Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 58

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 58
58 Böðvar Björnsson (f. 1956) Þegar við eldumst eru margir merkimiðar rifnir af okkur, til dæmis um stöðu og kyn­ hneigð. Við erum á vissan hátt sett til hliðar í nýjan hóp sem er merktur með gráa hára­ litnum. Þá skiptir minna máli hvort maður er hommi eða gagnkynhneigður, maður er fyrst og fremst gamall. Hvenær fólk verður gamalt fer að hluta til eftir aldri og að hluta til viðhorfinu til tilverunnar. Fyrir homma sem hafa náð að skapa sér viðunandi lífsskil­ yrði og eru við góða heilsu fylgir elliárunum aukið frelsi. Að losna undan vinnuoki opnar dyr að ótal möguleikum. Hommar hafa það fram yfir marga gagnkynhneigða bræður sína að hafa flestir kynnst fleiri hliðum mannlífsins en þeir, ferðast meira og tekið fleiri snúninga á tilverunni. Þetta nýtist þeim vel á efri árum, að þekkja fleiri leiðir til að ná gleði og hamingju í hús. Ekki má svo gleyma rúsínunni í pylsuendanum við það að eldast, en það er að geta gefið skít í svo margt og sagt meiningu sína umbúðalaust. Það er ómetanlegt. Heimir Már Pétursson (f. 1962) Reykjavík þykist á margan hátt vera borg en er í raun og veru bara íturvaxið þorp. Hér þrífst í raun eingöngu streit-menning þegar kemur að félags- og næturlífi. Sveitamenning. Maður hafði vonað að einhver homminn tæki það að sér að opna hommabar, þar sem við sem viljum koma saman án truflunar, að bara við hommarnir gætum komið saman, en nei. Það getur engin höfuðborg talist borg meðal borga nema í henni sé að finna að minnsta kosti einn eða nokkra homma­ bari. Og nú þegar maður er farinn að ganga sjötugt er sú von úti, sýnist mér. Maður þarf enn að skreppa á Centralhornið í Köben eða staði í öðrum borgum Evrópu og Ameríku til að komast í skjól frá streit-menningu. Einar Örn Einarsson (f. 1963) Við sem teljumst til fyrstu kynslóðar þeirra sem kom úr felum í árdaga Samtakanna ‘78 höfum lifað tímana tvenna. Mörg okkar komu út úr þeim hildarleik bogin og önnur brotnuðu. Alnæmið tók sinn dýra toll. Margir eldri hommar hafa einangrast og eiga erfitt međ að fóta sig á efri árum. Sumir hafa jafnvel orðið fyrir fordómum úr hinsegin samfélaginu. Hinsegin dagar voru mér erfiðir um langa hríð. Sorgin og hugsunin um þau öll sem ekki eru lengur á meðal okkar var mér um megn. Í dag hef ég unnið á því, og fagna með fjöldanum, á sama tíma og ég er þakk­ látur fyrir þau sem á undan gengu. Ekkert er sjálfgefið. Gleymum ekki hvaðan við komum. Fjölbreytileikinn sem við fögnum og viljum standa fyrir rúmar einnig gamla homma og lesbíur. Anna Kristjánsdóttir (f. 1951) Eitt það erfiðasta við að eldast sem hinsegin manneskja er oft skorturinn á lífsföru­ naut eða nánum vinum og sá einmana­ leiki sem fylgir slíkum aðstæðum. Þegar ég hætti að vinna og flutti til Tenerife gerði ég mér litla grein fyrir því að um leið væri ég að yfirgefa gamla vinahópinn og þyrfti að kynnast nýju fólki. Þó Íslendingunum hafi fjölgað mikið hér síðustu árin er það mestallt gagnkynhneigt fólk. Ég reyndi að stunda skemmtistaðina og ég prófaði Tinder en árangurinn var verri en enginn, með einni ánægjulegri undantekningu þó en hún býr of langt í burtu og kærir sig ekkert um að flytja til Tene. Um leið verð ég að játa að síðan ég flutti hingað fyrir nærri fimm árum síðan hef ég aldrei fundið fyrir fóbíu gagnvart hinsegin fólki, hvorki trans- né hómófóbíu. Eitt sinn var þekkt pikkupplína á skemmti­ stöðum Reykjavíkur að ungir menn buðu stúlkum heim að skoða frímerkjasafnið sitt. Hvort menn ættu frímerki skipti minna máli, enda tilgangurinn ekki sá að rýna í gömul frímerkjaalbúm. Kannski ætti ég að láta reyna á þetta ráð. Ég er samt ekki viss um að slíkt gengi í dag, en það má alltaf lifa í voninni. Anni G. Haugen (f. 1950) Ég horfi á hana úti í garði þar sem hún ræðst á fíflana sem hóta því að taka yfir grasflötina. Sjálf dunda ég mér inni, hita te og bíð þess að við setjumst niður, spjöllum um barna­ börn og ýmis verkefni eða byrjum að undir­ búa enn eitt ferðalagið. Við höfum nógan tíma, ekkert liggur á. Ekki grunaði okkur að svona tilvera biði okkar að lokinni starfsævi þegar við stigum okkar fyrstu skref saman fyrir meira en 35 árum síðan — þegar óttinn við viðbrögð umhverfisins hindruðu okkur í að lifa lífinu saman. Hanna María Karlsdóttir (f. 1948) Það er gott að eldast hinsegin, kvíðinn og skömmin sem fylgdu mér langt fram eftir aldri eru horfin. Við eldri lesbíur og hommar þekkjum fordóma. Ljót orð voru notuð um okkur og orð svíða og löðrungar gera það líka. Svo risum við upp, mótmæltum órétt­ lætinu með fræðslu og samræðum, innan fárra ára eignuðumst við stórt bakland sem birtist í Gleðigöngunni og jókst með hverju árinu. Lagalegur réttur okkar var tryggður. Ég giftist konunni minni 1997 í kirkju með presti, allir samglöddust okkur innilega og það fór ekki á milli mála að samfélagið stóð og stendur með hinsegin fólki. Eldra fólk er lífsreynt og veit að vænta má bakslags í öllum réttarbótum og bakslagið kom. Nú beinast fordómarnir að ungu fólki, það er jú veikara fyrir. Geltið svíður rétt eins og orðin sviðu forðum, en við skulum vera áfram hnarreist og beita sömu aðferð og virkaði fyrir 40-50 árum, fræða og ræða saman. Fordómarnir gegn hinsegin fólki í dag ná ekki til eldri kynslóðarinnar, heldur njótum við þvert á móti sömu virðingar og hver annar samborgari. Ég held að gleði mín sem fullorðin lesbía hafi náð hámarki þegar þáverandi forsætisráðherra hringdi í mig og óskaði eftir því að ég yrði Fjallkonan árið 2021. Aldrei hefði mér dottið í hug að lesbía á áttræðisaldri myndi brýna æðstu ráðamenn þjóðarinnar og landsmenn alla til að ganga vel um náttúruna og virða fjölbreytnina með flutningi á dásamlegu ljóði Antons Helga Jónssonar um íslenska mosann og hinsegin­ leikann sem Fjallkonan á Austurvelli. Verum sátt hvert við annað, við jörðina, við gróskuna, við umhverfið sæla, við fjölbreytnina. Viðar Eggertsson (f. 1954) „Sá sem er einmana einn með sjálfum sér, er ekki í góðum félagsskap,“ sagði franski heimspekingurinn Jean Paul Sartre eitt sinn. Á dögunum las ég viðtal við áttræðan mann sem þjáðist af einmanaleika því systkini hans öll voru dáin. Hans helsti vinur hafði verið bróðir hans sem var tíu árum eldri og hann hafði átt mikil og góð samskipti við alla ævi, en nú var hann horfinn yfir móðuna miklu. Hann átti að vísu börn sem hann var í samskiptum við en það nægði honum ekki. Hann þráði vin eins og hann fann í bróður sínum, jafningja sem hann gat deilt með hugsunum sínum, gleði og sorg, því fæstir njóta sín til fulls í eigin félagsskap. Jafnvel heldur ekki með yngri ættingjum. Það sem skiptir máli er að hitta fyrir sína líka, fólk sem deilir lífsreynslu með manni. Margt hinsegin fólk kvíðir ellinni, kvíðir því að verða einangrað í „elligettóum“ fjarri sínum líkum, ofurselt annarra manna stjórnsemi og viðhorfum og sem deila ekki sömu reynslu og lífsviðhorfum. Verður jafnvel fyrir for­ dómum — aftur. Ef fólk fær ekki næringu af samskiptum við annað fólk visnar það og deyr. Verum á varðbergi svo enginn þurfi að þola þau örlög. Styðjum hvert annað. Hörður Torfason (f. 1945) Staða mín sem samkynhneigður eldri borgari á Íslandi er harla góð. Vafalaust vegna þess að ég hef haft mikið fyrir því að svo yrði. Annars væri ég örugglega búsettur erlendis þar sem kjör mín hefðu verið betri. Við eldumst öll misjafnlega og ástæðurnar eru jafn margar og við erum mörg. Ég er andlega og líkamlega hress og hraustur og það hefur heldur ekki komið af sjálfu sér. Það skemmti­ lega við tilveruna, svona þegar ég lít til baka, er einmitt afrakstur fyrirhafnarinnar. Að hafa fyrir heilsu sinni og réttindum sínum. Hreyfa sig mikið og borða vandaðan og góðan mat eftir því sem hægt er. Það er að segja vanda sig við lífið. Vera með í samfélagi okkar með þá stefnu að bæta það. Rækta með sér kærleika til manna og dýra og láta þrældóminn ekki yfirtaka sig. Líf er ekki hlutir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.