Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 12
12
aftur að þessum miðpunkti í djammlífinu
sem hann var fyrir faraldur, þrátt fyrir að við
munum loka fyrr,“ segir Edda og bætir glott
andi við: „Það gerist hvort sem er ekkert gott
eftir þrjú.“ Hún segir að fastir liðir muni halda
sér, eins og Kikioki á fimmtudagskvöldum og
dragsýningin á föstudagskvöldum, en að fjöl
breyttir viðburðir séu í pípunum.
Dansar í vinnunni
Það hefur margt breyst síðan Edda hóf störf
við dyravörslu. „Ég vann í heil átta ár án
þess að fara í stunguvesti,“ segir hún og lýsir
því að atvikum hafi ekki endilega fjölgað, en
alvarleiki þeirra hafi aukist. „Fólk er ekki að
slást bara með hnefum, heldur hnífum,“ út
skýrir Edda en þvertekur fyrir það að mið
bærinn sé hættulegri: „Við sem stöndum
í gæslunni þurfum bara að vera viðbúnari
fjölbreyttari atvikum.“ Edda segist hafa séð
ýmislegt í þessu starfi, bæði gott og vont. „Ég
hef komið að stunguárás,“ segir hún og tekur
fram að það hafi ekki verið á Kiki, „og það
var ekki falleg sjón. En svo er svo fallegt
að sjá fólk hjálpa öðru fólki sem er í vanda.
Fólki er ekki sama um aðra.“ Edda segir þetta
skemmtilegt vinnuumhverfi, þó það sé mjög
krefjandi.
„Sum kvöld eru erfiðari en önnur. En
sum kvöld eru þannig að þú getur leyft
þér að fara út á dansgólfið og taka
snúning með vinum þínum. Það eru
forréttindi.“
Mætir fólki með gæsku
Það er fleira sem hefur breyst á umliðnum
áratug en öryggismenningin. Vitundarvakn
ing hefur orðið í samfélaginu varðandi ýmis
hinsegin málefni og til að mynda eru komin
kynhlutlaus klósett á Kiki, sem Edda segir
hafa gengið snurðulaust fyrir sig. „Það átta
sig samt ekki öll á því að þau séu á hinsegin
stað,“ segir Edda og bætir við að stundum
komi fólk út sem furði sig á því að hafa séð
tvo menn að kyssast á dansgólfinu. Aðspurð
hvort dyraverðir fari í sérstaka hinsegin
þjálfun segir Edda að það gildi alveg önnur
viðmið á Kiki en á öðrum stöðum og það
þurfi að fara yfir það sérstaklega með nýju
starfsfólki gæslunnar. „Kiki er til dæmis
eini staðurinn þar sem öll mega dansa ber að
ofan,“ útskýrir Edda og bætir við að viðmót
gæslunnar sé líka mýkra á Kiki en á mörgum
öðrum stöðum.
„Það er svolítið macho fílingur
í þessum geira, sem er óþarfur.
Kill them við kindness er mitt
leiðarljós,“
segir Edda og bætir við að allir dyraverðir
ættu að horfa á myndina Roadhouse sem fjallar
einmitt um dyraverði. Þar útskýrir Patrick
Swayze í hlutverki heimspekings með svarta
beltið í karate, sem tekur upp dyravörslu,
hvernig best sé að koma fram við fólk í þessu
starfi: Be nice. Until it’s time not to be nice.
Finnur stuðning samfélagsins
Edda lagði flöskuna á hilluna fyrir fjórum
árum, en segir það ekki há henni að vinna
starf þar sem áfengið flæðir um gólfin. „Fólk
vill stundum bjóða mér skot og ég fæ mér
þá bara skot af Red Bull,“ útskýrir Edda og
segist kunna vel að meta það þegar fasta
kúnnar sýna þakklæti sitt með þessum hætti.
„Ég finn mikinn stuðning frá hinsegin sam
félaginu í þessu starfi og það var gott að heyra
það hversu mörg hafa spurt hvort ég verði
áfram í hurðinni þó nýtt fólk sé tekið við. Það
er staðfesting á því að ég hafi verið að vinna
gott starf.“ Hún segir það reglulega gerast að
fólk komi upp að henni og þakki henni fyrir
aðstoð þegar þau lentu í einhverjum atvikum.
„Það að fólk taki sér tíma og komi og þakki
fyrir sig er svolítið gott í hjartað.“
Passar upp á okkur
Oft eiga sér stað erfið atvik þar sem gæslan
þarf að bregðast hratt við og þá sé mikil
vægt að hafa ákveðnar vinnureglur til staðar.
„Fólki verður á og þá þarf oft að taka ákvörðun
á sekúndubroti. Þetta er bara vinnan okkar og
við gerum okkar besta til að taka ákvarðanir
út frá stöðunni og öryggi fólks. Þetta er ekkert
persónulegt.“ Hún segir að stundum þurfi að
grípa til harkalegra aðgerða þegar fólk bregst
illa við fyrirmælum eða fer yfir mörk. „Oft
fýkur í fólk, sem er í alls konar ástandi. En
svo kemur þetta sama fólk til mín seinna og
biðst afsökunar. Og það verður oft til þess
að á milli okkar myndast vinskapur sem var
ekki endilega til staðar áður. Það færir okkur
nær hvert öðru.“ Hún segir að hún hefði ekki
enst lengi í þessari vinnu ef hún tæki allt inn
á sig sem upp kemur í þessum aðstæðum.
„Auðvitað kemur fyrir að ég þurfi að tuska til
vini eða kunningja,“ útskýrir Edda og lýsir
því hversu lítið hinsegin samfélagið á Íslandi
sé. „Þú ferð ekki yfir ákveðna línu, sama
hver þú ert,“ staðhæfir Edda og segist enn
hafa gaman af þessu starfi eftir öll þessi ár:
„Það hafa verið góðir tímar og það hafa verið
erfiðir tímar. En fyrst og fremst er ég að gæta
hinsegin samfélagsins. Það er vinnan mín, en
líka persónulegt. Ég er að passa upp á okkur.“
A Decade at the Door
Edda Vigdís has been a staple figure in
Reykjavík’s night life for a decade, having
worked as a bouncer for Kiki and other venues
for 10 years. Edda says that it’s an honour to get
to work for the queer community in this way,
ensuring the safety of LGBTQIA+ people in
those queer spaces and supporting those who
find themselves in situations where they need
assistance. Edda admits that this means that
she’s almost always in uniform at queer events,
but sees this as a privilege too — to have the
chance to dance along with friends from the
community, even though she’s at work.