Golf á Íslandi - 01.12.2008, Page 48
48 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
sem andstæðingarnir voru eingöngu Bretar og Írar.
Stór kvennamót hafa reglulega farið fram á Lytham
og á næsta ári verður Opna breska kvenna haldið á
vellinum.
Nokkur fleiri atriði skera sig úr á Lytham frá öðrum
völlum Opna breska. Til dæmis er fyrsta brautin par 3
og það er líka sérstakt að þrjár par 3 brautir eru á fyrri
níu holunum. Lytham er líka eini Open völlurinn sem
er með vallarmörk (Out of bounds) á fyrstu þremur
brautunum.
Á hverri einustu braut bíða glompur af ýmsum
stærðum og dýpt. Tæplega tveir tugir sandgryfja eru
á nokkrum brautum eins og t.d. á þeirri sjöundu og
sautjándu. Holur 8 og 9 eru báðar frábærar golfholur
en ætli menn að ná góðu skori er mikilvægt að nýta
fuglafæri á fyrri níu því mun færri eru á seinni hringn-
um. Ballið byrjar fyrir alvöru á elleftu sem er mjög er-
fið par 5, fimm hundruð metrar af öftustu teigum og
þar er boðið í glompudans. Á lokakaflanum eru 14., 15.
og 17. gríðarlega erfiðar golfholur, allar stórar par–4
brautir. Kylfingar Golfs á Íslandi, allir lágforgjafar,
þurftu hvað eftir annað að taka upp stóru kylfurnar
í öðru höggi. Ekki aðeins var langt inn á flöt heldur
var staðsetning upphafshögga mjög mikilvæg upp á
innáhöggið að gera því flatirnar eru ekki stórar. Engin
pör þarna hjá okkur.
Lokaholan er eftirminnileg þar sem glompur koma
mikið við sögu og síðast en ekki síst klúbbhúsið, sem
er rétt aftan við flötina.
Til að toppa daginn eftir hringinn er fátt skemmti-
legra en að fá sér einn kaldan og góðan málsverð og
horfa út á 18. flötina. Ótrúlegt en satt. Íslendingar eru
sjaldséðir gestir á Royal Lytham en þegar við settumst
þar niður á einum besta stað í mögnuðu klúbbhúsi
gátum við í makindum okkar horft á annan tug
kylfinga frá Glitni heitnum ljúka leik.
Íslendingar alls staðar, fyrir kreppu!
Áttunda brautin á Lytham er skemmtileg en það er erfitt að hitta flötina. Hún er eins og súpuskál á hvolfi.
Átjánda flötin séð úr matsal klúbbhússins. Hér hafa mörg söguleg úrslit ráðist í Opna breska.
Inni í gömlu og virðulegu klúbbhúsinu eru gamla golfkylfur, myndir og fleira áhugavert.
G O L F vellir í Nv-Englandi: