Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 44

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 44
44 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Erfiður en áhugaverður öldungur Hesketh er elsti golfvöllurinn í Southport, stofnaður 1885. Hann er að hálfu leyti strandvöllur og að hálfu leyti skógarvöllur eða parkland eins og Bretar kynna hann. Hesketh liggur við vel varðveitt og verndað náttúrusvæði þangað sem sjávarfuglar og fleiri villt dýr sækja í og gleðja augu og náttúruunnenda í heimsókn sinni. Hesketh er einn af þeim völlum sem eru notaðir fyrir úrtökumót fyrir Opna breska mótið þegar það fer fram á Royal Birkdale. Fleiri stór mót áhugamanna, kvenna, karla– og öldunga eru reglulega haldin á Hesketh. Einn frægasti kylfingur Breta frá upphafi vega, Henry Cotto,n átti um tíma vallarmetið á Hesketh en árið 1932 lék hann þennan erfiða völl á 68 höggum átján holurnar. Til að undirstrika hvað sagan er rík á Hesketh eins og reyndar mörgum gömlum golfvöll- um í Bretlandi þá áttu hinir ensku Bentley bræður, Harry og Arnold, þátt í henni með framgöngu sinni á golfvellinum. Árið 1936 leiddi Arnold Englendinga til sigurs á alþjóðlegu golfmóti sem haldið var samhliða Olympíuleikunum í Berlín þar sem sjálfur Hitler gaf verðlaunin. Með verðlaunum Arnolds fékk hann líka forláta furutré sem hann gaf klúbbnum og það var sett niður fyrir framan klúbbhúsið og stendur þar enn! Völlurinn er eins og fyrr segir strand- og „inland“- völlur. Fyrstu tvær holurnar eru með strandívafi en svo færist völlurinn frá sandhólunum yfir á „inland“- svæðið þar sem tré og vötn spila stærra hlutverk frá 3. til 13. brautar. Bestu brautirnar eru 14. og 18. og holurnar á milli eru frekar erfiðar en líka flottar. Sú fjórtánda liggur meðfram klúbbhúsinu. Mikilvægt er að staðsetja sig hægra megin á brautinni en stórar glompur eru fyrir framan flötina sem ekki er gott að lenda í. Flötin er mjó og hallar aftur á bak. Fimmtánda brautin er líka mjög skemmtileg, með blint upphafshögg og erfitt innáhögg. Sextánda er fín par 3 og sautjánda er í mikilli hundslöpp og gefur möguleika á fugli. Átjánda brautin er flott lokahola, par 5. Við Íslendingarnir vorum mjög ánægðir með völlinn sem er mjög krefjandi og fjölbreyttur. Klúbbhúsið er vinalegt með sérlega góðri þjónustu og sama má segja um golfverslunina. Eins og fram kemur hér í textanum að ofan er hægt að rekja skemmtilegt sögubrot til Hesketh golfklúbbsins í Southport í Englandi. Arnold Bentley, félagi í klúbbnum tók þátt í alþjóðlegu sýningargolfmóti samhliða Olympíuleikunum í Berlín 1936. Hitler gaf glæsilegan verðlaunagrip, stóran silfurplatta með steinum úr skíra gulli og sagðist myndi afhenda hann sjálfur ef þýskt par myndi vinna mótið en fyrirkomulagið var 72 holu para- keppni, höggleikur, samanlagt skor beggja leikmanna taldi. Með Bentley sem var frá Lancashire lék Tommy Thirsk frá Yourkshire. Mótið fór fram í bænum Baden Baden í Þýskalandi. Sagan segir að fyrir lokahringinn í Baden Baden hafi þýska golfparið verið í efsta sæti, þremur höggum á undan Englend- ingunum. Ribbentrop, þáverandi utanríkisráðherra Þýskalands kom skilaboðum til Hitlers um að sigurinn væri nánast í höfn en þriðji hringurinn var leikinn um morguninn. Lokahringurinn eftir hádegi. Þegar í ljós kom að þeir ensku höfðu sigrað brunaði Ribbentrop í bíl sínum til að láta Hitler vita sem var kominn til Baden Baden. Foringinn brást hinn versti við, varð að sögn breskra blaða brjálaður og skipaði bílstjóra sínum að aka sér beint aftur til Berlínar. Hann ætlaði ekki að afhenda Englending- um sigurlaunin. Það gerði Karl nokkur Henkel. Verðlaunagripurinn var í Englandi fyrstu árin en var færður síðar í húsakynni elsta golfklúbbs í heimi, „Golfers Club“ í St. Andrews, Mekka golfsins. Hitler heim í fússi 14. flötin og hrjóstrugt umhverfi. Klúbbhúsið við hlið brautarinn. G O L F vellir í Nv-Englandi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.