Golf á Íslandi - 01.12.2008, Síða 53
GOLF Á ÍSLANDI • DESEMBER 2008 53
langbest á Íslandsmóti 35+
Staffan Johansson, landsliðsþjálfari kveður:
Hvernig verður þessu hlutastarfi þínu háttað fyrir
GSÍ?
„Þetta á aðallega við um Birgi Leif þar sem ég hef
unnið náið með honum undanfarin tvö ár. Golfsam-
bandið lagði áherslu á að hann gæti leitað áfram til
mín og ég fengi þá bara sérstaklega greitt fyrir það.
Ég verð því áfram í sambandi við Birgi Leif og mun
hitta hann þegar hann kemur frá Suður-Afríku eftir
áramót. Þá munum við fara yfir stöðuna og gera áætl-
un fram á vorið. Golfsambandið getur einnig leitað
til mín ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað með,
það er alveg opið af minni hálfu.“
Hvernig hefur endurhæfingin gengið hjá Birgi Leifi,
áttu von á því að hann eigi eftir að gera góða hluti á
Evrópumótaröðinni?
„Þetta hefur gengið mjög vel hjá honum. Ég hitti
hann síðast í Lúxemborg í byrjun nóvember og við
vorum saman við æfingar í þrjá daga. Ég verð að
segja að ég hef aldrei áður séð hann slá eins vel.
Stutta spilið hefur verið hans veikasta hlið, en miðað
við það sem hann var að gera á æfingunum í Lúxem-
borg er hann tilbúinn fyrir Evrópumótaröðina.
Hann hefur lagt sérstaka áherslu á stutta spilið und-
anfarnar vikur og það á eftir að skila sér, ég er ekki í
nokkrum vafa um það. Hann fær nú annað tækifæri
á mótaröðinni, eftir hlé vegna meiðsla, og hann
þarf að nýta það vel. Hann er ekki með neina stóra
styrktaraðila lengur og því þarf hann að ná árangri,
það er lykillinn að framtíð hans sem atvinnumanns.
Það skiptir miklu máli að hann nái að stimpla sig inn
strax á fyrstu mótunum.“
Kveður með söknuði
Staffan sagðist aðspurður vera nokkuð sáttur við
starfið sitt sem landsliðþjálfari Íslands þegar hann
lítur nú um öxl. Hann segir fyrstu árin hafi verið nokk-
uð erfið og hann hefði líklega nálgast verkefnið með
öðrum hætti, ef hann hefði þá reynslu sem hann
hefur í dag. Umhverfið hafi breyst mikið til batnaðar
á síðustu árum, bæði eru hér orðnir betri kylfingar,
betri vellir og frábær æfingaaðstaða.
„Ég verð að segja þegar á heildina er litið þá er
ég bara nokkuð sáttur við það sem ég hef lagt til