Golf á Íslandi - 01.06.2016, Qupperneq 141
DeChambeau er einn áhugaverðasti kylfingur heims og það er ekki aðeins
Ben Hogan derhúfan sem vekur athygli. DeChambeau stundaði nám í
eðlisfræði og hann nýtir sér ýmsa tækni sem aðrir kylfingar láta sér ekki
detta í hug að nota.
Þar ber hæst að allar járnakylfur DeChambeau eru jafnlangar, 37,5 tommur,
sem samsvarar lengd á venjulegu 7-járni.
DeChambeau og þjálfari hans í háskóla
liðinu hönnuðu fyrstu útgáfuna af þessum
kylfum. Þeir fengu síðar aðstoð frá Taylor
Made fyrirtækinu en hlutirnir fóru ekki
að ganga fyrr en Dave Edel frá Edel Golf
kom til sögunnar. Edel hannaði fullkomið
sett fyrir DeChambeau sem hann notaði
á lokaári sínu í háskóla. Þar sigraði hann
á NCAA háskólamótinu og bandaríska
áhugamannamótinu. Það hafa aðeins fjórir
aðrir kylfingar gert: Jack Nicklaus, Tiger
Woods, Phil Mickelson og Ryan Moore.
Prófar sjálfur
golfboltana
Bryson DeChambeau notar ákveðna
aðferð til þess að ganga úr skugga um að
golfboltarnir sem hann notar í keppni séu
fullkomnir. Hann blandar saman vatni og
saltupplausn (epsom) og lætur boltana ofan
í upplausnina til þess að sjá hvort boltarnir
séu fullkomlega lagaðir og snúist rétt um
miðju sína.
– Eðlisfræðingurinn með Ben Hogan
derhúfuna fer sínar eigin leiðir
Bandaríski kylfingurinn
Bryson DeChambeau,
sem tvívegis hefur
sigrað á bandaríska
áhugamannamótinu
U.S. Amateur, gerðist
atvinnukylfingur á RBC
Heritage mótinu eftir
Masters-mótið.
Bryson DeChambeau er
einstakur kylfingur sem vekur
athygli hvar sem hann er.
DeChambeau hefur nefnt allar kylfurnar í pokanum.
3-járnið, 20 gráður: „Gamma“ - þriðji
bókstafurinn í gríska stafrófinu.
5-járnið: „Azalea.“
6-járnið: „Juniper“ sem er sjötta holan
á Augusta-vellinum.
7-járnið, 34 gráður: „Tin Cup“ nefnt
eftir uppáhaldsjárni kylfingsins úr
myndinni Tin Cup.
8-járnið: „Áttan“ og er vísað í svörtu
kúluna í pool-íþróttinni.
9-járnið, 42 gráður: „Jackie“ Robinson
var ávallt númer 42 í hafnaboltanum.
Fleygjárn, 46 gráður: „Herman
Keiser“ sigraði á Masters árið 1946.
Fleygjárn, 50 gráður: „Jimmy
Demaret“ sigraði á Masters 1950.
Fleygjárn, 55 gráður: „Mr. Ward,“
nefnt eftir Harvoe Ward áhugakylfingi
sem sigraði á Masters árið 1955.
Fleygjárn, 60 gráður: „Kóngurinn,“
nefnt eftir Arnold Palmer sem sigraði
á Masters árið 1960.
Bryson DeChambeau
er einstakur
Í HVAÐA LIT
VERSLAR ÞÚ?
www.netto.is
Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
m
ar
kh
ön
nu
n
eh
f
142 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Bryson DeChambeau er einstakur