Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 119
Brittany Lang fagnaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í
kvennaflokki í júlí s.l. Sigur Lang var óvæntur þar sem hún hafði aðeins
sigrað á einu atvinnumóti á tæplega tíu ára atvinnuferli. Þetta var í 71.
sinn sem þetta sögufræga mót fór fram. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr
GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni reyndu báðar að komast í gegnum
úrtökumót fyrir þetta mót en þær komust ekki áfram og þurfa því að bíða í
ár eftir næsta tækifæri.
Lokahringurinn var eftirminnilegur þar sem
dómaraúrskurður varð til þess að sænski
kylfingurinn Anna Nordqvist fékk dæmd
á sig tvö vítishögg á CordeValle-vellinum
þegar mest á reyndi. Lang og Nordqvist
voru jafnar eftir 54 holur og fóru því í
þriggja holu umspil um sigurinn.
Á 17. braut, sem var önnnur brautin af alls
þremur í umspilinu, kom upp atvik sem
breytti gangi mála. Þar snerti Nordqvist
sandinn í brautarglompu í aftursveiflunni
áður en hún sló boltann úr glompunni.
Eftir að dómarar höfðu skoðað atvikið í
endursýningu í sjónvarpi fékk sú sænska
dæmd á sig tvö vítishögg. Þær voru á þeim
tíma jafnar, á parinu eftir tvær holur, og
Nordquist var því úr leik í baráttunni um
sigurinn. Ungstirnið Lydia Ko frá Nýja-
Sjálandi var með í baráttunni um sigurinn
og endaði í 3.-6. sæti, tveimur höggum á
eftir Lang og Nordquist.
Lang lék með háskólaliði Duke um
tveggja ára skeið áður en hún gerðist
atvinnukylfingur árið 2005. Hún hafði
aðeins sigrað á einu atvinnumóti áður en
hún landaði sínum fyrsta risatitli. Besti
árangur hennar á risamóti var annað sætið
á Opna breska meistaramótinu árið 2011.
Risamótin í kvennaflokki eru alls fimm á
hverju ári en í karlaflokki eru risamótin
fjögur. Í kvennaflokki eru eftirfarandi
risamót á dagskrá árlega: ANA Inspiration,
PGA-meistaramótið, Opna bandaríska,
Opna breska og Evian meistaramótið.
– fékk 97 milljónir kr. í verðlaunfé fyrir
sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu
Lokastaðan:
1. Brittany Lang, Bandaríkin
(68-75-68-71) 282 högg −6
(97 milljónir kr. í verðlaunafé)
2. Anna Nordqvist, Svíþjóð
(68-74-73-67) 282 högg −6
(58 milljónir kr.í verðlaunafé)
3.-6. Ji Eun-hee, Suður-Kórea
(69-71-70-74) 284 högg −4
(25 milljónir kr. í verðlaunafé)
3.-6. Lydia Ko, Nýja-Sjáland
(73-66-70-75) 284 högg -4
(25 milljónir kr. í verðlaunafé)
3.-6. Park Sung-hyun, Suður-Kórea
(70-66-74-74) 284 högg -4
(25 milljónir kr. í verðlaunafé)
3.-6. Amy Yang, Suður-Kórae
(67-71-73-73) 284 högg -4
(25 milljónir kr. í verðlaunafé)
Flugfélag Íslands mælir með því að hrista upp í
tilverunni og fara út úr bænum í nýtt landslag.
Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar
ferðir bæði fyrir hópa og einstaklinga.
Skelltu þér í spennandi ævintýraferð
og upplifðu nýja hluti.
BURT ÚR BÆNUM
FRÁBÆR FERÐATILBOÐ INNANLANDS OG LÍKA TIL FÆREYJA
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 570 3075 EÐA Á HOPADEILD@FLUGFELAG.IS
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/F
LU
8
09
48
0
8/
16
120 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Fyrsti sigur Lang á risamóti