Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 17

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Page 17
16 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 17 500 Sérreglumerki Tekinn er upp nýr flokkur 500 Sérreglumerki en þau mæla með bindandi hætti fyrir um sérstakar reglur eða takmarkanir fyrir umferð á tilteknum stað, afmörkuðu svæði eða á ákveðnum akreinum, aðrar en þær sem gefnar eru til kynna með bannmerki, boðmerki eða forgangsmerki. Flest þessara merkja voru í eldri reglugerð en eru nú tekin saman í þennan flokk sem í Vínarsáttmálanum ber heitið „Special regulation signs“. Breytt merki eru 508 Hópbifreiðar í almenningsakstri og 512 Biðstöð hópbifreiða í almenningsakstri. Gular bifreiðar tákna þarna almenningsakstur og greina sig frá hvítum hópbifreiðum sem eru fyrir afmarkaða hópa en slíkt tákn má sjá á merki 553.1 Bifreiðastæði ætlað hópbifreiðum. Gerð er breyting á útliti merkisins 516 Gangbraut, sem fær hvítan bakgrunn í stað guls og merkið verður til með báðum stefnum þannig að táknmynd gangandi vegfaranda stefnir alltaf í átt að viðkomandi gangbraut. Nýtt merki er 521 Hjólarein. Merki þetta gefur til kynna akrein sem er eingöngu ætluð umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla í flokki I. Fyrirmynd þess er norsk. Boðmerki: Akbrautarmerki 405 Akbrautarmerki. Í nýju reglugerðinni er nú áréttað að merkið skuli nota til að gefa til kynna að heimilt sé að aka hvoru megin merkisins sem er og að akbrautir komi aftur saman. Áður var merkið stundum notað þar sem akbrautir greinast og koma ekki aftur saman í beinu framhaldi, en þeirri notkun er nú breytt. Við slíkar aðstæður skal Nr. 250 5. janúar 2024 906.11 906.12 Mkv. 1:40 906.21 906.22 Mkv. 1:40 906 Gátskjöldur. Gátskjöldur, með svörtum og gulum skástrikum sem vísa niður að vegi, gefur til kynna þrengingu á akbraut. 908 Hindrunarslá. Hindrunarslá gefur til kynna að vegur sé lokaður fyrir umferð. Þar sem merkið er hengt yfir veg, vekur það athygli á hæðartakmörkunum sem gefnar eru til kynna með sérstöku umferðarmerki. 908.1 Mkv. 1:40 908.2 Mkv. 1:40 912.1 912.2 Mkv. 1:40 912 Gátskjöldur á veggreiningu. Gátskildir á veggreiningu, með svörtum og gulum skástrikum sem vísa niður frá miðju skjaldarins, vekja athygli vegfarenda á veggreiningu. 913 913 Gátstaur. Gátstaurar beggja vegna akbrautar gefa til kynna að á akbraut sé hraðahindrun. ← 405 Akbrautarmerki, akbraut greinist í tvennt en kemur saman aftur. → 912 Gátskjöldur á veggreiningu, akbraut greinist í tvennt og kemur ekki saman aftur. nota merki 912 Gátskjöldur á veggreiningu. Óheimilt er að nota merkið til að beina umferð á akrein þar sem vænta má umferðar úr gagnstæðri átt. Tvö ný merki afmarka göngugötur. 548 Göngugata. Merki þetta gefur til kynna að komið sé inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um göngugötur gilda. Nánari lýsing á reglum sem gilda innan svæðisins getur komið fram á merkinu. 550 Göngugata endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um göngugötur gilda. Ýmsar útgáfur eru af P merki sem táknar bifreiðastæði, s.s. tegund ökutækja, gjaldskylda o.fl. 552.1 Bifreiðastæði 552.2 Bílastæðahús 552.3 Bifreiðastæði með gjaldskyldu 553.1 Bifreiðastæði ætlað hópbifreiðum 553.2 Bifreiðastæði ætlað vörubifreiðum 554.1 Bifreiðastæði fyrir hreyfi- hamlað fólk 554.3 Bifreiðastæði fyrir hreyfi- hamlað fólk 554.2 Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlað fólk 553.6 Bifreiðastæði ætlað lögreglu- og sjúkrabílum 553.7 Stæði ætlað reiðhjólum 553.8 Stæði ætlað bifhjólum 553.8 Stæði ætlað rafskútum 553.3 Bifreiðastæði ætlað fólksbifreiðum 553.4 Bifreiðastæði ætlað bifreiðum til rafhleðslu 553.5 Bifreiðastæði ætlað húsbílum

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.