Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 15

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Síða 15
14 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 15 100 Viðvörunarmerki Flokkur viðvörunarmerkja tekur óverulegum breytingum frá eldri reglugerð. Tekin eru upp fjögur ný merki: 108.2 Holur, 115 Skert sýn vegna veðurs, 149 Umferðartafir og 153 Slys. Nýja reglugerðin opnar fyrir þann möguleika að umferðarmerki séu birt sem ljósmerki. Að jafnaði skulu þá svört tákn á gulum bakgrunni verða hvít tákn á svörtum bakgrunni. Þrjú af fjórum nýjum viðvörunarmerkjum verða líklega nánast eingöngu notuð á þann hátt og eru sýnd þannig á meðfylgjandi mynd. Fjarstýring frá vaktstöð eða sjálfvirkur búnaður mun kveikja á merkjunum eða breyta þeim. Viðvörunarmerki sem varar við dýrum á vegi eru undir einu númeri 146 Dýr. Táknum fjölgar nú um tvö, fuglar og kanínur. ↑ Starfsmaður Vegagerðarinnar setur upp hraðaskilti á Suðurlandsvegi. Ný umferðarmerkjareglugerð var nýverið gefin út. Mynd: Anton Brink

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.