Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 42

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 42
42 Tvíkynhneigð er oft sögð vera algengasti hinsegin— leikinn. Ég, sem tvíkynhneigður sís karlmaður, ætti því að tilheyra einum stærsta einstaka hópnum innan hinsegin samfélagsins. Eitthvað fer nú lítið fyrir því. Upplifunin er þvert á móti stundum eins og að vera eini bi-arinn í bænum. Opinberlega tvíkynhneigðir karlmenn á Íslandi eru ekki margir. Ég hvet þig, lesandi góður, til að staldra við og telja upp í hug­ anum þá þjóðþekktu tvíkynhneigðu karl­ menn sem þú manst eftir. Ég gæti trúað að það sé fljótgert. Eitthvað veldur því að íslenskt tvíkynhneigt fólk, og sérstaklega tvíkynhneigðir karlmenn, hafa ekki flykkst út úr skápnum, og alls ekki í þeim fjölda sem tölfræðin segir okkur að þessi hópur eigi inni. Þetta er hópur sem er einstaklega ósýnilegur. En ég læt þennan skort á sýnileika ekki blekkja mig. Þvert á móti hef ég síðan ég kom út gert ráð fyrir að allt fólk sé tvíkynhneigt — enda miklu eðlilegra að sönnunarbyrðin liggi hjá þeim sem útiloka heilu og hálfu kynin frá hrifningu sinni. Og ég hef svolítið verið að kanna hvort að þessi að-því-er-virðist 100% straightismi flestra kynbræðra minna standist skoðun. Er að vinna dálítið með spurninguna: „Ef að sprelllifandi, ungur David Bowie myndi birtast hálfnakinn í rúminu þínu — myndirðu sparka honum út úr?“ Og þannig fellur hvert gagnkynhneigða vígið á fætur öðru, málstað bi-agendunnar til heilla! Þokast út úr skápnum Mér er afar minnisstæð frétt frá árinu 2015 um skoðanakönnun sem sýndi að helmingur breskra ungmenna skilgreindu sig sem eitt­ hvað annað en 100% gagnkynhneigð eða 100% samkynhneigð. Fréttin er mér minnis­ stæð ekki síst vegna þess að ég var staddur heima hjá foreldrum mínum að borða með þeim kvöldmat þegar þessi frétt var lesin. Fréttin gaf mér tilefni, sem ég hafði þá ekki fundið áður, til að mjaka mér út úr skápnum gagnvart foreldrum mínum — með því að segja eitthvað á þá vegu að ég væri nú einmitt þarna einhvers staðar á milli ásamt helming­ num af bresku ungmennunum. En eins og mörg þeirra sem eru tvíkynhneigð kannast við — þá þarf maður að koma aftur og aftur út úr skápnum með tvíkynhneigð sína og þessi „játning“ náði ekki alveg í gegn hjá foreldrum mínum. En mér tókst nú að koma þessum skilaboðum á framfæri í nokkrum álíka samræðum næstu misserin og árin þar til að þetta komst farsællega til skila. Það varð samt aldrei neitt sérstakt „móment“ úr þessu og ég skil fyrir vikið aðeins betur hann Daffyd, eina hommann í welska bænum í Little Britain, sem fann sig knúinn til að koma mjög hátíð­ lega og hávært út úr skápnum fyrir foreldrum sínum — á meðan móðir hans straujaði leður­ gadda-lendaskýluna hans. Það hefur reyndar komið mér dálítið á óvart að ég þyrfti yfir höfuð að hafa fyrir því að koma út úr skápnum. Hélt ég pingaði á ein­ hverjum radörum. Ég hef alltaf verið diskó­ elskandi snyrtipinni með sérlegan áhuga á kóngafólki og enskum ávaxtaskonsum. En allt kom fyrir ekki. Ósýnileiki tvíkyn­ hneigðra (en. bi-erasure) lætur ekki að sér hæða. Leiðin út úr skápnum reyndist því nokkuð torfær — en hófst að lokum. Og mig langar í þessari grein aðeins að útskýra af hverju ég opnaði skápinn og segja frá reynslu minni af því að koma út sem tvíkynhneigður. Fyrsta skrefið er auðvitað alltaf að koma út úr skáp­ num fyrir sjálfum sér. Mikilvægi fyrirmynda Ég man fyrst eftir að hafa heyrt um tví­ kynhneigð þegar mamma sagði mér frá því að David Bowie væri tvíkynhneigður. Hún setti þessa kynhneigð hans í samhengi við mislitu augun hans, fjölmörgu hliðarsjálfin og fjöllistahæfileika hans. Þetta virtist allt passa svo vel og fara honum svo vel, að vera leitandi, margslunginn, ögra normum sam­ félagsins — allt á hans sérlega aðlaðandi hátt. Og eins mögnuð fyrirmynd og Bowie var og er — blessuð sé minning meistarans — þá var hann einfaldlega allt, allt of svalur til að þessi renglulegi nörd samsamaði sig sjálfum Bowie svo nokkuð gagn væri að. Að deila kynhneigð með David Bowie var álíka fjarlægt og að deila hæfileikum hans. Hinn frelsandi sýnileiki Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Myndir eftir Guðmund Davíð Terrazas Vegferð tvíkynhneigðs Bowie-aðdáanda Þegar kynþroskinn gekk seint og um síðir um garð, fór ég að bögglast svolítið með kyn­ hneigð mína, hélt að hrifning mín á strákum þýddi að ég væri samkynhneigður þrátt fyrir að finna einnig fyrir hrifningu gagnvart stelpum. Átján ára varð ég hins vegar þeirrar gæfu að­ njótandi að kynnast nýjum vinahóp. Í þeim hópi var ein vinkona mín out-and-proud tví­ kynhneigð. Bingó! Auðvitað! Það er engu logið um hve fyrirmyndir geta skipt miklu máli. Með því að kynnast manneskju á mínu reki, í minni samfélagskreðsu, sem skil­ greindi sig bi, opnuðust augu mín fyrir þeim möguleika að vera tvíkynhneigður. Stuttu síðar byrjaði ég svo með annarri vinkonu úr þessum sama vinahóp. Ég kom nánast strax út sem bi fyrir kærustunni minni og hún sýndi því 100% skilning og stuðning, jafnt þá sem nú. Fleiri í vinahópnum voru á þessum tíma að koma út úr skápnum sem alls konar hinsegin og höfðum við mikinn stuðning hvert af öðru, beint og óbeint. Frelsið og hinsegin valdeflingin sem fólst í því að lifa og hrærast í svo hinsegin-ríkum vinahóp skipti sköpum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.