Golf á Íslandi - 01.10.2016, Blaðsíða 127

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Blaðsíða 127
Gaman að spila með þeim bestu Aron var ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu á Akureyri á Eimskipsmótaröðinni. Hann tók þátt í þriðja sinn á ferlinum. „Markmiðin á Íslandsmótinu hafa breyst frá ári til árs, 2014 var markmiðið að klára niðurskurðinn sem tókst og 2015 var það topp 30. Í ár fannst mér ég vera í fínu formi og stefndi að topp 10 og var ekki langt frá því, lenti í 11. sæti. Það var mjög gaman og mjög lærdómsríkt að leika með tveimur af bestu kylfingum landsins á Akureyri. Ég spilaði með Þórði Rafni Gissurarsyni á þriðja og fjórða keppnisdegi. Satt best að segja var ég mjög stressaður að spila með Íslandsmeistaranum, fékk skolla á tveimur fyrstu holunum áður en ég róaðist og spilað síðan 4 undir pari það sem eftir var. Á lokadeginum var ég mun afslappaðri þrátt fyrir að vera í ráshóp með Birgi Leifi Hafþórssyni og Þórði Rafni. Ég þakka Birgi Leifi fyrir það. Biggi Leifur var svo sallarólegur og yfirvegaður að maður hafði á tilfinningunni að maður væri bara að spila æfingahring með vinum sínum en ekki lokahring á Íslandsmótinu. Það var virkilega gaman að spila með þeim báðum, þeir spiluðu frábært golf. Biggi spilaði á 5 höggum undir pari, tapaði ekki einu einasta höggi og vann síðan titilinn sem gerði þetta enn skemmtilegra. Ég verð með á Íslandsmótinu í Keili á næsta ári ef ekkert óvænt kemur upp á.“ Aron segir að upplifunin af Íslandsmótinu hafi verið góð og umgjörðin sé í takt við það sem gerist á alvöru atvinnumannamóti. „Það er mjög skemmtilegt og góð reynsla að spila á Íslandsmótinu. Öll umgjörðin er fagmannleg og eins og á alvöru atvinnumannamóti með kynni á teig, sjónvarpsútsendingu o.fl. Að slá högg með sjónvarpsmyndavél á sér er sérstök upplifun og reynsla sem maður fær ekki á öðrum mótum fyrr en maður kemst á Evrópumótaröðina. Þetta mót er þannig frábært mót fyrir unga kylfinga eins og mig. Maður verður að þora að spila sitt golf fyrir framan fjölda áhorfenda og myndatökuvélar, nokkuð sem maður gerir ekki á öðrum mótum,“ sagði Aron Bjarki Bergsson. Aron Bjarki Bergsson byrjaði ekki af krafti í golfi fyrr en hann var 19 ára gamall. Mynd/seth@golf.is Aron Bjarki Bergsson horfir hér á eftir upphafshögginu á 10. teig á lokahringnum. Mynd/seth@golf.is 128 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skemmtileg og góð reynsla“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.