Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 47

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 47
47GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 Royal Lytham & St. Annes er margt öðruvísi en margir „kollegar“ hans þar sem Opna mótið fer fram. Þetta er eins og reyndar allir hinir OPEN vellirnir, strandvöllur, því það er fyrsta skilyrðið til að Opna mótið sé haldið á vellinum. Lytham er umkringdur enskum úthverfis- húsum, þjóðvegi og járnbrautarlestarteinum. Ekki sést til sjávar eins og á flestum „linksurunum“ og útsýni er eitt af því sem völlurinn býður ekki upp á. Sumir myndu segja þetta neikvæða punkta en aðrir smekksatriði. Upplifunin, að leika golf á velli sem m.a. hefur yfir 200 sandglompur og margar glæsilegar og erfiðar golfholur er einstök. Það er fleira sérstakt við Lytham þar sem nokkrir frægustu kylfingar golfsögunnar hafa ritað nafn sitt. Enginn annar en Bobby Jones var fyrstur til að gera það í Opna breska árið 1926 skömmu eftir að völlurinn hafði verið lengdur og gerður erfiðari og fengið „Royal“ stimpilinn. Hann sló eitt af höggum golfsögunnar úr glompu af löngu færi á 18. braut inn á flöt og tryggði sér sigur. Árið 1969 stimplaði Tony nokkur Jacklin sig rækilega inn í golfsöguna þegar hann vann silfurkönnuna með frábæru golfi þar sem flest upphafshögg hans enduðu á þröngum brautum en ekki í einhverra tvö hundruð glompna. Fimm árum síðar kom önnur stórstjarna. Einn af þessum fjóru stóru; Suður-Afríkubúinn knái, Gary Player (hinir voru Palmer, Trevino og Nicklaus) tryggði sér sigurinn með því að pútta kúlunni vinstri handar á lokaflötinni í lokahringnum því hún var svo nálægt vegg klúbbhúss-ins. Klæddur í svart og hvítt að venju sá „stutti“. Topp-urinn í minningu gömlu karlanna í Lytham sem og golfsögunni er hins vegar tvöfaldur sigur Spánverjans Seve Ballesteros. Árið 1979, þá 22 ára, þurfti hann á töfrum að halda til að innbyrða fyrsta sigur sinn á Opna breska meistaramótinu. Hann slæsaði, húkkaði og lenti í karga og kafagrasi sem og sandglompum. Seve sló út á bílastæði á 16. braut og þurfti undrahögg til að ýta sjálfum Gullbirninum Jack Nicklaus til hliðar. Níu árum síðar mætti hann aftur í sömu golffötunum (bláu peysunni) og með sömu kylfur. Hann lék að sínu mati sinn besta golfhring á ævinni þegar hann kom inn á 65 höggum í lokahringnum á mánudegi eftir að mótið hafði frestast um einn dag sökum rigningar og flóða. Hver man ekki eftir lokavippinu inn á 18. flötina? Ameríkanar sem eignuðu sér að öðru leyti nokkra áratugi á Opna breska höfðu ekki unnið á Lytham. Tom Lehman breytti sögunni 1996 þegar hann m.a. setti vallarmet í þriðja hring með 64 höggum þar sem hann notaði aðeins 25 pútt! Hann efndi loforð sitt frá laugardagskvöldinu þegar hann sagðist bjóða öllu starfsfólki klúbbsins upp á drykk ef hann ynni. Árið 2001 kom annar Kani og hirti silfurdolluna. Eftir að hafa verið á toppi heimslistans í tæpt ár (1999) kom David Duval og hristi sig af listanum yfir þá leikmenn sem höfðu ekki sigrað á risamóti. Hann lék tvo síðustu hringina á 11 höggum undir pari og vann frábæran sigur. Árið 1961 var Ryder bikarinn haldinn á Lytham vellinum þar sem tíu leikir af 25 enduðu á 18. flöt og aftur var Ryderinn 1977 með ekki ófrægari kylfingum en Nicklaus, Floyd, Wadkins og Irwin. Þeir tryggðu USA sigur 12,5-7,5 í síðustu Ryder viðureigninni þar Það eru ekki nema 11 glompur á þessari 6. braut sem er par 5 sem bíða eftir nákvæmum höggum. Níunda brautin er stutt par 3. Flötin ekki stór og átta sandglompur umkringja hana. Ekki auðvelt! Royal Lytham er einn af þessum stóru í Bretlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.