Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 101

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 101
Thracian Cliffs golfvöllurinn í Búlgaríu er nýr valkostur fyrir íslenska kylfinga og er óhætt að segja að völlurinn hafi slegið rækilega í gegn frá því Icegolf Travel fór að bjóða upp á þennan valkost. Golfvöllurinn er hannaður af hinum eina sanna Gary Player frá Suður-Afríku og tókst honum að gera golfvöll sem á engan sinn líkan í veröldinni. Það er ekki að ástæðulausu að Thracian Cliffs var valið besta golfsvæði Evrópu árið 2014. Umhverfi vallarins er einstakt og 18 holu verðlaunavöllurinn er umvafinn klettum við strönd Svartahafsins. Gary Player segir að hvergi sé til eins magnaður golfvöllur enda er samspil vallarins við náttúruna engu líkt. Thracian Cliffs er staðsettur rétt norður af borginni Varna við Svartahafið í Marina Village. Á svæðinu er fyrsta flokks aðstaða fyrir gesti. Glæsileg íbúðagisting, notalegt klúbbhús með góðum léttum mat og drykkjarúrvali og fyrsta flokks veitingastaður. Einnig er að finna golf verslun með góðu úrvali af fatnaði og öðrum búnaði til golfiðkunar. Thracian Cliffs íbúðahótelið er fyrsta flokks SPA-hótel, staðsett inni á golfsvæðinu í Marina Village, sem stendur í klettunum með stórbrotnu útsýni yfir Svartahafið og golfvöllinn. Í íbúðunum eru mjög rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, notaleg stofa og vel útbúið eldhús með öllum nauðsynlegum búnaði. Eftir góðan dag á golfvellinum er dásamlegt að setjast út á stóra verönd og njóta útsýnisins yfir Svartahafið og Thracian Cliffs golfvöllinn. Fyrir þá sem vilja slaka vel á eftir golfið er ekki úr vegi að njóta strandlífsins í nágrenni vallarins. Tvær strendur eru í boði. Bendida Beach, sem er róleg og notaleg strönd, og Argata Beach, sem er lítil einkaströnd ætluð hótelgestum. Þar er hægt að slaka á á hvítum sandinum og hlusta á sjávarniðinn. Þeir Íslendingar sem hafa farið í ferðirnar okkar eru í skýjunum yfir þessum magnaða áfangastað. Enda er ekki bara golfvöllurinn og ströndin æðisleg heldur er Thracian Cliffs falin perla Búlgaríu. Að lokum má nefna nokkur ummæli farþega okkar: ■■ Flottasti völlur sem ég hef spilað - Frábær fararstjórn - Öll þjónusta og gisting fyrsta flokks ■■ Allur lúxusinn utan vallar er eitthvað sem maður hefur aldrei kynnst áður - Meira að segja var röffið kúl ■■ Besti matur sem ég hef fengið í nokkurri golfferð - Mæli hiklaust með Icegolf Travel. KYNN I N G Gary Player með meistara­ stykki í Búlgaríu – Thracian Cliffs er frábær valkostur fyrir íslenska kylfinga Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð. Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535102 GOLF.IS - Golf á Íslandi Thracian Cliffs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.