Golf á Íslandi - 01.06.2016, Blaðsíða 107
Þú færð golfkortið
og nestið hjá okkur
á leiðinni á völlinn
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hluti af góðri sveiflu
Ekki aðeins ætlað betri
kylfingum
Það eru margir kylfingar sem telja að
sérsmíðaðar kylfur séu aðeins ætlaðar
betri kylfingum en það er langt frá því að
vera rétt. Birgir Vestmar leggur áherslu
á að byrjendur njóti þess mest að fá rétta
útbúnaðinn frá upphafi.
„Það er algengur misskilningur og „mýta“ að
þeir sem teljast vera lakari í golfíþróttinni
eigi ekkert erindi til okkar í þessu fagi. Þessu
er í raun öfugt farið. Ég get hjálpað slakari
kylfingunum miklu meira með sérsmíði.
Þeir sem eru lengra komnir í golfi ná oft
að bæta upp og laga sig að kylfunum sem
henta þeim ekki á meðan byrjendur og
háforgjafarkylfingar lenda í miklum vand
ræðum sem þeim gengur illa að vinna úr.
Sem dæmi má nefna að betri kylfingar ná
oft að laga sig að kylfunni og fara að loka
aðeins kylfuhaus sem er opinn.
Það algengasta sem ég rekst á er að
dræverarnir eru of langir og of léttir. Legan
á kylfuhausnum í járnasettinu getur einnig
verið óhentug fyrir kylfinginn. Sumir eru
með járn sem virka eins og öll högg séu
slegin þannig að boltinn sé fyrir ofan fætur.
Það fer allt í sveig til vinstri eða hægri af
því að kylfuhausinn er ekki réttur fyrir
viðkomandi,“ segir Birgir.
Bestu kylfingar heims með styttri dræver
Hann bendir á tölfræði frá PGA og víðar þar sem fram kemur að bestu kylfingar
heims noti flestir drævera sem er búið að stytta um eina tommu og þyngja
sköftin.
„Meðallengd á dræver út úr búð er 45,5 tommur en á PGA mótaröðinin er
meðallengdin 44,5 tommur. Það fer ekki eftir því hvort þú ert hávaxinn eða
lágvaxinn. Það sem skiptir máli er hvenær þú hittir boltann á miðjuna á kylfu
hausnum. Bubba Watson frá Bandaríkunum er með 44,5 tommur, Sergio Garcia
frá Spáni er með 43,75 tommur, Tiger Woods var árið 2001 með 43,5 tommu
lengd á skaftinu.“
Birgir Vestmar segir að margir noti 3-tré í teighöggunum og ein skýringin er
sú að sú kylfa er um 43 tommur að lengd. „Ég held að það hafi allir heyrt af
kylfingum sem ráða ekki við dræverinn en nota 3-tréð í staðinn í teighöggin.
Þrátt fyrir að dræverinn sé með mun stærri höggflöt. Þegar ég skoða
dræverinn hjá þessum kylfingum er skaftið oftast of langt og alltof létt. Það
verður til þess að vondu höggin verða alveg skelfileg en þessu er hægt að
breyta með mælingum og réttum upplýsingum.“
Sem dæmi má nefna að kylfa sem er gerð 25 gr léttari skilar einni mílu í
auknum sveifluhraða og sú aukning skilar tveimur metrum í högglengd. Birgir
er á þeirri skoðun að þyngra og styttra skaft sé betri lausn fyrir flesta kylfinga,
nákvæmnin verður mun meiri, vondu höggin verða mun betri og högglengdin
verður jafnvel meiri.
Þetta er undratækið Flight Scope sem gefur
upplýsingar sem eru hárnákvæmar.
Mynd/seth@golf
Birgir gerir ýmsar mælingar á viðskiptavinum
sínum og hér mælir hann handleggina á Pálma.
Mynd/seth@golf.is
Hér límir Birgir límmiða á kylfuhausinn
og þá er hægt að sjá hvernig boltinn
hittir á höggflötinn. Mynd/seth@golf.is
Pálmi hitti bara alls ekki á rétta
staðinn í þessu höggi og það sér
greinilega. Mynd/seth@golf.is
Birgir Vestmar notar nýjustu tækni
til þess að ná fram réttu kylfunni fyrir
viðskiptavini sína. Mynd/seth@golf.is
108 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Skil ekki afhverju ég fór ekki fyrr“