Golf á Íslandi - 01.06.2016, Síða 140
Golfskálinn
býður upp á
úrval af græjum
sem hjálpa þér
með kylfuvalið
Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda
stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum.
Pargate mælarnir frá Svíþjóð hafa verið í sölu
hjá Golfskálanum frá opnun verslunarinnar og í
Pargate fæst mikið fyrir peninginn. Tom Tom úrin
eru að okkar mati með því allra flottasta og besta
í GPS úrum.
FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR
Nánari upplýsingar um úrval
og verð á golfskalinn.is
eru krefjandi. Spennan magnast og nær
hámarki þegar komið er á 18. teig. Átjánda
brautin á Brabazon er án efa ein af flottustu
lokaholum í heiminum og nokkrum
sinnum hafa úrslit ráðist á Ryder-bikarnum
á þessari mögnuðu braut. Hver man t.d.
ekki eftir lokapútti Írans Pauls McGinley á
Rydernum 2002 og púttinu hjá Skotanum
Sam Torrance þegar Evrópa vann bikarinn
í fyrsta sinn árið 1985? Svo var það höggið
með 2-járni inn á flöt hjá Íranum Christie
O’Connor yngri. Þegar maður stendur á 18.
teig er ekki hjá því komist að rifja upp slík
atvik og komast sjálfur í smá Ryder-gír. Ekki
skemmir ef maður er í holukeppni og staðan
jöfn. Já, þetta er einstök golfbraut sem
krefst þess að kylfingar geri sitt besta, slái
gott upphafshögg inn á braut í hundslöpp
og síðan bíður erfitt högg inn á flöt.
Vatnstorfærur og fleiri hindranir blasa við.
Hvað sem gerist, þá er upplifunin einstök.
Á Belfry er er mjög fín æfingaaðstaða
þar sem hægt er að æfa öll högg. Þá er á
svæðinu glæsileg gisting en stutt er síðan
endurbótum lauk á svæðinu. Þar eru yfir
300 herbergi, þrír veitingastaðir, barir,
klúbbhús, heilsulind og líkamsrækt og meira
að segja næturklúbbur. Þá er mjög vegleg
golfverslun á staðnum. Það er í sjálfu sér
ekkert skrýtið að þetta sé vinsæll staður
enda algjör paradís fyrir kylfinga.
Mikið bókað í haust
„Belfry hefur gengið gríðarlega vel í vor og
það mun halda áfram því nú þegar er mikið
bókað í haust. Ástæðan fyrir vinsældum
staðarins, fyrir utan augljós gæði, er að
ferðalagið er sérstaklega þægilegt; beint
flug til Birmingham og stuttur akstur frá
flugvelli ásamt því að allir pakkarnir okkar
innihalda ótakmarkað golf. Vellirnir eru
virkilega flottir, Brabazon er frægasti Ryder-
völllur sögunnar, PGA-völlurinn er mjög
skemmtilegur strandvöllur með 70 glompum
og stórum flötum með miklu landslagi.
Derby-völlurinn er mjög skemmtilegur
fyrsta dags völlur. Ég hef heyrt í fjölmörgum
kylfingum sem hafa farið til Belfry í vor
og það eru margir sammála því að þetta sé
þeirra langbesta golfferð til þessa,“ segir
Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB-ferðum.
Fimmtánda á Brabazon er löng par 5 hola
og er umgjörðin glæsileg eins og sjá má.
Hér sést inn á tíundu flötina á Brabazon,
hluti vatnstorfærunnar og kylfingar á flötinni.
141GOLF.IS