Golf á Íslandi - 01.06.2016, Page 124
1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (71-67-71-66) 275 högg (-9)
2. Gísli Sveinbergsson, GK (72-65-73-70) 280 högg (-4)
3.- 4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (69-70-70-72) 280 högg (-3)
3.- 4. Andri Þór Björnsson, GR (71-70-68-72) 281 högg (-3)
5. Rúnar Arnórsson, GK (70-75-71-72) 288 högg (+4)
6.- 7. Aron Snær Júlíusson, GKG (75-71-72-72) 290 högg (+6)
6.- 7. Theodór Emil Karlsson, GM (69-78-71-72) 290 högg (+6)
8.- 9. Björn Óskar Guðjónsson, GM (73-73-74-71) 291 högg (+7)
8.- 9. Henning Darri Þórðarson, GK (75-71-75-70) 291 högg (+7)
10. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (79-72-68-76) 295 högg (+11)
11. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (76-73-77-71) 297 högg (+13)
12. Hlynur Bergsson, GKG (78-76-72-72) 298 högg (+14)
Patrekur Nordquist Ragnarsson (GR), Kristófer Orri Þórðarson (GKG) og
Benedikt Sveinsson (GK) náðu ekki að ljúka keppni vegna meiðsla og veikinda.
COSTA NAVARINO
GRIKKLAND
Fimm stjörnu lúxus golfferð. Tveir
glæsilegir golfvellir, lúxus hótel og spa,
veislufæði og íslensk fararstjórn.
BÓKAÐU NÚNA!
ICEGOLFTRAVEL.IS
á EM í Lúxemborg í júlí. Það sem hefur
breyst hjá mér að undanförnu er að
æfingarnar eru að skila sér og þá sérstaklega
púttin. Ég geri færri mistök og fleiri löng
pútt detta ofan í holuna,“ sagði Egill
Ragnar en hann mun halda utan til náms
í Bandaríkjunum í haust. „Þetta ár verður
eftirminnilegt, það er öruggt,“ bætti Egill
við en hann verður nemandi í Georgia
State University í Atlanta á næsta skólaári.
A-landslið karla leikur í 2. deild á
Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana
6.-9. júlí.
Landsliðsþjálfararnir velja síðan fimm
leikmenn til viðbótar og verður valið
tilkynnt eftir KPMG-bikarinn, Íslandsmótið
í holukeppni.
„Þetta er rosalega vel gert og við höfum
verið að bíða eftir því að Egill brjóti ísinn
og blómstri. Hann valdi svo sannarlega rétta
mótið. Þetta er það sem við þurfum því Egill
er góð fyrirmynd, það er oft stutt á milli
þess að vera um miðjan hóp eða berjast við
þá bestu. Þessi úrslit ættu að gefa öðrum
kylfingum, sem hafa verið á sama stað og
Egill, byr undir báða vængi. Það er allt hægt
með mikilli vinnu og samviskusemi,“ sagði
Birgir Leifur aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Séð yfir 5. brautina á Korpunni .
125GOLF.IS