Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 22
22 Svo ég tali beint frá hjartanu — að mínu viti eru hinsegin skáldsögur og endurminningar líklega hvað besta tólið til að hvetja til samtals og skiln­ ings milli ólíkra kynslóða í samfélagi hinsegin fólks. Geturðu mælt með fleiri eldri skáldverkum fyrir unga lestrarhestra sem vilja kynna sér fyrri tíma? „Það er ekki svo létt því að mín kynslóð hafði úr ofboðslega litlu að moða þegar við vorum að reyna að takast á við sjálf okkur og heiminn. Ég man þó að ég las mér til dæmis til sálubótar minningar Danans Christians Kampmanns sem ritaði trílógíu um það að vakna til vitundar um eigin kynhneigð, eignast konu og börn og rata loks aftur til kynbræðra sinna með hjálp róttækra hreyf­ inga á áttunda áratug aldarinnar. Þessar þrjár sögur hans eru meistaraverk, sú fyrsta, Forn­ emmelser, reyndar best, en allt var þetta hollt ungum homma. Upp í hugann kemur líka trílógía Svíans Jonasar Gardells frá þessari öld, Torka aldrig tårar utan handskar, sem þýdd hefur verið á íslensku að hluta, en til að njóta þessara verka þarf maður helst að lesa dönsku og sænsku sér til ánægju og það virðist vefjast fyrir mörgum nú orðið. Hvað vini mína í hópi lesbía og trans fólks snertir verða aðrir mér fróðari að botna þessa þulu! En upp á síðkastið hafa birst nokkrar frá­ bærar skáldsögur sem lýsa löngu liðinni tíð, til dæmis In Memoriam eftir Alice Winn og Swimming in the Dark eftir Tomasz Jedrowski. Þá sjaldan ég finn til öfundar gagnvart ungu fólki er það helst þegar ég rása gegnum til­ boð daganna á streymisveitunum, til dæmis Young Royals og Heartstopper, á köflum sápa á sápu ofan og á köflum sönn viska og tær heiðarleiki. Hefði mín kynslóð bara átt kost á svona nokkru! Því að aldur skáld­ verka, endurminningabóka og kvikmynda er kannski ekki mál málanna, heldur gæðin, trúverðugleikinn og heiðarleikinn sem leyn­ ist í listaverki ef það stendur undir nafni.“ Herbergi Giovanni er sannarlega öllum þessum kostum búin og hefur því hlotið verðskuldað pláss á listum yfir áhrifamestu skáldverk heims. Og áhrifamikil er hún, tilfinninga­ flækjurnar sem hrærðust í David og Giovanni eru eitthvað sem flest hinsegin fólk getur speglað sig í. David finnur fyrir eitruðum sting skammarinnar en þó birtist inni á milli gullslegin von um heitar og ljúfar samkynja ástir. Styrkur skáldsögunnar er enda hvað hún er mannleg og einlæg — hún sýnir dýptina svo vel. Persónurnar fá að koma til dyranna eins og þær eru klæddar, breyskar, jafnvel asnalegar en alltaf heillandi sem sín sönnu sjálf. Herbergi Giovanni er því sígild, hún á erindi við okkur öll og ef að líkum lætur skilur hún engin eftir ósnortin. The Legacy of James Baldwin A century has passed from the birth of James Baldwin, an American writer and a social critic. He is best known for his essays and novels and his activism during the civil rights movement in the United States. Baldwin moved to Paris as a young man and his short love affair with a Swiss boy inspired one of his novels, Giovanni's Room. The novel, first published in 1956, tells the story of an American living in Paris as he falls in love with an Italian bartender called Giovanni. In Giovanni's tiny rental room, they explore the intensity, beauty and shame of homosexual love. To celebrate his centenary, Þorvaldur Kristinsson, one of the pioneers of the queer movement in Iceland, has translated Giovanni's Room into Icelandic. Herbergi Giovanni eftir James Baldwin í þýð­ ingu Þorvalds Kristinssonar kemur út hjá For­ laginu á aldarafmæli höfundar þann 2. ágúst. Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 16 verður boðið til veislu í Iðnó til heiðurs James Baldwin. Herbergi Giovanni verður þar til umræðu og lesnir stuttir kaflar úr íslensku þýðingunni. Viðar Eggertsson, leikstjóri, ræðir við þýð­ andann um Baldwin og verk hans. James Baldwin við Albert Memorial í Lundúnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.