Golf á Íslandi - 01.12.2008, Qupperneq 50
50 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Fimm Norðurlandabúar, fjórir Svíar og einn Norðmað-
ur, voru meðal þeirra 32 kylfinga sem tryggðu sér
þátttökurétt á Evrópumótaröðinni 2009 á úrtöku-
mótinu á PGA Golf de Catalunia á Spáni í nóvember.
Svíinn Oskar Henningsson, sem er aðeins 23 ára, lék
best allra í mótinu. Hann lék 108 holur á samtals 21
höggi undir pari (66-66-65-74-69-69) og var fjórum
höggum á undan Spánverjanum Carlos Del Moral,
sem varð annar. Oskar fékk 18.595 evrur í verðlauna-
fé. Hinir þrír Svíarnir sem komust inn á mótaröðina
eru Joakim Haeggman, Åke Nilsson og Henrik
Nyström. Norðmaðurinn Eirik Tage Johansen hafnaði
í 7. sæti og náði inn á mótaröðina eins og hann gerði
reyndar líka í fyrra.
Oskar varð fyrsti kylfingurinn í sögu úrtökumótanna
sem fer í gegnum öll þrjú stigin og stendur uppi sem
G O L F fréttir
LÆRISVEINN STAFFANS
VANN ÚRTÖKUMÓTIÐ
Fimm Norðurlandabúar komust inn á Evrópumótaröðina
Oskar Henningsson
sigurvegari á lokamótinu. „Þetta er frábært. Ég er
búinn að æfa mjög vel og undirbúa mig undanfarin
tvö ár með það markmið í huga að ná inn á mótaröð-
ina núna. Ég var með mikið sjálfstraust allan tímann
og fann ekki fyrir neinni taugaspennu. Ég bjóst þó
aldrei við því að vinna lokamótið - kom hingað fyrst
og fremst til að tryggja mér þátttökurétt á Evrópu-
mótaröðinni á næsta ári,“ sagði Oskar. Þess má geta
að þjálfari hans er Staffan Johansson, landsliðsþjálfari
Íslands.
Joakim Haeggman, sem er fertugur og lék m.a. í Ryder
liðinu 1993, komst aftur inn á mótaröðina aftur eftir
hafa átt við meiðsli að stríða síðustu ár. Hann hafnaði
í fimmta sæti. Åke Nilsson, sem er 26 ára frá Kristian-
stad, komst einnig inn á Evrópumótaröðina. Hann
spilaði aðallega á sænsku mótaröðinni í ár og vann
m.a. sænska meistaramótið í holukeppni. Fjórði Svíinn
sem komst inn er Henrik Nyström, sem er 39 ára frá
Ullna. Hann hefur verið atvinnukylfingur í 14 ár.
Einn þeirra sem náði inn á Evrópumótaröðina var
enski táningurinn Chris Wood, sem lék best áhuga-
manna á Opna breska meistaramótinu í sumar. Hann
deildi 5. sæti með Heaggman á samtals 15 höggum
undir pari.
Yfir 900 kylfingar reyndu fyrir sér á úrtökumótinu
að þessu sinni. 156 þeirra komust inn á lokamótið á
Spáni og eftir sex erfiða daga þar stóðu 32 upp með
kort inn á mótaröðina 2009. Sex íslenskir kylfingar
reyndu fyrir sér á fyrsta stigi úrtökumótsins og komst
enginn þeirra áfram.
Sigurður Garðarsson var kjörinn formaður Golfklúbbs
Suðurnesja á aðalfundi klúbbsins í byrjun des. Hann tek-
ur við starfinu af Gunnari Þórarinssyni sem gaf ekki kost
á sér til endurkjörs eftir sex ára formennsku.
Heildartekjur klúbbsins á starfsárinu námu 58
milljónum króna og tap ársins var upp á rúmar 1,4
milljónir króna. Ársreikningar og skýrsla stjórnar voru
samþykktir einróma á fundinum. Eftir kaffihlé voru tillög-
ur stjórnar um árgjöld fyrir árið 2009 lagðar fram, en í
þeim eru sömu gjöld og fyrir árið 2008. Fjárhagsáætlun
fyrir árið 2009 var lögð fram og endurspeglar hún
ástandið í þjóðfélaginu, tekjur dragast saman og einnig
er töluverður samdráttur í útgjöldum. Báðar þessar
tillögur voru samþykktar.
Sigurður Garðarsson sagði í stuttu ávarpi eftir kosn-
inguljóst að mikið starf væri framundan á erfiðum
tímum en mörg góð tækifæri væru einnig í spilunum.
Áherslurnar framundan væru þríþættar. Í fyrsta lagi að
styrkja félagsstarfið, endurskoða allan reksturinn og
síðast en ekki síst að reyna af fremsta megni að halda
uppi gæðum og þjónustu á Hólmsvelli sem allir væru
sammála um að væri meðal bestu golfvalla á landinu.
„Það er ljóst að við þurfum að reiða okkur á félagana í
kreppunni. Við þurfum að sýna ráðdeild og útsjónar-
semi og ég er bjartsýnn á að það takist því í hópi fimm-
hundruð félaga er mikill mannauður,“ sagði Sigurður.
Gylfi Kristinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri GS
undanfarin átta ár hefur tekið við starfi umboðsmanns
VÍS á Suðurnesjum og lauk starfi sínu hjá klúbbnum
á aðalfundinum sem framkvæmdastjóri. Hann gaf þó
kost á sér til stjórnarstarfa GS. Á aðalfundinum þakkaði
fráfarandi formaður, Gunnar Þórarinsson Gylfa og Þórði
Karlssyni sem setið hefur í stjórn samfleytt síðustu
sextán ár. Það hefur enginn annar gert nema Hörður
Guðmundsson, fyrrverandi formaður GS en hann lést
fyrr á árinu. Fengu þeir Gylfi og Þórður afhentar fallega
loftmynd af Hólmsvelli eftir Oddgeir Karlsson.
Töluverð endurnýjun var á stjórn GS. Uppstillingarnefnd
lagði fram tillögu að stjórn Golfklúbbs Suðurnesja og
var hún samþykkt. Þar eru m.a. þau Einar Einarsson,
körfuboltaþjálfari og Anna María Sveinsdóttir, ein besta
körfuboltakona Íslandssögunnar en þau ætla að kom að
unglingastarfi klúbbsins. Stjórn GS fyrir næsta starfsár
skipa eftirtaldir:
Formaður: Sigurður Garðarsson
Aðalstjórn: Helga Sveinsdóttir, Jón Ólafur Jónsson,
Kjartan Már Kjartansson, Þröstur Ástþórsson, Björn
Víkingur Skúlason og Páll Hilmar Ketilsson.
Varamenn í stjórn: Gylfi Kristinsson, Einar Guðberg
Einarsson og Anna María Sveinsdóttir.
Sigurður er nýr
formaður GS Þórður Karlsson, Gunnar Þórarinsson og Gylfi Kristinsson, allir á tímamótum hjá GS.