Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Qupperneq 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Qupperneq 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 3 Vegagerð, viðgerðir og varnargarðar Jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaga hafa sett mikinn svip á starfsemi Vegagerðarinnar undanfarna mánuði. Frá því að jarðhræringar hófust í Grindavík í nóvember 2023 hefur Vegagerðin sinnt margvíslegum verkefnum í og við bæinn. Vegagerðin hefur staðið vaktina í Grindavík vegna jarðskjálfta og eldgosa síðustu mánuðina. Í kjölfar öflugrar jarðskjálftahrinu þann 10. nóvember á síðasta ári urðu miklar skemmdir á vegum í og við Grindavík. Í þeim hamförum fór Grindavíkurvegur í sundur með þeim afleiðingum að hann varð ófær um stund en strax sama kvöld var ráðist í viðgerðir á veginum, enda um að ræða afar mikilvæga leið milli Reykjanesbrautar og Grindavíkur. Nesvegur, vestan Grindavíkur til móts við golfvöllinn, fór einnig í sundur en sprunga liggur ↑ Þrisvar sinum hefur hraun runnið yfir Grindavíkurveg. þvert í gegnum veginn. Um leið og leyfi fékkst frá Almannavörnum var ráðist í viðgerðir á Nesvegi svo hægt væri að halda honum opnum fyrir umferð. Vegagerðin hefur í samvinnu við verktaka einnig komið að viðgerðum á götum innan Grindavíkur sem margar voru afar illa leiknar eftir jarðhræringarnar. Á meðal verkefna var að brúa Austurveg til bráðabirgða með tveimur samsíða gámafletum en sprunga liggur í gegnum veginn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.