Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 49
49
Trans fólk og kynjuð rými
Að sjálfsögðu hefur trans fólk alla tíð notað
kynjuð rými á borð við sundklefa og bún
ingsklefa eins og annað fólk – en mörg
veigra sér þó við að nýta þau af ótta við for
dóma og áreiti, enda full ástæða til. Réttur
okkar til að nýta rými í samræmi við kyn
skráningu og kynvitund var færður í lög
árið 2012, þegar lög um réttindi einstaklinga
með kynáttunarvanda, eins og þau voru og
hétu, tóku gildi. Ekki hafa komið upp nein
vandamál í tengslum við inngildingu trans
fólks í kynjuðum rýmum. Þrátt fyrir að engin
fordæmi séu til staðar hafa reglulega komið
upp fordómafullar gagnrýnisraddir sem telja
trans konur vera ógn við aðrar konur, eða að
sís karlar þykist vera konur til að gera innrás
í rýmin. Ekki hafa komið upp nein dæmi þar
sem sískynja karlmaður hefur þóst vera kona
og gert innrás í kvennarými í þeim tilgangi
að áreita konur, hvorki hér á landi né annars
staðar.
Einu dæmin sem við vitum um þar sem fólk
hefur gert einhvers konar innrás í kynjuð
rými sem þau eiga ekki erindi í er frá Banda
ríkjunum. Þar reyndu nokkrir karlkyns
repúblikanar að „sanna“ hvað það væri í raun
auðvelt að labba inn í hvaða rými sem er með
því að fara inn á kvennaklósett. Það er aug
ljóst að ef þú þarft að búa til dæmi sjálft til
að styðja mál þitt þá er það á veikum grunni
byggt. Í raun hafa þessir karlar eingöngu
grafið undan eigin málstað, en þetta sýnir
einmitt svart á hvítu að það getur hver sem
er gengið inn í kynjuð rými ef þau ætla sér
það. Slíkt er því hægt burtséð frá inngildingu
trans fólks og rennir stoðum undir það að
inngilding trans fólks sé ekki vandamálið.
Karlar hafa aldrei þurft að þykjast vera konur
til að áreita þær. Kannanir sýna að lang
flestar konur eru áreittar af karlmönnum
sem þær þekkja. Slíkt gerist nær oftast á
heimili fólks, frekar en í handahófskenndum
árásum á klósettum eða í búningsklefum.
Þess má geta að Kvenréttindafélag Íslands,
Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð, Stígamót og
önnur helstu samtök kvennahreyfingarinnar
studdu lög um kynrænt sjálfræði og inn
gildingu trans fólks og eiga í góðu samstarfi
við hagsmunafélög hinsegin fólks. Sama
má segja um Fangelsismálastofnun, Íþrótta-
og Ólympíusamband Íslands og aðrar við
eigandi stofnanir og félög. Þessar stofnanir
og félög telja ekki ástæðu til að óttast trans
fólk og inngildingu þeirra.
Trans fólk og íþróttir
Trans fólk hefur tekið þátt í íþróttum alla tíð
og fyrsta trans konan keppti opinberlega í
kvennaflokki árið 1977 þegar Renée Richards
keppti í kvennaflokki í tennis. Þar komst hún
hæst í 20. sæti í alþjóðasamanburði áður en
hún lagði skóna á hilluna 1981.
Síðan þá hafa nokkrar trans manneskjur náð
árangri á sviði afreksíþrótta og má þar helst
nefna Laurel Hubbard sem keppti á Ólympíu
leikunum 2020 í kraftlyftingum, þar sem
hún lenti í neðsta sæti í sínum flokki. Sömu
leiðis má nefna sundkonuna Liu Thomas,
en hún keppti á háskólamóti NCCA í sundi
árið 2022. Þar vann hún 500 metra sund
með frjálsri aðferð, lenti í 5. sæti í 200 metra
sundi og 8. sæti í 100 metra sundi. Þrátt fyrir
að hafa staðið sig vel, sló hún engin met. Á
sama móti sló sundkonan Kate Douglass hins
vegar 18 hraðamet. Hún er ekki trans kona.
Þrátt fyrir að hægt sé að telja á fingrum ann
arar handar þær trans konur og annað trans
fólk sem hefur keppt í afreksíþróttum hafa
ýmis íþróttasambönd bannað trans konum að
keppa í kvennaflokki. Svo mikil er hræðslan
að Alþjóðlega skáksambandið (FIDE) bann
aði trans konum að keppa í kvennaflokki í
skák – en ekki hefur enn fengist á hreint ná
kvæmlega hvaða yfirburði trans konur eiga að
hafa fram yfir aðrar konur þegar það kemur
að þessari vinsælu hugaríþrótt. Nýverið var
breskri trans konu einnig bannað að keppa
með öðrum konum í pílukasti, en rök þeirrar
ákvörðunar eru einnig mjög óskýr þar sem
íþróttin snýst um tækni frekar en líkamlegan
styrk.
Bönn sem snúa að þátttöku trans kvenna
hafa víða verið gagnrýnd fyrir að byggja ekki
á nægilega sterkum grunni, en rannsóknir
hafa ekki sýnt fram á með afgerandi hætti
að trans konur hafi einhverja yfirburði fram
yfir aðrar konur eftir að þær hafa verið á
hormónum í tiltekinn tíma. Þetta kemur m.a.
fram í skýrslu Canadian Centre for Ethics in
Sport sem kom út árið 2022. Reglur Alþjóða
Ólympíunefndarinnar frá 2004 kveða sömu
leiðis á um að trans konur megi keppa að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem mörg
önnur sambönd styðjast við, m.a. Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands.
Þessi hræðsla virðist því oftar en ekki eiga
rætur sínar að rekja til mjög einfeldingslegs
hugsunarháttar sem er litaður af kvenfyrir
litningu, þ.e. að allir karlar séu betri en allar
konur í íþróttum, og þar sem trans konur
fengu úthlutað karlkyni við fæðingu þá hljóti
þær að hafa sömu yfirburði. Slíkt tekur auð
vitað ekki tillit til áhrifa hormónagjafar á
líkama trans kvenna, en mikilvægt er að
trans konur fái að njóta vafans og að frekari
rannsóknir séu gerðar.
Rannsóknir benda til þess að trans konur hafi
ekki mælanlega yfirburði yfir aðrar konur,
enda krefjast mismunandi íþróttir mismun
andi þátta til að ná árangri. Heildstæð bönn
eru því ekki nein lausn á flóknu viðfangsefni
og eingöngu til þess fallin að ýta undir for
dóma og útilokun trans fólks úr grasrótar
íþróttastarfi, sem hefur neikvæð áhrif á lýð
heilsu trans fólks.
Heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk
Heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er lífs
nauðsynleg og eykur velferð trans fólks
til muna. Þó svo að Íslandi standi framar
mörgum öðrum löndum á ýmsum sviðum,
megum við ekki gera lítið úr þeim fordómum
og ofbeldi sem trans fólk upplifir enn í ís
lensku samfélagi. Þó að kynstaðfestandi ferli
hjálpi fólki að líða vel í eigin skinni hafa for
dómar og ofbeldi enn mjög neikvæð áhrif á
geðheilsu og öryggi trans fólks.
Trans ungmenni
Hjá transteymi BUGL er ungmennum og
fjölskyldum þeirra veitt sú þjónusta sem þau
þurfa. Ungmennin sem þangað koma fara í
gegnum greiningarferli ef talin er þörf á.
Það er gert í samræmi við fremstu alþjóðlegu
verklagsreglur og sjá sérfræðingar á þessu
sviði um greiningarnar. Þjónustan felur í sér
viðtöl þar sem farið er yfir þarfir ungmennis
ins og á fyrstu stigum er fyrst og fremst um
stuðning og viðurkenningu að ræða, og að
hlustað sé t.d. á óskir barns um að nota nýtt
fornafn og kenninafn.
Þegar ungmenni eru komin á ákveðið stig
kynþroska og hafa verið í þjónustu teymisins
í ákveðinn tíma, geta þau fengið aðgang að
hormónablokkerum. Hormónablokkerar setja
áhrif kynþroska á pásu, sem gefur ungmenn
um svigrúm til að taka ákvarðanir síðar meir
um hvort þau vilji halda áfram í meðferð og
fá krosshormóna þegar þau hafa aldur til.
Hormónablokkerar eru lyf sem hafa verið
notuð í meira en þrjá áratugi og hafa reynst
vel, en lyfin voru upprunalega framleidd til að
hægja á kynþroska fyrir bráðþroska börn.
Mikilvægt er að vita að hormónablokkerar
hafa engin óafturkræf áhrif á líkama ung
menna. Eins og með öll önnur lyf þá geta
hormónablokkerar haft aukaverkanir í ein
staka tilfellum og þess vegna er fylgst vel með
heilsu og velferð ungmenna í kjölfar lyfja
gjafar. En að öllu eðlilegu virka hormóna
blokkerar vel og eru góð lausn til að koma
í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda
þeim djúpstæðri vanlíðan og ama. Lyfin eru
því í raun gefin til að varðveita geðheilsu og
velferð ungmenna.