpavogs 0 - 15 = 15 Golfklúbburinn Laki 0 - 14 = 14 Golfklúbbur Hólmavíkur 0 - 12 = 12 Golfklúbbur Mývatnssveitar 0 - 12 = 12 Golfklúbbur Húsafells 0 - 2 = 2 Samtals: 1.452 - 13.289 = 14.741 Hér má sjá fjölda klúbbmeðlima á Íslandi 2008: (Klúbbur, 15 ára og yngri - 16 ára og eldri, samanlagt) og hefur hún skipt með sér verkum og er Magnús Oddsson formaður nefndarinnar. Heimasíða samtak- anna hefur nú litið dagsins ljós og verið er að vinna að því að fá stuðningsaðila til eflingar á markaðsstarfi samtakanna. Ætlunin er að fara á ferðaráðstefnur með kynningar- efni og taka á móti blaðamönnum frá erlendum golf- tímaritum í vor og hugmyndir eru um að bjóða upp á alls konar golfpakka. Ráðinn hefur verið tímabundinn starfsmaður í hlutastarf til að fylgja málum eftir en það er Eggert Ágúst Sverrisson. Vonast er til að þetta efli ferðaþjónustu í tengslum við golfíþróttina. GR og GK stigameistarar golfklúbba Á formannafundi GSÍ voru afhentir stigameistarabikar- ar golfklúbba í karla– og kvennaflokki fyrir árið 2008. Stigameistari golfklúbbana í karlaflokki er Golfklúbb- ur Reykjavíkur með 36.400 stig, en 32 kylfingar unnu stig fyrir klúbbinn á árinu. Stigameistari golfklúbba í kvennaflokki er Golfklúbburinn Keilir með 26.508 stig, en 13 kylfingar unnu stig fyrir klúbbinn á árinu. Samkvæmt ákvörðun golfþings um stigamót er nú einnig teknar saman upplýsingar um heildar stigafjölda golfklúbbana að loknu keppnistímabilinu. Stigameistari golfklúbba er sá klúbbur sem hlýtur flest sameiginleg stig úr öllum stigamótum ársins á Kaupþingsmótaröðinni. Með sameiginlegum stigum er átt við öll stig klúbbfélaga á árinu óháð fjölda þeirra sem keppa á hverju móti. Ólafur Þór Ágústsson flutti ávarp um SÍGÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.