Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 10

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 10
10 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 11 Starfsfólk Vegagerðarinnar kortleggur sprungur og holrými undir yfirborði í og við Grindavík og nágrenni. Markmiðið er að finna sprungur og holrými sem leynast á grunnu dýpi og geta hugsanlega valdið vandamálum. Jarðrannsóknir í Grindavík „Við hófum þessa kortlagningu í nóvember 2023 eftir að djúpar sprungur höfðu myndast í Grindavík í kjölfar kröftugra jarðskjálfta,“ segir Friðrik Þór Halldórsson, sérfræðingur á stoðdeild Vegagerðarinnar sem er einn þeirra sem koma að vinnu við kortlagningu í Grindavík. Fyrst um sinn var jarðsjá fest á kerru úr koltrefjaplasti sem tæknimaður gat ýtt á undan sér. Jarðsjáin er af tegundinni Sub Echo 70 sem mælir á 70 megariðum og nær 17 til 18 metra niður í jörðu í þeim aðstæðum sem eru við Grindavík. „Eftir banaslysið í Grindavík í janúar, þegar maður féll ofan í sprungu, var ákveðið að leggja starfsfólk ekki í hættu og fá heldur dróna til verksins,“ lýsir Friðrik en drónaflugmenn frá Hollandi voru fengnir til að aðstoða starfsfólk Vegagerðarinnar við stjórnun þeirra. „Þetta gekk nokkuð hratt fyrir sig og 24. janúar var byrjað að fljúga.“ Jarðsjá Vegagerðarinnar var fest neðan í drónann og honum flogið yfir það svæði sem þurfti að kanna. ↑ Dróni með jarðsjá var notaður þar sem ekki mátti ganga um. ↗ Oddur Sigurðsson, forstöðumaður stoðdeildar, í viðtali hjá Rúv. ← Starfsmaður Vegagerðarinnar ýtir jarðsjánni á kerru eftir Austurvegi. Slíkt gefur nákvæmari niðurstöður en drónaflugið.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.