Golf á Íslandi - 01.10.2016, Blaðsíða 117
upphafshögg, ógleymanleg járnahögg og
settu boltann við flaggið eða ofan í holu úr
ótrúlegustu færum.
Á fjórtán fyrstu holunum munaði
aldrei meira en einu höggi á Stenson
og Mickelson og spennan var gríðarlega
samhliða frábærum tilþrifum þeirra beggja.
Stenson fékk þrjá fugla í röð á 14., 15., og
16. braut. Mickelson náði ekki að svara
nema einu sinni með fugli og Stenson leit
aldrei um öxl.
Stenson lék á 63 höggum þegar mest á
reyndi, sem er jöfnun á mótsmeti, en þetta
er aðeins í 29. sinn sem keppandi leikur
á 63 höggum á risamóti. Aðeins Johnny
Miller frá Bandaríkjunum hefur leikið á
63 höggum á lokahring á risamóti en það
gerði hann árið 1973 á Opna bandaríska
meistaramótinu.
Fyrsti kylfingurinn frá
Norðurlöndum sem sigrar
á risamóti
Mickelson gerði engin mistök og tapaði ekki
höggi. Hann lék á sex höggum undir pari
eða 65 höggum. Hinn fertugi Svíi Henrik
Stenson brautinn þar með ísinn. Hann er
fyrsti Svíinn sem sigrar á risamóti í golfi í
karlaflokki og er fyrsti Norðurlandabúinn
sem nær þeim merka áfanga í karlaflokki.
Phil Mickelson varð að sætta sig við að
enda í öðru sæti á risamóti í ellefta sinn á
ferlinum, sem er met.
„Ég fékk á tilfinninguna að þetta yrði mótið
mitt. Við náðum báðir að komast langt fram
úr keppinautum okkar og við lékum báðir
frábært golf á lokahringnum. Þessi sigur
verður mun eftirminnilegri þar sem einvígið
var gegn frábærum keppnismanni á borð við
Phil Mickelson. Hann er einn sá allra besti
sem hefur leikið golfíþróttina,“ sagði Henrik
Stenson eftir verðlaunafhendinguna þar
sem hann fékk Claret Jug verðlaunagripinn
í hendur.
Henrik Stenson byrjaði frekar seint að spila
golf, 12 ára gamall, í Gautaborg þar sem
hann ólst upp. Hann er örvhentur en hefur
ávallt leikið með golfkylfum fyrir rétthenta.
Hann var kominn með 5 í forgjöf þegar
hann var 15 ára gamall.
Stenson gerðist atvinnukylfingur árið
1999 og árið eftir varð hann efstur á
peningalistanum á Áskorendamótaröðinni
(Challenge Tour). Árið 2001 komst
hann inn á Evrópumótaröðina og á því
ári fagnaði hann fyrsta sigri sínum á
Evrópumótaröðinni.
Staðreyndir
Nafn: Henrik Olof Stenson.
Fæddur: 5. apríl 1976 (40 ára) í
Gautaborg í Svíþjóð.
Hæð: 1.88 m.
Þyngd: 86 kg.
Atvinnumaður frá árinu 1998, hefur
leikið á Evrópumótaröðinni frá árinu
2001 og PGA-mótaröðinni frá árinu
2007.
Sigrar á atvinnumótum: 19.
PGA-mótaröðin: 5.
Evrópumótaröðin: 11.
Asíumótaröðin: 1.
Sunshine-mótaröðin: 1.
Áskorendamótaröðin: (Challenge
Tour) 3.
Aðrar mótaraðir: 1.
Sigraði í FedEx úrslitakeppninni og Race
to Dubai árið 2013.
Besti árangur á risamótum:
Masters: T14: 2014.
U.S. Open: T4: 2014
The Open: Sigurvegari 2016
PGA meistaramótið: 3. sæti 2013 og
2014
Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum
upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum
golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki,
skorkortaveski og margt fleira.
Nánari upplýsingar um
úrval og verð hjá
hans@golfskalinn.is
SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í
sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og
unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir
koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við
bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla
kerrur fyrir krakka.
ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR?
Phil Mickelson lék frábært golf en varð
að sætta sig við annað sætið í ellefta
sinn á risamóti. Mynd/golfsupport.nl
Með raðgreiðslum er hægt að dreifa greiðslum vegna stærri kaupa í allt að 36 mánuði.
Auðvelda leiðin til
að kaupa dýru hlutina
Raðgreiðslur
118 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Ísinn brotinn