Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 41
Hver hefur ekki heyrt mýtur um kynlíf hinsegin fólks? Og kannski sérstaklega kynlíf hinsegin kvenna og fólks með píku? Stóra mýtan felur í sér þá hugmynd að allar hinsegin konur séu með píku eða að öll með píku séu konur. Hér verða mýtur skoðaðar sem tengjast fyrst og fremst kynlífi tveggja einstaklinga með píku. Mýturnar eru alls konar! Allt frá því að hinsegin konur og fólk með píku stundi ekki kynlíf eða stundi bara munnmök eða skærist aldrei eða séu stöðugt að skærast. Kíkjum nánar á málið! Hinsegin píku-unaður Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi Myndlýsingar eftir Öldu Lilju Munnmök Mýtan segir að hinsegin fólk með píku stundi eingöngu munnmök. Munngælur einskorðast sjaldnast eingöngu við píkuna heldur er það skemmtilega við þær að allur líkaminn er leiksvæðið. Munnmök geta verið lykilþáttur í kynlífinu en sum hafa ekki áhuga á því að veita eða þiggja munnmök. Margt annað getur verið stærri eða mikilvægari þáttur í kynlífi parsins/ leikfélaganna. Skæra Mýtan segir að hinsegin fólk með píku skærist aldrei eða séu stöðugt að skærast! Þegar talað er um að skæra þá er verið að lýsa því þegar tvö með píku nudda píkum sínum saman. Til eru tæki sem geta aukið enn við unaðinn þegar verið að skærast, t.d. sleipiefni, titrarar og margt fleira. Sum pör hafa ekki áhuga á því að skærast og stunda það sjaldan eða aldrei. Fyrir önnur pör/ leikfélaga er þetta lykilþáttur í þeirra kynlífi. Strap-on Mýtan segir að aðallega fólk með masc eða butch (karllæga) kyntjáningu hafi áhuga á því að nota strap-on. Strap-on eru kynlífstæki, titrarar eða dildóar, sem haldið er uppi með ýmist buxum eða böndum og eru ætluð fyrir innsetningu í leggöng eða endaþarm. Að hafa áhuga á því að nota strap-on á maka eða leikfélaga hefur ekkert með kyntjáningu að gera. Sum hafa ekki áhuga á því að nota strap- on, hvorki til að veita unað né þiggja. Fyrir önnur er kynlíf með strap-on heldur betur þeirra tebolli. Rassaleikir Mýtan segir að hinsegin fólk með píku hafi ekki áhuga á rassaleikjum. Endaþarmurinn er stútfullur af næmum taugaendum sem hægt er að örva á marga ólíka vegu. Sum hafa engan áhuga á rassaleikjum á meðan önnur hafa áhuga á því að örva, nudda eða putta sinn eigin rass eða annarra. Áhugi á rassaleikjum hefur ekkert með kyn, kynvitund eða kynhneigð að gera. Cuntilicious Queer Sex Aldís the psychologist and sex therapist goes over some common myths when it comes to sex between queer women and people with vaginas. There are no simple dos and don’ts when it comes to vaginal pleasure. It is all up to personal preference.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.