Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 46
46 Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru mikil­ vægur þáttur í því að skapa samfélag þar sem allt fólk hefur frelsi til þess að vera það sjálft. Flest hinsegin fólk á Íslandi kannast líklega við Regnbogakort ILGA-Europe, sem gefið er út árlega. Kortið er mikilvægt tæki til að bera saman lagalega réttarstöðu hinsegin fólks í löndum Evrópu og Mið-Asíu en ILGA- Europe eru regnhlífarsamtök hinsegin félaga á svæðinu. Þá mælir Regnbogakortið lagalega stöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Ferlið á bakvið kortið Samtökin ‘78 ásamt Trans Ísland og Intersex Ísland bera ábyrgð á upplýsingagjöf til ILGA- Europe og uppfæra því íslenska kaflann, bregðast við gagnrýni og rökstyðja hvern einasta þátt kortsins sem snýr að samfélaginu hér á landi. Það getur þó vissulega verið snúið að bera lönd saman á þennan hátt, þar sem það felur í sér samanburð á ólíkri löggjöf og lagatextum. Því þarf að vanda vel til verka og reiða sig á þau viðmið og skilyrði sem sett eru af ILGA-Europe. Skilyrði og viðmið Regnbogakortsins eru breytileg og hafa þróast ár frá ári. Þá hefur kortið reynst mjög gagnlegt þar sem það hefur hjálpað við að koma jákvæðum breytingum til leiðar um alla Evrópu og Mið- Asíu með því að halda hinsegin hreyfing­ unni á tánum. Fyrir tilstilli kortsins hafa Samtökin ‘78 jafnframt getað fylgst náið með þróuninni í nágrannalöndum okkar og þessi samanburður hefur gert okkur kleift að finna dæmum um jákvæða löggjöf annars staðar frá farveg á Íslandi. Ekkert gerist þó í tómarúmi og því hafa Samtökin ‘78 lagt mikla áherslu á að vera í nánum samskiptum við hlutaðeigandi aðila, t.a.m. ríki, sveitarfélög, stjórnmálafólk og félög hinsegin fólks í Evrópu. Með vönduðu samstarfi og opnu samtali aukast líkurnar á því að sú löggjöf sem smíðuð er á Íslandi verði til þess að tryggja sem best réttindi alls hinsegin fólks. Á síðustu sjö árum hefur Ísland enda farið úr 17. sæti, að uppfylltum 47% þáverandi viðmiða, í 2. sæti kortsins. Þá er það fagnaðarefni að Ísland uppfyllir nú 83% viðmiða ILGA-Europe. Ísland – næstbest í Evrópu… í bili Helstu umbætur síðustu ára Það sem gerði það að verkum að Ísland hefur hækkað svo mikið á stuttum tíma er m.a. löggjöf tengd kynrænu sjálfræði en um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að þau lög tóku gildi. Það hefur hins vegar tekið tíma að innleiða margt í þeirri löggjöf í reglugerðir og tengd lög en í dag hafa langflestir þættir sem tengjast kynrænu sjálfræði verið tryggðir með lögum — en þó vantar enn nokkuð upp á. Einnig má nefna að á allra síðustu árum hefur verið lögð mikil vinna í að bæta löggjöf sem tengist hatursáróðri og hatursglæpum en þessir þættir vega þungt í viðmiðum ILGA-Europe. Aukinheldur hefur áhersla verið lögð á afsjúkdómsvæðingu, þ.e. að hver sú þjónusta sem hinsegin fólk hefur þörf fyrir grundvallist ekki á þeirri hugsun að um veikindi eða sjúkdóm sé að ræða, og hafa Samtökin unnið náið með Landspítala og BUGL á þeirri vegferð. Hvert er framhaldið? Á sama tíma og við getum leyft okkur að fagna eftirtektarverðum árangri, þá skulum við líka gæta þess að horfa fram á veginn, því að Samtökin ‘78 eru vissulega hvergi nærri hætt. Ef við lítum til dæmis til landsins sem trónir á toppi Regnbogakortsins, Möltu, og berum löggjöf okkar saman við þeirra þá eru nokkur atriði sem við þurfum að huga að. Þar ber fyrst að nefna breytingar á stjórnarskrá en á Möltu eru hinsegin réttindi sérstaklega nefnd í stjórnarskránni. Því er aftur á móti ekki að skipta á Íslandi. Í öðru lagi má svo nefna fyrirkomulag um blóðgjafir en þrátt fyrir áralangt samráð og ítrekaða pressu Samtakanna ‘78 á heilbrigðisyfirvöld þá mega karlmenn sem sofa hjá öðrum karlmönnum ekki enn gefa blóð á Íslandi og kemur Ísland þar verr út en samanburðarlönd í Evrópu. Sömuleiðis þurfa opinberar stofnanir að hætta að krefja samkynja pör um sönnun á því að þau séu foreldrar barna sinna en víða er enn gerð krafa um það á Íslandi. Annar stór þáttur eru atriði sem tengjast hatursorðræðu en engin skýr stefna er fyrir hendi á Íslandi þegar kemur að hatursorðræðu gegn hinsegin fólki eða minnihlutahópum almennt. Úr því þarf sárlega að bæta. Einnig verður að betrumbæta og klára löggjöf sem ætlað er að vernda intersex fólk fyrir hættunni á óþarfa skurðaðgerðum, ásamt því að klára allt regluverk og eftirlit með málaflokknum. Eins þyrfti að breyta lögum svo intersex fólk sem hefur verið brotið á, skv. núgildandi lögum, geti sótt rétt sinn. Fleiri atriði sem enn hafa ekki ratað inn í viðmið Regnbogakorts ILGA-Europe — en sem þarf engu að síður að ráðast í að laga — er til dæmis réttur barna til lagalegra tengsla við fleiri en tvo foreldra. Hinsegin fjölskyldur eru oft þannig samsettar frá fyrstu stundu og á Íslandi er nú þegar fjöldi barna sem býr við skert réttindi að þessu leyti (t.d. börn sem eiga tvo feður og eina móður frá upphafi). Daníel E. Arnarsson, fyrrum framkvæmda­ stjóri Samtakanna ‘78 Mynd eftir Ólaf Alex Kúld
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.