Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 5 Varnargarðar og Vegagerðin Vegagerðin hefur haft aðkomu að framkvæmdum við varnargarða sem reistir hafa verið til að verja Grindavík, orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið fyrir hugsanlegum afleiðingum eldsumbrota. Áætlaðar magntölur fyrir garða við Svartsengi eru nú 524.000 m3 en þó er eftir vinna við að loka skörðum vegna Blálónsvegar og síðan við Bláa lónið. Fyrir Grindavíkurgarða er áætluð staða í lok apríl um 850.000 m3. Vinnunni er ekki enn lokið en stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í júlí við þá garða sem nú þegar hefur verið ákveðið að byggja. Eins og stendur er erfitt að segja til um verklok þar sem náttúran ræður för. Í tengslum við varnargarðagerðina er einnig unnið að færslu vega til að tryggja að leið í gegnum varnargarðanna sé greiðfær og að ekki þurfi að fylla upp í skörð í görðum þegar og ef til goss kemur með tilheyrandi hraunflæði. Einnig þarf í sumum tilfellum að lækka vegi til að þeir verði ekki hindrun fyrir hraun þar sem vegur liggur yfir þar til gerðar rennslisrásir. Myndin hér fyrir neðan sýnir tilfærslu Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar (bláar línur) við Grindavík Á myndinni sést að varnargarður fer yfir núverandi Grindavíkurveg en nýr vegur liggur í boga og nær þannig að fara á milli varnargarða án þess að skaða virkni garðanna. Einnig sést að Bláalónsvegur lendir undir öðrum varnargarði og því verður hann tengdur inn á nýjan Grindavíkurveg. Búið er að taka þennan kafla á Grindavíkurvegi í notkun en hann er ekki fullbúinn og er því malarvegur. Gengið verður endanlega frá veginum þegar öruggt telst að hraun flæði ekki yfir hann. ↓ Ógnarkraftur náttúrunnar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.