B+ - 01.01.2009, Side 7

B+ - 01.01.2009, Side 7
fréttabréf biblíufélagsins  B+   7    Staðreyndir um Jamaíka Jamaíka er eyríki í Karíbahafi, 150 »» kílómetra sunnan við Kúbu og 280 kílómetra vestan við Haítí og Dóminíska lýðveldið. Eyjan er 234 kílómetrar að lengd »» og 80 kílómetra breið, samtals 11.100 ferkílómetrar. Íbúar eru liðlega 2,8 milljónir, lið»» lega 76% þeirra af afrískum upp- runa. Enska er opinbert tungumál en »» patois er viðurkennd staðbundin mállýska. Jamaíka lýsti yfir sjálfstæði 6. ágúst »» 1962. Þar er þingbundin konungs- stjórn. Biblíufélagið í Vestur-Indíum, með »» aðsetur í Kingston, höfuðborg Jamaíka, þjónar kristnum trúfélög- um og söfnuðum á Jamaíka, Belís, Bahama-eyjum, Cayman-eyjum, Turks- og Caicos-eyjum. © L ar ry Je rd en Courtney Stewart, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, vinnur nú að því að dreifa ensku biblíuútgáfunni Good News Bible í 900 grunnskóla á Jamaíka. © L ar ry Je rd en Höfuðstöðvar Biblíufélags Vestur-Indía í Kingston. © L is a Bu rk e Skemmdir eftir fellibylinn sem gekk yfir Jamaíka í september síðastliðnum. snemma og mögulegt er og færa þeim Biblíu að gjöf til mótvægis og sem annan valkost við það sem samfélagið býður þeim. Og við erum svo sannar lega að ná árangri. Þó að foreldrarnir vilji ekki koma í sunnudagaskólana með börnunum vilja þeir senda börnin sín þangað og sjá til þess að þau fari. Og þegar við náum til barnanna aukast líkurnar á að því að við náum einnig til foreldranna. Með hjálp Biblíunnar erum við að ná þessum góða árangri. Áhrifamáttur hennar er gríðarlegur og hún breytir öllu fyrir starf okkar,“ segir Hibbert. Verðum að kenna þeim að treysta Guði „Við þurfum að bjarga þessum börnum,“ bætir Stewart við. „Þau koma berfætt og í rifnum fötum, og mörg þeirra hafa sögu að segja sem fylla mann hryggð. En þetta er þeirra veruleiki. Við verðum að kenna þeim að treysta Guði, trúa Orði hans og varðveita boðskap Biblíunnar ætíð í hjarta sér því að það mun hjálpa þeim þegar á reynir og þau heyra byssuhvellina allt í kringum sig.“ Biblíufélagið á Íslandi vill koma til liðs við þetta starf á Jamaíka sem Biblíufélagið í Vestur-Indíum vinnur að og treystir sem fyrr á velvilja félaga sinna og stuðningsaðila.  © C la ir e Sm it h Peter Hibbert sér götu-sunnudagaskólunum fyrir Biblíum í Kingston með stuðningi Biblíufélagsins.„Þau koma berfætt og í rifnum fötum, og mörg þeirra hafa sögu að segja sem fylla mann hryggð. En þetta er þeirra veruleiki. Við verðum að kenna þeim að treysta Guði.“ © C la ir e Sm it h Upplesarar fyrir hljóðbókaútgáfu Biblíufélagsins. Þeir lesa Biblíuna á patois-mállýskunni sem er útbreidd á Jamaíka.

x

B+

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: B+
https://timarit.is/publication/2038

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.