Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 30

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 30
30 Embla unaðinn og sögðu ákveðna róttækni í því. „Guð var alltaf að skapa eitthvað sem er gott […] og í byrjuninni á ferlinu hugsaði ég hvað það væri áhugavert ef ég væri bara að gera það sem er gott. Því að sem fötluð hinsegin kona er það ekki eitthvað sem ég má gera,“ segir Embla. Það getur hins vegar verið hægara sagt en gert að ímynda sér hinsegin fötlunarparadís líkt og Embla kemur inn á: „Það er ótrúlega erfitt að velta fyrir sér og hugsa um hvað sé næs fyrir mig í þessum heimi sem jaðar­ setur mann svona mikið.“ Og Nína bætir við: „Þetta var því krefjandi og flókið enda ekki sjálfsagt að eltast við unað og það sem er gott þegar þú hefur alist upp hinsegin í heteró­ normatífu handriti þar sem þér dettur ekki einu sinni í hug að spyrja þig hver þú sért og hvað þér finnist gott.“ Önnur leið til að skapa og upplifa list Nína og Embla lögðu áherslu á það frá upp­ hafi að verkið væri skapað fyrir jaðarsetta hópa, út frá þeirra veruleika. „Sýningin okkar er ekki ‚inclusive‘. Hún er ekki þannig að við ætlum að opna normið svo að hinsegin fólk og fatlað fólk komist fyrir inni í því, hún byrjar á þeim,“ segir Nína og Embla tekur undir: „Við vildum búa til þetta verk fyrir okkar hópa. Við erum ekki að búa þetta verk til fyrir sískynja gagnkynhneigt ófatlað fólk.“ Þær horfðu þannig út fyrir hefðir og venjur leikhússins á öllum stigum verksins og veltu upplifun áhorfenda fyrir sér frá upphafi. „Við spurðum okkur hvernig við gætum af­ miðjað áhorfendur svo að við værum ekki með fasta áhorfendabekki og fatlað fólk þyrfti að sitja á hornunum, heldur þannig að fatlað fólk fengi bestu sætin,“ segir Nína. Í Eden sitja áhorfendur inni í sviðsmyndinni, eru með í heiminum, og lögð var áhersla á að fólk ætti að geta valið sér stað eða sæti sjálft, eftir því sem því hentaði. Hægt var að liggja eða sitja á og við þúfur sem voru hluti af sviðsmynd verksins. Tanja Levý og Sean Patrick O’Brien hönnuðu sviðsmynd verksins og að sögn Emblu og Nínu tóku þau hugmyndir þeirra og margfölduðu þær og gerðu úr þeim í stórkostlegan draumaheim og veislu fyrir skynfærin. Tónskáldið Ronja Jóhannsdóttir lék lifandi tónlist á sviðinu sem gerði stemninguna bæði ógnvekjandi en líka hjartnæma. Rósa Ómarsdóttir, dans­ höfundur, og Gréta Kristín Ómarsdóttir, dramatúrg, eiga líka stóran þátt í verkinu. Öðruvísi uppsetning á verkinu Eden fól í sér nýjar áskoranir og flækjustig og Nína leggur sérstaka áherslu á hversu miklu máli það skipti að þær fengu stuðning frá Listahátíð, listrænum stjórnenda hennar, Vigdísi Jakobs­ dóttur, framleiðandanum sínum, Davíð Frey Þórarinssyni, og MurMur Productions. Þær fengu þannig að skapa verkið fyrir sína hópa, fólkið sitt, og gefa því tækifæri til að upplifa leikhús sem er skapað frá grunni fyrir það. „Það er svo margt í verkinu sem hinsegin eða fatlað fólk skilur kannski öðru­ vísi en annað fólk og með því að skapa verkið fyrir okkur og okkar hópa þá fylgir því líka svona ákveðið frelsi til að þurfa ekki alltaf að vera að útskýra allt,“ segir Embla. Beðið verður með að setja Eden upp aftur þar til í apríl 2025. Embla ætlar einbeita sér að öðru verkefni fram að því en hún gengur með annað barn sitt og konunnar sinnar, Val­ gerðar Bláklukku Fjölnisdóttur, og er settur dagur í ágúst. Það verður líka áfram nóg að gera hjá Nínu en hún vinnur meðal annars að því að skipuleggja næsta hinsegin klúbba­ kvöld Sleiks sem verður haldið laugardaginn 10. ágúst á Hinsegin dögum. “What Would Eden Look Like if Every thing Could Just Be Nice?” The stage play Eden debuted last June at The Reykjavík City Theatre, as part of the programme of the Reykjavík Arts Festival 2024. The piece came to be when Embla Guðrúnar Ágústsdóttir and Nína Hjálmars asked themselves the above question. The result was the creation of a queer paradise on the terms of disabled people, a particularly marginalised group within the LGBTQ+ community. This group now takes centre stage, but the play will be staged again in April 2025.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.