Golf á Íslandi - 01.06.2016, Síða 81

Golf á Íslandi - 01.06.2016, Síða 81
innanhússaðstöðu þar sem þeir geta slegið, púttað og vippað. Það er mikilvægt því til að ná árangri verða kylfingar að geta æft allt árið um kring. Ég bý í Skotlandi og það er ekkert svona til þar. Það er augljóslega verið að leggja mikið á sig til að þetta gangi upp.“ Það er ekki aðeins aðstaða fyrir afreks­ kylfinga sem heillar Rafferty, heldur eru íslenskir áhugakylfingar öfundsverðir, samanber fjölda golfvalla á Íslandi miðað við fólksfjölda. „Ég hefði haldið að vellirnir væru 15 eða 16 talsins, ekki 65. Það er líka mjög jákvætt að hér eru margir níu holu golfvellir því það eru kröfur um að golf gangi hraðar fyrir sig. Tíminn er mjög stór þáttur í þessu. Sú staðreynd að hér eru 65 golfvellir og fólk getur í flestum tilfellum bara mætt og spilað er algjörlega frábært. Aðstaðan er til staðar nánast úti í vegarkanti, það þarf ekki að leita hana uppi. Það þarf bara að mæta, spila níu holur sem tekur um það bil einn og hálfan tíma.“ Seve Ballesteros er eftirminnilegasti kylfingurinn sem Rafferty hefur leikið með. Mynd/Golfsupport Rafferty segist hafa notið þeirrar blessunar að hafa spilað með mörgum af helstu goðsögnum golfsins. Hann var fljótur til svars þegar hann var spurður hver var sá eftirminnilegasti og ekki laust við að það kæmi blik í augu hans. „Því miður er Seve ekki lengur á meðal vor. Ungir kylfingar í dag gætu lært svo mikið af honum en þekkja hann kannski bara á myndum. Hann var algjörlega stórkostlegur og hafði gríðarlegt ímyndunarafl á vellinum. Það var tignarlegt að horfa á hann spila þegar hann var upp á sitt besta. Hann hafði reisn, hann sló frábær högg og ég man þegar hann sigraði á Opna breska á Lytham öðru sinni, þá sló hann 65 högg á lokahringnum og lét það líta út fyrir að vera auðvelt. Seve upp á sitt besta er trúlega með því magnaðasta sem maður sér í golfi.“ Seve var tignarlegur Ekki hægt að búa sig undir upphafshöggið í Ryder-bikarnum „Ryder-bikarinn er algjörlega einstakur,“ svarar Rafferty þegar hann er spurður út í hápunkt ferilsins. Hann komst í Evrópuliðið eftir frábæra frammistöðu á Evrópumótaröðinni 1989 og spilaði með goðsögnum á borð við Seve Ballesteros, Nick Faldo, José Maria Olazábal og Bernhard Langer. Keppnin, sem fór fram á Belfry, var æsispennandi og endaði 14:14 en Evrópu liðið hélt titlinum þar sem það hafði unnið keppnina áður. „Maður nýtur þess kannski ekki á meðan á leik stendur því keppnin tekur verulega á taugarnar. Þetta er ekki eins og á venjulegu golfmóti þar sem kylfingar eru dreifðir um allan völl og athyglin víða. Það eru kannski fjórir leikir í gangi á vellinum og 55 þúsund manns sem elta mann á röndum. Það er ekki hægt að búa sig undir að slá upphafshöggið á fyrsta teig. Maður stendur yfir boltanum, verður að hitta brautina og veit að það eru milljónir manna í 147 löndum sem fylgjast með öllu sem maður gerir. Ég hef verið mjög heppinn á ferlinum, unnið mörg mót og verið í forystu á Opna breska þegar níu holur voru eftir, en það jafnast ekkert á við Ryder-bikarinn.“ ALICANTE GOLF HAUSTFERÐIR GOLFSKÁLANS TIL Golfskálinn býður upp á fjölmargar og fjölbreytilegar golfferðir til Alicante Golf á Spáni sem fjöldi íslendinga þekkir, enda verið vinsæll golf áfangastaður íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin ár. Meðal golfferða sem við bjóðum upp á til Alicante Golf fyrir utan þessar almennu golfferðir eru ferðir fyrir heldri kylfinga (65 ára og eldri), golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna og Golfgleðin sem hefur notið vinsælda undanfarin ár, (áður kölluð Golfskálaferð). Við bendum sérstaklega á 4 og 5 nátta ferðirnar okkar sem er nýbreytni í skipulögðum golfferðum til Spánar, (verð frá 129.900 kr.). Þetta eru ferðir sem henta þeim sem vilja taka langa golfhelgi á góðu verði. Fjögurra nátta ferð gefur möguleika á allt að 7-8 golfhringjum og fimm nátta ferð gefur möguleika á allt að 9-10 golfhringjum, (í sól og stuttbuxum). Við viljum þó ítreka að ef uppsettar dagsetningar og lengd ferða henta ekki þá erum við alltaf tilbúnir að sérsníða ferðir eftir þörfum hvers og eins. Nánari upplýsingar og bókanir í ferðirnar okkar á golfskalinn.is 82 GOLF.IS - Golf á Íslandi Þetta er ekki það golf sem ég þekkti fyrir 30 árum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.