Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 60

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Side 60
60 „Þetta er Mette. Hún er fimm ára. Þetta er pabbi hennar Mette. Hann heitir Morten. Þetta er Erik. Hann býr með pabba Mette. Mette, Morten og Erik búa saman í litlu húsi.“ Þegar danskur barnabókahöfundur, Susanne Bösche, gaf út árið 1981 litla, svarthvíta myndabók um stúlkuna Mette og feður hennar tvo, Morten og Erik, gerði hún sér enga grein fyrir því að bók hennar ætti eftir að valda hreinasta siðfári mörgum árum síðar og í öðru landi. Markmið Bösche var fyrst og fremst að sýna barnungum lesendum sínum þau fjölbreytilegu fjölskylduform sem tíðkuðust í dönsku nútímasamfélagi. Sumir krakkar áttu einstæðar mæður, sumir krakkar áttu stjúpmömmur og stjúppabba, og sumir krakkar áttu tvær mömmur eða tvo pabba og það var líka allt í lagi. Bókin um Mette litlu, Morten og Erik og fjölskyldulíf þeirra vakti ekki svo mikla athygli í Danmörku þegar hún kom út árið 1981 þó að vissulega væri hún ein af fyrstu dönsku barnabókunum sem fjallaði opinskátt um hinseginleika. Ensk þýðing, þar sem Mette hét Jenny og Morten var kallaður Martin, kom svo út í Bretlandi hjá litlu hinsegin bókaforlagi, Gay Men's Press, árið 1983. Upplag þýðingarinnar var ekki stórt og hún vakti heldur enga sérstaka athygli. Allavega ekki fyrst um sinn. Árin og áratugirnir á undan Hinsegin fólk í Bretlandi hafði þarna unnið nokkra mikilvæga sigra áratugina á undan. Árið 1967 hafði bann við kynferðislegu samneyti tveggja fullorðinna einstaklinga af sama kyni loks verið þurrkað út úr breskum lagabókum, harðneskjuleg lög sem ófáir sam- og tvíkynhneigðir Bretar af öllum stigum þjóðfélagsins höfðu orðið illa fyrir barðinu á í áranna rás. Fyrsta Pride-gangan í Bretlandi var gengin í Lundúnum 1972 og víðs vegar um landið voru hommar, lesbíur og annað hinsegin fólk farið að stofna með sér félög og samtök til að krefjast réttinda fyrir sig og sína. En víða í bresku samfélagi grasseruðu líka enn gífurlegir fordómar í garð hinsegin fólks, sem minnkuðu ekki endilega með auknum sýnileika. Samkvæmt skoðanakönnunum leit meirihluti bresks almennings enn á samkynhneigð sem eitthvað „rangt“. Svo í byrjun níunda áratugar 20. aldar, þegar fréttir fóru að berast af skæðum sjúkdómi sem virtist leggjast helst á samkynhneigða og tvíkynhneigða karla, varð það einnig vatn á myllu þeirra sem hötuðust út í eða óttuðust hinsegin fólk. Breska götupressan fór mikinn um hommapláguna og hættuna sem hinum almenna og siðvanda Breta stafaði af þessu óeðli. Og eitt það mikilvægasta var auðvitað að vernda börnin. Vera Illugadóttir Section 28 og siðfárið gegn samkynhneigð í Bretlandi fig. 1 Íhaldsflokkur Margaret Thatcher hafði verið við völd í landsmálunum frá 1979 og voru forystumenn flokksins alls engir vinir hinsegin fólks (vissulega sumir, en það var svona meira prívat). En sums staðar í Bretlandi stjórnuðu vinstrimenn bæjar- og sveitarstjórnum og höfðu styrkt og unnið með samtökum hinsegin fólks í réttinda-, heilbrigðis- og fræðslumálum — samvinna sem var algjört eitur í beinum íhaldsmanna. Sú var raunin til dæmis í Lundúnum, þar sem andaði ísköldu milli Íhaldsflokksins og borgarráðs vinstrimannsins Ken „rauða“ Livingstone sem stutt hafði heilmikið við hinsegin málefni. Bannað að hampa samkynhneigð Það var í þessu andrúmslofti sem litla, danska barnabókin um Jenny, fimm ára, og feðurna tvo, varð skyndilega að einu helsta hitamálinu í bresku samfélagi. „VIÐBJÓÐSLEG BÓK Í SKÓLA“ var æpandi forsíðufyrirsögn götublaðsins The Sun dag einn í maí 1986. „Nemendur sjá myndir af samkynhneigðum elskendum!“ Einhver hafði fundið eintak af bókinni um Jenny, Martin og Eric á skólabókasafni einmitt í vinstrimannabælinu Lundúnum. Eitt einasta eintak á einu bókasafni, og það þótti forsíðufrétt þótt það sé í raun fátt sem talist getur virkilega viðbjóðslegt í bók
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.