Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 47
47GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008
Royal Lytham & St. Annes er margt öðruvísi en margir
„kollegar“ hans þar sem Opna mótið fer fram. Þetta er
eins og reyndar allir hinir OPEN vellirnir, strandvöllur,
því það er fyrsta skilyrðið til að Opna mótið sé haldið
á vellinum. Lytham er umkringdur enskum úthverfis-
húsum, þjóðvegi og járnbrautarlestarteinum. Ekki
sést til sjávar eins og á flestum „linksurunum“ og
útsýni er eitt af því sem völlurinn býður ekki upp á.
Sumir myndu segja þetta neikvæða punkta en aðrir
smekksatriði. Upplifunin, að leika golf á velli sem m.a.
hefur yfir 200 sandglompur og margar glæsilegar og
erfiðar golfholur er einstök.
Það er fleira sérstakt við Lytham þar sem nokkrir
frægustu kylfingar golfsögunnar hafa ritað nafn
sitt. Enginn annar en Bobby Jones var fyrstur til að
gera það í Opna breska árið 1926 skömmu eftir að
völlurinn hafði verið lengdur og gerður erfiðari og
fengið „Royal“ stimpilinn. Hann sló eitt af höggum
golfsögunnar úr glompu af löngu færi á 18. braut
inn á flöt og tryggði sér sigur. Árið 1969 stimplaði
Tony nokkur Jacklin sig rækilega inn í golfsöguna
þegar hann vann silfurkönnuna með frábæru golfi
þar sem flest upphafshögg hans enduðu á þröngum
brautum en ekki í einhverra tvö hundruð glompna.
Fimm árum síðar kom önnur stórstjarna. Einn af
þessum fjóru stóru; Suður-Afríkubúinn knái, Gary
Player (hinir voru Palmer, Trevino og Nicklaus) tryggði
sér sigurinn með því að pútta kúlunni vinstri handar
á lokaflötinni í lokahringnum því hún var svo nálægt
vegg klúbbhúss-ins. Klæddur í svart og hvítt að venju
sá „stutti“. Topp-urinn í minningu gömlu karlanna í
Lytham sem og golfsögunni er hins vegar tvöfaldur
sigur Spánverjans Seve Ballesteros.
Árið 1979, þá 22 ára, þurfti hann á töfrum að halda
til að innbyrða fyrsta sigur sinn á Opna breska
meistaramótinu. Hann slæsaði, húkkaði og lenti í
karga og kafagrasi sem og sandglompum. Seve sló
út á bílastæði á 16. braut og þurfti undrahögg til að
ýta sjálfum Gullbirninum Jack Nicklaus til hliðar. Níu
árum síðar mætti hann aftur í sömu golffötunum
(bláu peysunni) og með sömu kylfur. Hann lék að
sínu mati sinn besta golfhring á ævinni þegar hann
kom inn á 65 höggum í lokahringnum á mánudegi
eftir að mótið hafði frestast um einn dag sökum
rigningar og flóða. Hver man ekki eftir lokavippinu
inn á 18. flötina?
Ameríkanar sem eignuðu sér að öðru leyti nokkra
áratugi á Opna breska höfðu ekki unnið á Lytham.
Tom Lehman breytti sögunni 1996 þegar hann m.a.
setti vallarmet í þriðja hring með 64 höggum þar
sem hann notaði aðeins 25 pútt! Hann efndi loforð
sitt frá laugardagskvöldinu þegar hann sagðist bjóða
öllu starfsfólki klúbbsins upp á drykk ef hann ynni.
Árið 2001 kom annar Kani og hirti silfurdolluna. Eftir
að hafa verið á toppi heimslistans í tæpt ár (1999)
kom David Duval og hristi sig af listanum yfir þá
leikmenn sem höfðu ekki sigrað á risamóti. Hann lék
tvo síðustu hringina á 11 höggum undir pari og vann
frábæran sigur.
Árið 1961 var Ryder bikarinn haldinn á Lytham
vellinum þar sem tíu leikir af 25 enduðu á 18. flöt og
aftur var Ryderinn 1977 með ekki ófrægari kylfingum
en Nicklaus, Floyd, Wadkins og Irwin. Þeir tryggðu
USA sigur 12,5-7,5 í síðustu Ryder viðureigninni þar
Það eru ekki nema 11 glompur á þessari 6. braut sem er par 5 sem bíða eftir nákvæmum höggum.
Níunda brautin er stutt par 3. Flötin ekki stór og átta sandglompur umkringja hana. Ekki auðvelt!
Royal Lytham er einn af þessum stóru í Bretlandi.