Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 50

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 50
50 Þegar ungmenni verða 16 ára fá þau rétt til að taka ákvarðanir um eigin heilbrigðisþjón­ ustu samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga og geta þá sótt um að byrja á krosshormónum og aðgerðum eftir 18 ára aldur, en engar að­ gerðir eru framkvæmdar fyrir þann aldur. Rannsóknir sýna að ungmenni sem byrja á hormónablokkerum fara í langflestum til­ fellum á krosshormóna og lifa lífi sínu í sam­ ræmi við kynvitund sína. Hin stórlega ýkta eftirsjá Umræða um eftirsjá trans fólks þegar kemur að kynstaðfestandi þjónustu, þá sér í lagi ungs trans fólks, er gjarnan fyrirferðamikil. Ef horft er til rannsókna sýna þær svart á hvítu að kynstaðfestandi ferli eykur ánægju og velferð flest allra sem nýta sér hana og hefur eitt hæsta ánægjugildi í heimi í saman­ burði við aðra heilbrigðisþjónustu. Rann­ sóknir sem skoða eftirsjá sérstaklega hafa sýnt að einungis 1–2% sjá eftir sínu ferli, en þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar skoðað er hvað það er nákvæmlega sem fólk sér eftir þá er það sjaldan vegna þess að þau hafi ekki verið trans, heldur vegna annarra þátta. Eftirsjá getur t.d. þýtt að fólk sá eftir aðgerð vegna þess að hún misheppnaðist, vegna þess að þeir fordómar og mismunun sem þau upplifðu í samfélaginu bar þau ofurliði sem þýddi að þau hörfuðu aftur inn í skápinn, Collage listaverk eftir Hafstein Himinljóma eða að þau vildu tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneituðu þeim. Það er því ekki nema lítið brot af þeim sem upplifa eftirsjá sem telja að það hafi verið mistök að fara í kynstaðfestandi ferli. Að því sögðu er auð­ vitað mikilvægt að þau fái líka viðeigandi stuðning og þjónustu – en varhugavert er að nota þeirra sögu eða reynslu til að grafa undan mikilvægi heilbrigðisþjónustu sem hundruð þúsunda fólks víðs vegar um heim hefur notið góðs af. Það gefur því auga leið að svar við slíku er ekki að draga úr eða banna þjónustu, heldur að hún sé bætt enn meira til að koma í veg fyrir eftirsjá og svo að fólk geti fengið viðeigandi stuðning. Fullorðið fólk þarf sömuleiðis að bera ábyrgð á eigin gjörðum, í stað þess að kenna öðrum um rangar ákvarðanir sem þau tóku. Í stærra samhenginu er einnig mikilvægt að nefna að í allri heilbrigðisþjónustu er einhver eftirsjá hjá fólki og eru margar aðgerðir og meðferðir ennþá framkvæmdar án mót­ mæla þó að tíðni eftirsjár sé mun hærri en í þjónustu fyrir trans fólk. Sem dæmi má nefna að tíðni eftirsjár eftir hnéaðgerðir er á bilinu 6–30% – en fólk fer ekki í viðtöl eða mætir með mótmælaskilti við hin ýmsu tilefni til að mótmæla hnéaðgerðum. Verum vakandi og gagnrýnin í hugsun Það hefur í raun aldrei verið mikilvægara að vera gagnrýnin á það efni sem við lesum á netinu eða í fjölmiðlum. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, eins og skáldið sagði, og upplýsingaóreiða, áróður og fordómar hafa sjaldan verið jafn mikil og nú. Við megum því aldrei sofna á verðinum og láta glepjast af hræðsluáróðri og fordómafnyki – og öllu heldur taka höndum saman og kveða burt þau viðhorf sem grafa undan tjáningarfrelsi, almennri skynsemi og mannlegri samkennd. Aðeins þannig sköpum við samfélag þar sem við getum öll fengið að vera við sjálf. Believe People and Facts, Not Propaganda In recent years, there has been a noticeable increase in misinformation and myths surrounding trans people and their lives – from toilets, to prisons, to sport, to health care. This type of rhetoric is something that the wider queer community has seen before, and needs to be denounced as the mis­ information and bigotry it truly is. It’s more important than ever that people don’t fall for this, instead combatting it effectively so it does not grow and fester. It has never been more important to defend the liberties and freedom of those most vulnerable.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.