Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 59

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 59
59 Lana Kolbrún Eddudóttir (f. 1965) Ég verð sextug næst. Hætt að vinna af heilsufarsástæðum og konan mín er dáin. Allt í einu er ég einmana. Ég vann í áratugi á Rás 1. Þar myndaðist sterk vinátta milli fólks. Við hittumst ennþá reglulega á pöbb, nokkrar vinkonur þaðan. Bara til að spjalla og njóta samveru svolitla stund. Manneskjan er félagsvera og þarf hlátur og faðmlag. En hvar finn ég fólkið mitt úr Samtökunum '78? „Hina fjölskylduna” mína? Ég sakna félagsheimilisins á Lindargötu 49 og langar að hitta gamla félaga úr baráttunni. Kæra vini sem ég sé sjaldan eða aldrei núorðið. Sjonna, Donna, Reyni, Glóbó, Elísu, Kötu, Boggu „dýru” og Boggu „rándýru”. Einhversstaðar verðum við af eldri kynslóðinni að eiga athvarf. Getur Suðurgatan orðið pöbbinn okkar? Ég er alla vega búin að ákveða að prófa bókaklúbb S78. Bók ágústmánaðar er nefnilega Left Hand of Darkness eftir Ursulu LeGuin, sem var ein af fyrstu bókunum sem Eysteinn lánaði mér á bókasafni S78 fyrir meira en 35 árum síðan. Það hlýtur að vera góðs viti! Einar Þór Jónsson (f. 1959) Sænski eiginmaðurinn var 19 árum eldri en ég. Hann var grátt leikinn af heilabilun þegar hann fluttist á Hjúkrunarheimilið Grund. Stig minn þekkti mig samt alltaf. Hann sagði glaður og stoltur „Einar, mannen min,” þegar ég kom. Okkur var ekki tekið illa á Grund. Samt var verkefnið að brjóta niður múra, útskýra, sýna viðhorfum annara þolinmæði. Við vorum ekkert venjulegt par. Gamla fólkið hélt stundum Stig vera pabba minn en ekki eiginmann. Starfsfólk frá ólíkum menningarheimum í umönnun. HIV í ofanálag. Einn daginn var búið að hengja upp regnbogafánann yfir litla matsalnum á heilabilunardeildinni Vegamótum þar sem Stig dvaldi. Mér þótti einkennilega vænt um það. Það sýndi mildi og vilja um samstöðu. Það sama og gerir gleðigöngudaginn svo æðislegan. Stig fékk friðsælt andlát tæpum þremur árum eftir að hann flutti á Grund. Ég var hjá honum og við vorum báðir tilbúnir. Við kvöddumst eftir 30 ára farsæla samfylgd, baráttu og sigra. Eir Önnu Ólafsbur (f. 2002) Ég sé fyrir mér að eiga fjölskyldu í vinum mínum, en ekki endilega afkomendur og maka. Að vera gamall furðufugl úti á landi sem nýtir efri árin í grúsk og nördaskap. Ég hef trú á því að hinsegin baráttan muni komast langt á næstu áratugum, og að ungu kynslóðirnar þá muni gapa yfir hremmingum nútímans, alveg eins og ég á erfitt með að skilja hatrið sem viðgekkst fyrir nokkrum áratugum. Robin L. Lübbers (f. 2004) Ég hugsa ekki oft út í það hvernig líf mitt verði sem eldri hinsegin manneskja. Ekki bara vegna þess að mestalla æsku mína gat ég ekki einu sinni ímyndað mér að verða eldri, heldur líka vegna andrúmsloftsins í stjórnmálum í dag. Verður einhver leið fyrir okkur að lifa eins og við erum ef heimurinn heldur áfram á þessari braut? En ef framtíð hinsegin fólks verður góð, þá sé ég fyrir mér að hún verði afslappaðri og sjálfsagðari. Það getur auðvitað verið spennandi að „koma út“, en líka mjög þreytandi. Ég vil vera ég sjálft án þess að þurfa alltaf að útskýra hinseginleika minn eða berjast fyrir réttindum mínum. Egill Andrason (f. 2001) Ég vonast eftir 250 km bringusundsferð klukkan 8 alla virka, fara svo nokkrum sinnum í rennibrautina þrátt fyrir að vera litinn hornauga af viðstöddum og setjast loks í pottinn í einkasætið mitt. Ég vonast eftir litlum reit úti í firði þar sem hægt er að stunda skógrækt og gefa fuglunum afganga úr matarboði gærdagsins. Ég vonast eftir því að fá Playstation 85 í 85 ára afmælisgjöf. Ég vonast eftir stofnun afabands sem giggar af og til á hjúkrunarheimilinu og tekur gömlu góðu lögin frá þriðja áratugnum, Chappell Roan og Beyonce og svona. Heitast vonast ég eftir því að elska og vera elskaður og að á endanum gufi sálin upp og verði að dropum sem aðeins falli er sólin skín og máli regnboga í tárvot augu. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (f. 2000) Þegar ég verð gömul hinsegin kona ætla ég fyrst og fremst að vera glöð. Ég hef engar sérstakar væntingar um bætt samfélag þegar ég er komin á efri árin, en vona að hinsegin gleðin nái að fylgja mér út ævina. Gleðin sem fólgin er í því að fá að vera ég sjálf og gleðin sem fólgin er í því að fá að elska. Gleðin sem fólgin er í því að fá að kynnast öðru hinsegin fólk og gleðin að fá að þekkja þau áfram. Hinsegin gleðin þeirra smitar mig og eykur mína gleði. Við sem erum hluti af þessu samfélagi vitum að í gleðinni leynast kraftar, enda höldum við gleðigöngur árlega og dreifum þannig fallegu gleðinni okkar áfram. Ég trúi að þessi gleði verði áfram hluti af mínu lífi um ókomna tíð, hvort sem ég verð 25, 50 eða 100 ára gömul. Ég veit ekkert hvar ég er á minni lífsleið, en ég veit af gleðinni og ætla mér að halda fast í hana. 60+ hópur Samtakanna ‘78 60+ hittingar eru mánaðarlegir happy hour- viðburðir sem eru jafnan haldnir á öldur­ húsum í miðborg Reykjavíkur á virkum degi milli kl. 17 og 19. Þar getur fólk komið saman og spjallað, endurnýjað gömul kynni eða kynnst nýju fólki. Haldnir hafa verið sex hittingar á árinu og eru þeir alltaf auglýstir á Facebook-síðu Samtakanna ‘78. Einnig er starfandi spjallhópur á Facebook, sem ber nafnið 60+ hópur og telur nú um hundrað manns. Næsti hittingur verður fimmtu­ daginn 12. september – takið daginn frá! Queer 60+ Every month, the group Queer 60+ meets up for happy hour at a rotating location in downtown Reykjavík, creating a space where the older generation can meet up, make new friends or see old ones. You can find more information about the group on the Facebook page of Samtökin ‘78. No Stress, We Still Have Plenty of Time What does it mean to become old as a queer person? Can we expect anxiety and loneliness or do new adventures replace the old ones? What do our senior queer people say and how does the young people imagine their future? Myndir 1. Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Björk í Oakland, Kalíforníu, 1987 2. Hörður Torfason og Rolv Magne Larssen, veturinn 1977-78 3. Ragnhildur Sverrisdóttir, 1984 4. Árni Glóbó Kristjánsson, Reynir Már Einarsson og Brynjar Kristinsson á diskóteki á skemmtistaðnum Manhattan í Kópavogi, 27. desember 1981
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.