Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 5
5
Stolt er styrkur
Pride Is Power
Ávarp formanns Hinsegin daga
Árið 1999 söfnuðust 1.500 manns saman á Ingólfstorgi til að minnast
þess að 30 ár voru liðinn frá Stonewall-uppþotunum. Í ár eru Hinsegin
dagar því 25 ára og sömuleiðis er þetta í 25. sinn sem að Gleðiganga er
gengin. Í þetta skiptið gerum við ráð fyrir að hópurinn verði nokkuð
stærri en hann var á Ingólfstorgi fyrir kvartöld en síðustu ár hafa um
hundrað þúsund manns fylgst með og tekið þátt í Gleðigöngunni.
Upprunalega átti Gleðigangan hvorki að vera skrúðganga né
mótmælaganga heldur var lögð áhersla á gleði og er nafnið augljós
tilvísun í þann tilgang. Gangan hefur þróast og breyst með tímanum
og er í dag mögulega allt í senn: gleðiganga, mótmælaganga og kröfu
ganga. Hátíð sem endurspeglar samfélagið eins og það er hverju sinni.
Hinsegin samfélagið fer stöðugt stækkandi — við erum bæði að eldast
og yngjast. Við erum ólík og alls konar. Til þess að framþróun eigi
sér stað í samfélagi okkar þurfum við að sýna samstöðu. En sam
staðan þurrkar ekki út ólíkan bakgrunn okkar og áskoranir, þar sem
mismunandi hópar innan hinsegin samfélagsins mæta mismunandi
og misalvarlegri mismunun og mótlæti. Rithöfundurinn og trans
aktívistinn Leslie Feinberg, sem er ein af mínum helstu fyrirmyndum,
komst þannig eitt sinn að orði: „Við þurfum að finna leiðir til að tjá
samstöðu, án þess að grafa niður þá staðreynd að einstaklingar innan
þessa samfélags eru að fást við mismunandi byrðir og eru kúguð á
mismunandi máta. Því betur sem við áttum okkur á þeirri staðreynd,
því betur getum við stutt hvert annað, frætt okkur sjálf um hvert
annað og fundið leiðir til að byggja bandalag sem mætir öllum okkar
kröfum.“ Jafnt í samstöðu og fjölbreytileika getum við fundið styrk til
að berjast gegn jaðarsetningunni sem við upplifum öll á mismunandi
máta en sú samstaða verður að grundvallast á því að við séum tilbúin
að mæta hvert öðru með opnum huga og af virðingu. Hreyfingin
okkar er ekki fyrir sum. Hún er fyrir okkur öll.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Stolt er styrkur og megináhersla í dag
skrárgerð er hinsegin menning. Sem samfélag megum við vera
stolt yfir menningunni okkar sem er ríkuleg, fjölbreytt og róttæk
— menning sem hefur rými fyrir okkur öll. Hátíðin er að langmestu
leyti skipulögð og framkvæmd af sjálfboðaliðum, sem leggja nótt við
nýtan dag til að búa til fjölbreytta hátíð fyrir okkur öll. En hún má
aldrei afmarkast af heimsmynd þeirra sem standa í stafni. Þetta er
hátíðin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að dagskráin endur
spegli fjölbreytileika samfélagsins okkar. Grasrót hinsegin sam
félagsins hefur verið öflug í því að koma með hugmyndir að dagskrár
liðum, skipuleggja viðburði og leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar.
Því að Hinsegin dagar eru bara rammi og innan hans málum við öll í
sameiningu með regnbogans litum.
Stolt er styrkur: Verum stolt saman. Verum sterk saman. Gleðilega
Hinsegin daga!
Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga
Reykjavík Pride’s President’s Address
In 1999, 1500 people gathered at Ingólfstorg to commemorate the 30th
anniversary of the Stonewall riots. This year we celebrate 25 years of
Reykjavík Pride, which also means that this will be the 25th time we
march in the Reykjavík Pride Parade. We, however, expect a some
what greater number of attendees this year than at Ingólfstorg a
quarter of a century ago, as up to and over a hundred thousand people
have participated in, or cheered on, the Pride Parade these last few
years.
Originally, the Icelandic Pride Parade was not supposed to be a
protest march or parade per se, but rather its emphasis was on joy, as
its name, Gleðigangan, the Walk or March of Joy, clearly references.
Over time, the parade has evolved and changed, and today one might
say it’s all of these things: a march of joy, a protest march and a
demonstration. A festival which reflects the community at any given
moment.
The queer community is constantly growing — we are both getting
older and younger. We are different and of all sorts. In order for our
community to progress we need to be united. But being united does
not erase our diverse backgrounds or challenges, as the discrimi
nation and adversity, which each group within the queer community
faces, varies. One of my main role models, writer and trans activist
Leslie Feinberg, put it this way: “There’s got to be a way to express
unity, that says we don’t have to bury the fact that people in this move
ment are shouldering and bearing different burdens and different
ways of oppression. And that the more we recognize that, the more
we support each other, self-educate about each other’s oppression,
find ways to build a coalition that bring in all our demands.” We can
find strength in both our unity and diversity, in order to fight the
marginalisation that we all experience in some way or another, but
we must base our solidarity on a readiness to accept each other with
an open mind and respect. Our movement is not just for some. It is
for all of us.
This year, our theme is Pride Is Power, with queer culture being the
programme’s main focus. As a community, we can pride ourselves on
contributing to a rich, diverse and radical culture — a culture that
provides space for everyone. The festival is largely planned and
brought forward by volunteers who work around the clock to create
a diverse Pride for us all. Indeed, the festival must never be confined
by the worldview of those in charge. This festival belongs to all of
us and it is on all of us to make sure that the programme reflects the
diversity of our community. The grassroots of the queer community
have vigorously put forward ideas for the programme, organised
events and contributed to the festival. Because Reykjavík Pride is just
a frame within which we all paint with our rainbow colours, together.
Pride is power: Let’s be proud together. Let’s be powerful together.
Happy Reykjavík Pride!
Helga Haraldsdóttir, President of Reykjavík Pride