Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 34

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 34
34 Þýðir tónar frá sænskri lykilhörpu berast úr fyrirlestrasalnum í Þjóðminjasafninu. Á einum af fyrstu sólardögum vorsins var haldið hinsegin þjóðbúningaþing og Fredy Clue (þau/þeirra) var eitt fyrirlesara. Fredy er sænskt þjóðlagatónlistarkvár en þau eru líka frumkvöðlar á sviði þjóðbúninga. Þau gripu salinn um leið með sinni ljúfu nær­ veru, klædd í nýjan, sænskan þjóðbúning sem þau hönnuðu, Bäckadräkten. Markmiðið var að hanna kynhlutlausan búning svo öll hafi frelsi til að finna rætur sínar í þjóðlegum klæðnaði, einnig þau með óhefðbundna kyn­ tjáningu. Fredy leiddi gesti í gegnum söguna af tilurð Bäckadräkten og tókst á einhvern undraverðan hátt að kveikja samtímis brenn­ andi áhuga og veita djúpa kyrrð með einlægri frásögn og frumsaminni þjóðlagatónlist á lykilhörpuna. „Áhugi minn á því að eignast þjóðbúning kviknaði á þjóðháttahátíðinni Bingsjöstäm­ man. Þar var samankominn ótrúlegur fjöldi fólks í alls kyns þjóðbúningum og ég þráði að vera hluti af hópnum, þó á eigin fors­ endum. Það er lítil hefð fyrir þjóðbúningum í minni fjölskyldu svo ég kom alveg ferskt inn í senuna og til að byrja með leið mér smá eins og ég væri að þröngva mér inn í menninguna. En það var líka kostur út af fyrir sig, ég vissi svo lítið um þjóðbúninga og þekkti engan sem gat sagt mér til og því fannst mér svolítið eins og ég gæti gert það sem ég vildi.“ Þjóðbúningar eru bundnir þeim samfélagslegu viðmiðum sem eru ríkjandi á hverjum tíma, flestir evrópskir þjóðbúningar þróuðust því undir regluverki þar sem allt miðaðist við hin gagnkynhneigðu kynjahlutverk sem smugu inn í nær öll horn menningarinnar, þar með talinn klæðnað. Það gildir jafnt um sænsku og íslensku þjóðbúningana, við höfum skýrt mótaða karl- og kvenbúninga og strangar reglur um hver má nota hvaða búning og hvernig. Þar með verður þessi menningar­ arfur að vettvangi þar sem kynjatvíhyggjan varðveitist. En Fredy fannst vera kominn tími á þjóðlegan kynusla. „Ég sá fyrir mér að steypa saman hinu kven­ lega og karllega og lét mig dreyma um að sauma einhvers konar buxnapils, eitthvað sem var ekki til fyrir. Það var samt eitthvað sem truflaði mig. Var þetta mögulegt? Er hægt að búa til nýja hefð, eitthvað alveg nýtt í þjóðlegu samhengi? Ég leitaði ráða hjá vinum mínum sem öll hvöttu mig áfram og smátt og smátt dofnaði efinn og verkefnið varð að hálfgerðri þörf. Ég þurfti að borða, ég þurfti að sofa og ég þurfti að búa til þjóðbúning!“ Fredy svaf á hugmyndinni í nokkur ár en alltaf skaut hún upp kollinum aftur. Helsta fyrirstaðan var kostnaður en sænski þjóð­ búningurinn, eins og sá íslenski, er afar dýr. Svo kunnu þau heldur ekki að sauma! Um 2018 fór boltinn að rúlla, þau sóttu um styrki og hófu samstarf við textílsafn í Gautaborg sem tengdi þau við fatahönnuðinn Idu Björs sem saumaði mestallan búninginn. Þjóðbúningar fyrir öll Viðtal við Fredy Clue Guðrún Úlfarsdóttir Myndir eftir Linneu Premmert „Í hönnunarferlinu byrjaði ég að líta inn á við og hlusta á allar litlu vísbendingarnar um mig sjálft, mig langaði til að mála mig og mig langaði að ganga í kjólum. Á meðan á hönn­ unarvinnunni stóð fann ég sjálft mig sem kynsegin og skyndilega passaði allt saman, ég vildi sameina hið kvenlega og karllega og búa til nýjan þjóðbúning, búning sem passaði inn í arfleifðina en næði líka utan um mína kynsegin sjálfsvitund. Þannig kom búningurinn eiginlega á undan uppgötvu­ ninni um að ég væri trans. Mitt innra sjálf vinnur í gegnum hugmyndir og ég þurfti bara að hlusta. Svo fékk ég aðra kynsegin álitsgjafa í lið með mér og við leyfðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.