Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 108

Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 108
108 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl. sumar? „Markmiðin mín voru að verða klúbbmeistari 17-18 ára hjá GKG. Það náðist. Ég ætlaði að ná topp 3 á stigalista unglinga og það tókst líka. Svo var að ná forgjöfinni niður í tvo eitthvað og það tókst líka. Ég náði því öllum mínum markmiðum.“ Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers vegna? „Það er erfitt að gera upp á milli FCWT tour champ- ionship og Unglingaeinvígisins. FCWT var fyrsta stóra unglingamótið sem ég fór á erlendis og allt í kringum mótið var draumi líkast. Mótið fór fram á Palm Beach championships vellinum í Florida. Unglingaeinvígið var afslappaðasta mót sumarsins hjá mér. Fannst ég vera að spila bara fyrir mig í mót- inu. Svo má taka fram að þetta var eina unglingamót sumarsins þar sem ég var með caddie en það var góður vinur minn Bjarki Dagur Svanþórsson sem tók við pokanum hjá mér og var frábært að vera með hann með sér.“ Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar, getur þú lýst því? „Það var í sveitakeppni karla á Akranesi. Þar var ég staddur á 9. holu vallarins og var 4 metrum frá vatn- inu á 10. braut. Boltinn lá upp í móti halla og ég sá ekki flaggið fyrir klettinum vinstra megin. Ég ákvað að taka fimm járn og stilla upp fyrir framan flötina enda rúmlega 180 metrar í flaggið en þess má geta að það var lengst inná flötinni vinstra megin. Ég hitti boltann frábærlega og boltinn flaug og flaug og lenti hægra megin á flötinni og hoppaði til vinstri og end- aði rúmlega 2 metra frá holunni. Ég hef verið að velta mikið fyrir mér hvort gulu lukkubuxurnar hafa skipt einhverju máli þennan dag, enda sló ég boltann eins og engill allan hringinn.“ Hefur þú sett þér markmið fyrir næsta sumar, og hver eru þau? „Ég á hreinlega eftir að setja mér markmið fyrir næsta sumar en ég geri það með Úlfari Jónssyni í vetur. En það væri sterkur leikur hjá mér að halda mér í karlasveit GKG sem er einn besti hópur kylfinga á landinu.“ Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur Íslands 2008? „Að mínu mati er það Haraldur Franklín Magnús úr GR. Ég spilaði oft með honum í sumar og hann er frá- bær spilari alveg í gegn. Hann er góður félagsskapur á vellinum og er mjög afslappaður. Svo má líka nefna árangur hans í sumar: Íslandsmeistari unglinga 17 -18 ára og svo spilaði hann ótrúlegt golf í sveitakeppni unglinga og setti meðal annars vallarmet. Svo spilaði hann flott golf úti í Þýskalandi með kylfingum GR. Frá- bær drengur í alla staði og á fyllilega skilið að verða valinn efnilegasti kylfingur landsins.“ Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG: KLÚBBMEISTARI 17-18 ÁRA HJÁ GKG G O L F Á R I Ð 0 8 spurt & svarað Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl. sumar? „Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með sumar- ið og náði ekki því sem ég hafði stefnt að. Ætla mér að gera mun betur næsta sumar.“ Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers vegna? „Ég myndi segja að það hafi verið Faldo mótið á Skaganum, því að þar spilaði ég besta hringinn minn á árinu og endaði í 2. sæti.“ Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar, getur þú lýst því? „Það var í sveitakeppni kvenna þegar ég var að spila ásamt Ólafíu í tvímenningi fyrir GR gegn GKJ. Við vorum á 7. flöt og var boltinn 20 m frá holu. Það var mikið hliðarbrot og púttið var aðeins upp í móti. Eftir að hafa skoðað breikið vel lét ég bara vaða án þess að hugsa og ég setti boltann niður og það var æðisleg tilfinning. Því miður var þetta heldur seint á sumrinu, en þarna fann ég loksins púttin mín aftur.“ Hefur þú sett þér markmið fyrir næsta sumar, og hver eru þau? „ Já, þau eru fyrst og fremst að vinna í tækn- inni, lækka forgjöfina og standa mig vel fyrir GR. Svo eru auðvitað nokkur háleit markmið sem ég mun ekki láta nokkurn mann vita“. Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur Íslands 2008? „Það hafa margir sýnt hvað í þeim býr í sumar, og margir mjög efnilegir. Mér finnst erfitt að velja, en ég held að Guðrún Brá sé með þeim efnilegustu.“ Berglind Björnsdóttir, GR: Ætla mér að gera mun betur næsta sumar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.