Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 18
18 Guðrún varð síðar mikilvirkur bæjarfulltrúi og náði kjöri sem slíkur árið 1928 fyrir Íhaldsflokkinn, síðar Sjálfstæðisflokkinn, og gegndi því hlutverki í áratugi. Hennar helstu málefni snerust um að bæta kjör barna, ungmenna og mæðra þeirra svo og ýmissa kvennastétta, til dæmis ljósmæðra. Þá vann Guðrún að því að hækka styrki borgar­ innar til ýmissa félagasamtaka kvenna sem starfrækt voru í Reykjavík. Á sextugsafmæli Guðrúnar birtist þetta í Vísi: „Hefir hún verið góður liðsmaður, reynst einbeitt og fylgin sér, örugg í vörn og djörf í sókn. … Eftir frú Guð rúnu Jónasson liggur mikið starf … [hún] er hjálpsöm kona og trygg lynd og munu margir verða til þess að óska henni til hamingju í dag, á þessum tímamótum í lífi hennar.“ Skjalasöfn Guðrúnar og Gunnþórunnar Einkaskjalasöfn eru í eðli sínu brotakennd, samtíningur úr tilvist einnar manneskju eða fleiri sem oftar en ekki getur reynst erfitt að púsla saman og skilja. Árið 2008 voru Kvennasögusafni færð gögn sem til­ heyrðu Guðrúnu og Gunnþórunni og bárust frá tengdadóttur þeirra. Gögnin voru ekki mikil að tölu; nokkur heiðursskjöl, eitt vega­ bréf, tvö jólakort, sex ljósmyndir, fjölmargar handskrifaðar gamanvísur Gunnþórunnar og, rúsínan í pylsuendanum, hárflétta Guð­ rúnar í stálboxi utan af sígarettum. Engin bréf fylgdu, hvorki ræður né minnisblöð, ekkert tengt rekstri þeirra heldur. Árið 2021 barst önnur lítil, en ekki síður dýrmæt, sending: tvö bréf, ein orðsending með ljósmynd, eitt heiðursskjal, ættartala og, það besta, fjölskyldumyndband frá árinu 1956 sem kemur við sögu síðar í þessari grein. Í árslok 2023 afhenti Ragnheiður Steindórs­ dóttir, leikkona, Leikminjasafni gögn for­ eldra sinna, leikaranna Margrétar Ólafs­ dóttur og Steindórs Hjörleifssonar. Þar leyndust óvænt tveir munir frá Gunnþórunni. Annars vegar kristalsskál sem vegur 1,5 kg og hinsvegar fislétt pyngja. Þetta var hinn svokallaði „Gunnþórunnarnautur“ sem Gunnþórunn bar á hestbaki yfir fjöll og firn­ indi til að færa vinkonu sinni og hins vegar „Pungur Gunnþórunnar Halldórsdóttur“ en þar er á ferðinni pyngjan sem Gunnþórunn bar þegar hún lék Vilborgu grasakonu í síðasta sinn. Hughrif Nú er ágætis augnablik til að taka kúnstpásu. Gömul skjöl og ryk, ljósmyndir af löngu látnu fólki og leikskrár. Skjalavarsla og skjalasöfnun virðast við fyrstu sýn kannski óspennandi og fremur óaðlaðandi dægra­ stytting eða ævistarf. En því fer fjarri, skjalasöfn anda og lifa líkt og einstak­ lingarnir sem áttu gögnin. Manneskjur sem voru uppi á fyrri hluta tuttugustu aldar virðast órafjarri samtímanum en birtast ljóslifandi í gegnum munina og skjölin sem þær skildu eftir, nánast eins og vofur fortíðarinnar. Gunnþórunn og Guðrún hafa ásótt okkur síðastliðin ár á góðlátan en ákveðinn máta. Þær berja reglulega að dyrum á skrifstofum okkar, stundum þegar við eigum síst von á heimsókn, alltaf með nýjum svipi og með nýjar upplýsingar. Að setja saman líf fólks, byggt á örfáum gögnum, er eins og að púsla án þess að hafa fyrirmynd eða vita hversu stór myndin verður að lokum eða af hverju. Að halda á „Gunnþórunnarnaut“ vekur upp fjölmargar spurningar sem verður líklega aldrei svarað. Hvar var skálin keypt? Af hverju þessi skál? Hvenær ferðaðist Gunnþórunn með gjöfina til vinkonu sinnar? En skálin vekur líka upp tilfinningar. Þú finnur þyngdina og veist að það hefur verið þrautin þyngri að bera skálina á hestbaki. Þú sérð litlu brotin og veist að skálin hefur verið handfjötluð oft. Þú horfir á blóma­ skreytingarnar og veist að skálin var valin af smekkmanneskju. Hughrifin einskorðast ekki við hluti heldur líka staði, byggingar og jafnvel heilu hverfin. Þær bjuggu langa ævi í Þingholtunum og voru þekktar í hverfinu. Amtmannsstígur 5 stendur enn, minnisvarði um ævi þeirra og störf. Amtmannsstígur 5 og jörðin á Nesjum Amtmannsstígur 5 var fasti í lífi Guðrúnar og Gunnþórunnar. Líf þeirra og reitur­ inn í kringum húsið átti eftir að þróast í forvitnilegar áttir eins og Steinunn H. Bjarna­ son skrifaði í Alþýðublaðið 9. janúar 1952: „Skömmu eftir aldamótin rifu þær mæðgur [Gunnþórunn og móðir hennar] litla húsið, sem verið hafði æskuheimili Gunnþórunnar, og byggðu annað stærra í þess stað. Það var einlyft í fyrstu, en nokkru eftir að frú Guðrún Jónasson gekk í félag við Gunnþórunni, byggðu þær stöllur aðra hæð ofan á húsið og reistu síðar steinhúsið á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis, sem nú er heimili þeirra.“ Gunnþórunn og Guðrún ráku heimilið í nær 50 ár þar sem þær önnuðust aldraða foreldra sína og ólu upp þrjú fósturbörn. Mikill gestagangur var hjá þeim sambýliskonum sem Steinunn kallar „vinurnar“ í sömu grein og voru vinnukonur hjá þeim hverju sinni. Ekki var gestagangurinn minni á Nesjum í Grafningi þar sem þær áttu jörð. Þar héldu þær ráðsmann og leigðu skika til bænda í nágrenninu og börðust líka við veiði- og berjaþjófa eins og til dæmis má sjá í aug­ lýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 1923.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.