Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Blaðsíða 52
52
Það er áhugaverð tenging á milli heimalands
míns, Serbíu, og Íslands, þar sem ég bý. Þetta
eru einu löndin í heiminum þar sem forsætis
ráðherra hefur opinberlega verið lesbía.
Ana Brnabić var forsætisráðherra Serbíu frá
2017 til 2024. Hún gegndi embættinu í sjö ár,
lengur en nokkur annar í sögu Serbíu og var
fyrsta hinsegin manneskjan til að leiða ríkis
stjórn á Balkanskaganum. Þó skipun hennar
væri söguleg einkenndust viðbrögð hinsegin
samfélagsins í Serbíu við skipun hennar,
yfirlýsingum og embættisverkum af reiði og
vonbrigðum.
Þegar Brnabić tók við forystu ríkisstjórnar
innar lýsti hún því yfir að réttindi hinsegin
fólks væru ekki á meðal hennar helstu
stefnumála, þar sem það væru ekki forgangs
mál þjóðarinnar. Sú yfirlýsing mætti mikilli
reiði hinsegin samfélagsins þar sem lagaleg
staða hinsegin fólks í Serbíu er afar slæm
og hinsegin fólk sætir enn daglegu ofbeldi.
Gagnrýnin varð háværari eftir að hún og
kærasta hennar eignuðust barn saman árið
2019 með aðstoð tæknifrjóvgunar erlendis,
leið sem er óaðgengileg flestum konum í
Serbíu. Þegar hún var gagnrýnd fyrir að
beita sér ekki fyrir lagabreytingum þess
efnis að tvær konur gætu verið skráðir for
eldrar barns sagði hún: „Ég þarf engin lög til
að segja mér að þetta sé barnið mitt.“ Þannig
var réttindabarátta hinsegin foreldra í Serbíu
kveðin niður og Brnabić beinlínis farin að
beita sér gegn baráttu hinsegin fólks. Sjálf
þarf hún eflaust að hafa litlar áhyggjur af
takmörkuðum réttindum enda bæði rík og
valdamikil. En eftir situr hinsegin sam
félagið réttindalaust.
Spurningar um hvert raunverulegt stuðnings
fólk Brnabić sé hafa löngum verið háværar.
Sérstaklega innan hinsegin samfélagsins sem
sá engar framfarir í réttindabaráttu sinni
í stjórnartíð hennar. Kenningar hafa verið
uppi um að framgangur hennar í serbneskum
stjórnmálum hafi verið strategísk ákvörðun
popúlísks forseta landsins, Aleksandars
Vučić. Með því að skipa Brnabić forsætis
ráðherra gat hann sett fram ímynd framfara
gagnvart Evrópuríkjum sem lengi hafa haft
áhyggjur af stöðu mannréttinda í Serbíu og
gagnrýnt hann fyrir ólýðræðislega tilburði,
m.a. fyrir að skerða tjáningar- og fjölmiðla
Ekki allar lesbíur
Nikola Maljković
Þýðandi Hjalti Vigfússonþurfa réttindi
frelsi. Hinsegin samfélagið í Serbíu hefur
einnig sakað hann og Brnabić um bleik
þvott með því að nota Brnabić til að svara
gagnrýni um hvernig ríkisstjórn hans hefur
komið fram við hinsegin fólk og aðra jaðar
setta hópa. Ímynd framsækni er búin til með
því að skipa hinsegin manneskju forsætisráð
herra en engar raunverulegar framfarir eiga
sér þó stað í réttindabaráttu hinsegin fólks.
Það er auðvelt að sjá andstæður milli
stjórnartíðar Önu Brnabić og Jóhönnu Sig
urðardóttur á Íslandi þar sem stórir sigrar
unnust í réttindabaráttu hinsegin fólks, m.a.
með lagasetningu sem lögleiddi samkynja
hjónabönd. Serbía er enn langt frá því að lög
leiða samkynja hjónabönd, staðfesta samvist,
erfðarétt samkynja para eða réttindi hinsegin
foreldra. Það sem hinsegin samfélagið í
Serbíu hefur lært er það að hinsegin fólk
í valdamiklum stöðum er engin ávísun
á aukin réttindi. Þau geta jafnvel unnið
réttindabaráttunni skaða með því að veita
stjórnvöldum skjól frá gagnrýni, samtímis
því að bleikþvo þjóðernissinnuð markmið.
Hinsegin fólk á heimsvísu getur jafnframt
dregið lærdóm af því.
Brnabić ásamt Katrínu Jakbobsdóttur, Berlín 2018.