Golf á Íslandi - 01.10.2016, Blaðsíða 34
sjá hversu margir eru að skila inn góðum
skorum á þessu móti,“ sagði Birgir Leifur
Hafþórsson eftir sigurinn.
Alls léku 12 kylfingar í karlaflokki undir
pari vallar samtals og er þetta í fyrsta sinn
í sögunni sem það gerist. Mótsmetið er -12
en það setti Þórður Rafn Gissurarson úr
GR í fyrra þegar hann fagnaði sínum fyrsta
Íslandsmeistaratitli á Garðavelli á Akranesi.
Fjórir kylfingar voru í efsta sæti Íslands
mótsins á þremur fyrstu keppnisdögunum.
Aron Snær Júlíusson (GKG) -4 var efstur
eftir 1. hringinn, Axel Bóasson (GK)
-4 var efstur þegar keppnin var hálfnuð.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og
Bjarki Pétursson
(GB) voru jafnir
í efsta sæti fyrir
lokahringinn
á -7 samtals en
Bjarki setti vallarmet
á þriðja hringnum þar sem hann lék á 65
höggum (-6)
Mikill fjöldi áhorfenda var á Jaðarsvelli
á lokahringnum og nýttu sér frábæra
þjónustu Golfklúbbs Akureyrar. Þráðlaust
netsamband var á vellinum og gátu áhorf
endur fylgst með beinni útsendingu á RÚV
og lifandi skori á golf.is þegar spennan náði
hámarki.
Birgir Leifur deildi áður metinu yfir fjölda
titla með Úlfari Jónssyni og Björgvini
Þorsteinssyni en þeir höfðu allir sigrað sex
sinnum. Birgir Leifur á nú einn metið yfir
fjölda titla en hann hefur sigrað alls sjö
sinnum. Hann sigraði í fyrsta sinn árið 1996
þegar hann keppti fyrir Golfklúbbinn Leyni,
hann hefur sex sinnum sigrað sem félagi
í GKG, 2003, 2004, 2010, 2013, 2014 og
2016. Þetta er sjöundi Íslandsmeistaratitill
GKG frá upphafi í karlaflokki en Sigmundur
Einar Másson varð Íslandsmeistari árið
2006.
vodafone.is
ONE Traveller passar
þér vel í útlöndum
Fyrir 690 kr. daggjald færðu ótakmarkaðar
mínútur og SMS, 500 MB gagnamagn á dag og
getur notað 4G reiki í meira en 30 löndum
víðsvegar um heiminn. Vertu áhyggjulaus í
snjallsímanum á ferðalögum þínum erlendis.
Komdu í Vodafone ONE og
njóttu ávinnings í hverju skrefi
Vodafone
Við tengjum þigSvo nálægt því: Bjarki Pétursson trúir
varla sínum eigin augum þegar hann
horfði á boltann sveigja framhjá holunni
fyrir fugli á lokaholunni. Mynd/seth@golf.is
Næstum því: Axel Bóasson
fékk gott færi á 17. flöt til
þess að komast í -8 en það
tókst ekki og hann var að
vonum svekktur.
Mynd/seth@golf.is
Koma svo: Birgir Leifur
talaði við boltann
sem var nálægt því
að fara ofaní á 18. holu
á lokahringnum fyrir
fugli. Mynd/seth@golf.is
Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki, par 71:
1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70-71-66) 276 högg -8
2. Axel Bóasson, GK (71-67-69-70) 277 högg -7
3. Bjarki Pétursson, GB (72-69-65-71) 277 högg -7
4.-5. Rúnar Arnórsson, GK (72-67-72-67) 278 högg -6
4.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71-69-67) 278 högg -6
6.-7. Gísli Sveinbergsson, GK (72-67-72-68) 279 högg -5
6.-7. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73-67-72) 279 högg -5
8. Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71-67-71) 280 högg -4
9.-10. Andri Már Óskarsson, GHR (73-67-68-73) 281 högg -3
9.-10. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-66-75) 281 högg -3
11.-12. Andri Þór Björnsson, GR (72-73-67-70) 282 högg -2
11.-12. Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72-69-71) 282 högg -2
34 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Íslandsmótið í golfi 2016