Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 27

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 27
27 Eirómantík: Að laðast lítið eða ekkert að öðrum á rómantískan hátt. Eikynhneigð: Að laðast lítið eða ekkert að öðrum á kynferðislegan hátt. Kynvöt, hrifning og kynlöngun eru þrjú hugtök sem haldast ekkert alltaf í hendur. Ást birtist í mörgum myndum og þarf ekki að vera kynferðisleg eða rómantísk til að skipta máli. Í Samtökunum ‘78 hittist lítill hópur einu sinni í mánuði og smjattar á köku. Þetta er viðburður á vegum félagsins Ása á Íslandi (Félags eikynhneigðra og eirómantískra, sem í daglegu tali eru oft kallaðir ásar og óróar). Það fer almennt lítið fyrir okkur og þar sem það er mikil skörun við aðra hópa undir regnhlífinni eiga félagar okkar það til að tvístrast á Hinsegin dögum og hópurinn virðist mun minni en hann er. En við erum samt hér og okkur vantar smá athygli. Þegar ég tók við stöðu formanns Ása á Íslandi 2022 var það ekki vegna brennandi áhuga á málefninu, heldur frekar tilkomið vegna þess að ég mætti á fund, nennti að vera í stjórn og hafði tíma til að taka þetta að mér. Ég grínaðist með það að félag fyrir fólk sem tekur ekki þátt í rómantískum og kynferðislegum hefðum samfélagsins væri svolítið eins og fótboltaklúbbur fyrir fólk sem hefur ekki áhuga á fótbolta — pínu til­ gangslaus en samt skemmtilegur vettvangur til að hitta fólk sem er á svipuðu róli. Eftir að ég gerðist formaður þurfti ég að endurskoða þetta viðhorf mitt því að mér fóru að berast sögur frá fólki, bæði hér heima og erlendis, sem sýndu mér hversu mikilvægt félagið okkar er í raun. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hversu miklum fordómum eikynhneigðir verða fyrir erlendis því að þrátt fyrir að eikynhneigð og eirómantík sé mjög ósýnileg á Íslandi er hinsegin sam­ félagið mjög opið og yndislegt. Ósýnileiki okkar kristallast helst í því að mörg sem ég hef rætt við, sem fundu Ása á Íslandi af ein­ skærri slysni, áttuðu sig í fyrsta sinn á ævinni á því að það amaði kannski ekkert að þeim. Þessi ósýnileiki veldur ekki eingöngu óvissu og einangrun eikynhneigðs fólks heldur ýtir hann einnig undir fordóma í samfélaginu. Íslendingar eru almennt víðsýnir en það eru enn ýmsar væntingar í samfélaginu sem við eigum öll að standa undir og enn er mikill misskilningur tengdur eikynhneigð. Heil­ brigðisstarfsmenn eru oft fljótir til að sjúk­ dómsvæða eikynhneigð og benda á hormóna­ gjafir og sálfræðimeðferðir. Þá skiptir litlu máli hvort manneskjan er hamingjusöm með sína eikynhneigð eða ekki. Eikynhneigð er oft tekið sem lélegum brandara, athyglissýki, minnihlutahópablæti eða tilraun til þátt­ töku í því sem stundum er kallað kúgunar­ ólympíuleikar. Kaldhæðni fordómanna Pride-gangan í London var í fyrsta sinn leidd af eikynhneigðri manneskju nú í ár, ungri og hugrakkri konu að nafni Yasmin Benoit. Um­ ræðan um hana á samfélagsmiðlum var mjög fordómafull og staðhæfði fólk t.a.m. að eikyn­ hneigðir yrðu ekki fyrir fordómum — sem er ákveðin kaldhæðni. Þá var mikið talað um hvað hún var klædd í kynæsandi föt og dró fólk þá ályktun að klæðaburður hennar væri til marks um að hún væri að ljúga til um að vera eikynhneigð. Konur sem lýstu sér sem femín­ istum töluðu um að hún klæddi sig í ögrandi föt til að ganga í augun á karlmönnum og virtust ekki sjá tvískinnunginn í því. Margir kölluðu hana geðveika, aðrir sökuðu hana um aðför að samkynhneigðum konum og enn aðrir náðu að blanda inn í málið umræðu um trans fólk og „skelfileg áhrif“ kynleiðréttandi meðferða sem yllu þessari afskræmingu á mannlegu eðli. Eikynhneigðir verða fyrir sömu áhrifum af gagnkynhneigðar hyggjunni og aðrir hinsegin einstaklingar. Samfélagið segir að þau sem upplifa kynhneigð á annan hátt [en gagnkynhneigð] séu veik, úrkynjuð og þurfi að leita sér hjálpar. — Yasmin Benoit, 2024. Þið eruð ekki ein Við lifum öll í heimi sem er sniðinn fyrir gagnkynhneigt fólk. Það eru reglur í gildi sem óæskilegt er að beygja og mjög illa séð að þær séu brotnar. Kynlífsbyltingin var frá­ bær að mörgu leyti en í kjölfarið er eins og allir eigi að vera kynæsandi og duglegir að stunda kynlíf. Yasmin Benoit lenti í mjög ákveðinni gerð af fordómum þar sem hún er kynþokkafull, ung kona. Ef hún hefði ekki verið það hefðu ummælin eflaust verið önnur, en örugglega ekki af hinu góða. Huldufólk samtímans Pistill formanns Ása á Íslandi Ellý Hönnu Sigurðar Það er erfitt að skrifa stutta grein um eikyn­ hneigð því að hún tengist öðrum veigamiklum málum svo sem kynjamisrétti, kynþátta­ fordómum, fötlunarfordómum, gagnkyn­ hneigðarhyggju, tilætlunarsemi forréttinda­ hópa um hegðun annarra, fegurðarstöðlum, femínisma og, furðulegt nokk, transfóbíu. Viðhorf til eikynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er mjög jákvætt á Íslandi og það væri óskandi að svo væri víðar. Við erum fullviss um að með aukinni fræðslu og sýnileika muni þetta viðhorf einnig skila sér út í allt þjóðfélagið og inn í heilbrigðiskerfið. Við þurfum bara að ná til allra þeirra eikyn­ hneigðu einstaklinga sem eru þarna úti, fólks sem heldur að eitthvað sé að því, fólks sem er að bugast undan oki tilætlunarsemi samfélagsins og hreinlega veit ekki að það getur kíkt í Samtökin ‘78 og fengið hughreystingu og köku — eða bara kíkt á heimasíðuna okkar og haft samband við okkur í gegnum vefsíðu okkar asaraislandi.is Present-Day Hidden People Even though aro and ace people are included and accepted within the Icelandic queer community, there is a lot of prejudice against aro and ace people around the world, both within and outside the LGBTQ+ community. The Chairman of Aro & Ace Iceland calls for more visibility and attention to the group. Verum stolt af fjölbreytileikanum og höldum áfram baráttunni fyrir opnara samfélagi. Gleðilega hátíð!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.