Golf á Íslandi - 01.12.2008, Side 108
108 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl. sumar?
„Markmiðin mín voru að verða klúbbmeistari 17-18
ára hjá GKG. Það náðist. Ég ætlaði að ná topp 3 á
stigalista unglinga og það tókst líka. Svo var að ná
forgjöfinni niður í tvo eitthvað og það tókst líka. Ég
náði því öllum mínum markmiðum.“
Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers vegna?
„Það er erfitt að gera upp á milli FCWT tour champ-
ionship og Unglingaeinvígisins. FCWT var fyrsta stóra
unglingamótið sem ég fór á erlendis og allt í kringum
mótið var draumi líkast. Mótið fór fram á Palm Beach
championships vellinum í Florida.
Unglingaeinvígið var afslappaðasta mót sumarsins
hjá mér. Fannst ég vera að spila bara fyrir mig í mót-
inu. Svo má taka fram að þetta var eina unglingamót
sumarsins þar sem ég var með caddie en það var
góður vinur minn Bjarki Dagur Svanþórsson sem tók
við pokanum hjá mér og var frábært að vera með
hann með sér.“
Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar, getur þú
lýst því?
„Það var í sveitakeppni karla á Akranesi. Þar var ég
staddur á 9. holu vallarins og var 4 metrum frá vatn-
inu á 10. braut. Boltinn lá upp í móti halla og ég sá
ekki flaggið fyrir klettinum vinstra megin. Ég ákvað
að taka fimm járn og stilla upp fyrir framan flötina
enda rúmlega 180 metrar í flaggið en þess má geta
að það var lengst inná flötinni vinstra megin. Ég hitti
boltann frábærlega og boltinn flaug og flaug og lenti
hægra megin á flötinni og hoppaði til vinstri og end-
aði rúmlega 2 metra frá holunni. Ég hef verið að velta
mikið fyrir mér hvort gulu lukkubuxurnar hafa skipt
einhverju máli þennan dag, enda sló ég boltann eins
og engill allan hringinn.“
Hefur þú sett þér markmið fyrir næsta sumar, og
hver eru þau?
„Ég á hreinlega eftir að setja mér markmið fyrir
næsta sumar en ég geri það með Úlfari Jónssyni í
vetur. En það væri sterkur leikur hjá mér að halda
mér í karlasveit GKG sem er einn besti hópur kylfinga
á landinu.“
Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur Íslands
2008?
„Að mínu mati er það Haraldur Franklín Magnús úr
GR. Ég spilaði oft með honum í sumar og hann er frá-
bær spilari alveg í gegn. Hann er góður félagsskapur
á vellinum og er mjög afslappaður. Svo má líka nefna
árangur hans í sumar: Íslandsmeistari unglinga 17 -18
ára og svo spilaði hann ótrúlegt golf í sveitakeppni
unglinga og setti meðal annars vallarmet. Svo spilaði
hann flott golf úti í Þýskalandi með kylfingum GR. Frá-
bær drengur í alla staði og á fyllilega skilið að verða
valinn efnilegasti kylfingur landsins.“
Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG:
KLÚBBMEISTARI
17-18 ÁRA HJÁ GKG
G O L F Á R I Ð 0 8 spurt & svarað
Náðir þú þínum markmiðum í golfinu sl.
sumar?
„Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með sumar-
ið og náði ekki því sem ég hafði stefnt að. Ætla
mér að gera mun betur næsta sumar.“
Hvað er eftirminnilegasta mótið, og hvers
vegna?
„Ég myndi segja að það hafi verið Faldo mótið á
Skaganum, því að þar spilaði ég besta hringinn
minn á árinu og endaði í 2. sæti.“
Hvert er eftirminnilegasta höggið í sumar,
getur þú lýst því?
„Það var í sveitakeppni kvenna þegar ég var að
spila ásamt Ólafíu í tvímenningi fyrir GR gegn
GKJ. Við vorum á 7. flöt og var boltinn 20 m frá
holu. Það var mikið hliðarbrot og púttið var
aðeins upp í móti. Eftir að hafa skoðað breikið
vel lét ég bara vaða án þess að hugsa og ég setti
boltann niður og það var æðisleg tilfinning.
Því miður var þetta heldur seint á sumrinu, en
þarna fann ég loksins púttin mín aftur.“
Hefur þú sett þér markmið fyrir næsta sumar,
og hver eru þau?
„ Já, þau eru fyrst og fremst að vinna í tækn-
inni, lækka forgjöfina og standa mig vel fyrir GR.
Svo eru auðvitað nokkur háleit markmið sem ég
mun ekki láta nokkurn mann vita“.
Hver er að þínu mati efnilegasti kylfingur
Íslands 2008?
„Það hafa margir sýnt hvað í þeim býr í sumar,
og margir mjög efnilegir. Mér finnst erfitt að
velja, en ég held að Guðrún Brá sé með þeim
efnilegustu.“
Berglind Björnsdóttir, GR:
Ætla mér að
gera mun betur
næsta sumar