Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Side 22

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.05.2024, Side 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. Framkvæmdafréttir nr. 730 2. tbl. 32. árg. 23 Vegurinn um Mjóafjarðarheiði var opnaður föstudaginn 10. maí og hafði þá verið lokaður frá því í fyrrahaust. Hinrik Þór Oliversson, yfirverkstjóri á þjónustudeild Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, sagði meiri snjó á Mjóafjarðarheiðinni í ár miðað sama tíma í fyrra. „Við vorum örlítið seinna á ferðinni með að opna heiðina í ár miðað við í fyrra en það munaði ekki mörgum dögum. Það var tiltölulega auðvelt að eiga við snjóinn, hann var vissulega þungur en þó ekki grjóthart stál eins og stundum vill verða,“ sagði Hinrik Þór, en nota þurfti bæði ýtu og blásara til að fjarlægja snjó af veginum. Mjóafjarðarheiði opnuð Við opnun vegarins var hann fyrst um sinn fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Stungið var í gegnum skaflana sem margir hverjir voru allt að fjögurra metra háir. Þó vegurinn hafi verið opnaður var áfram krapi og klaki á veginum enda mikill snjór enn á heiðinni. Dagana eftir opnun var unnið áfram að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar gætu mæst með góðu móti. ↑ Búið er að stinga í gegn og heiðin fær vel búnum bílum. ↓ Snjóblásari að störfum. ↙ Mjóafjarðarheiði í maí.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.