Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 8

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Side 8
Í flestum golfkúbbum landsins tíðkast að kylfingar, sem náð hafa vissum aldri, fái afslátt af árgjaldi sínu. Nemur afslátturinn í mörgum tilvikum 20-25% af fullu gjaldi. Slík afsláttarkjör eru góðra gjalda verð og skýrast m.a. annars af því að golfkúbbar vilja verðlauna þá félagsmenn sem lengi hafa verið hluti af klúbbnum. En með hækkandi meðalaldri er hætt við því að tekjur golfklúbba dragist saman í framtíðinni, að öðru óbreyttu, þar sem fullborgandi félagsmönnum fer fækkandi. Við þeirri þróun er mikilvægt að bregðast. Eðlilegast er að byrja á hinum endanum, þ.e. hjá yngstu kylfing­ unum. Golfklúbbar landsins hafa undanfarin ár stundað öflugt barna- og unglingastarf sem hefur skilað sér í töluverðri aukningu kylfinga yngri en 16 ára. Árið 2008 voru 1.372 kylfingar undir 16 ára skráðir í golfklúbba á meðan fjöldinn var kominn í 1.727 árið 2015. Þetta gerir 26% fjölgun kylfinga í aldurshópnum á aðeins sjö árum! Það verður að teljast góður árangur og markmið golfhreyfingarinnar hlýtur að felast í því að halda áfram á sömu braut og ekki síður að halda í þá ungu kylfinga sem þegar eru skráðir. Mikið brottfall unglinga á menntaskólaaldri er staðreynd í íslensku golfi og það sama á við um aðrar íþróttagreinar. Það er að mörgu leyti skiljanlegt þar sem alls konar ný viðfangsefni taka við hjá þessum aldurshópi. Það jákvæða er hins vegar að margir eiga afturkvæmt á golfvöllinn síðar á lífsleiðinni og þar stendur golfíþróttin öðrum íþróttum ef til vill framar. Kylfingar framtíðarinnar eru þeir sem enn eru ekki farnir að leika golf ásamt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Golfíþróttin á mikið undir því að börn og unglingar hrífist af íþróttinni og gildum hennar. Þess vegna langar mig til þess að hvetja ykkur, lesendur góðir, til að taka sérstaklega vel á móti þessum kylfingum á golfvöllum landsins. Þeim kunna að fylgja aðeins meiri læti en þið eigið að venjast og þeir hafa enn ekki lært allar reglurnar og siðina en það gerir ekkert til. Golf á að vera skemmtilegt og börn verða að fá að vera börn – hvort sem það er á golfvellinum eða annars staðar. Virðingarfyllst, Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands Íslenska þjóðin er að eldast. Á síðustu 20 árum hefur meðal­ aldur Íslendinga hækkað um fjögur ár og á sama tíma fjölgar þeim sem lifa lengi. Þótt það sé vissulega jákvætt að lífsgæði Íslendinga aukist og lífaldur hækki þá má golfhreyfingin vera á varðbergi gagnvart hækkun meðalaldurs, enda má heimfæra þróunina yfir á íslenska kylfinga. Hvað ungur nemur, gamall temur 8 GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.