Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Qupperneq 61
61
Susanne Bösche. Jenny, fimm ára, birtist
lesendum sem hraust og glöð stúlka. Með
feðrum sínum borðar hún morgunmat og
setur í þvottavél, þau gera við reiðhjól og
setja niður kartöflur og spila á spil fyrir
svefninn. Tekið er sérstaklega fram að móðir
Jennyar, Karen, búi ekki langt frá og komi
reglulega í heimsókn.
En bara það að stúlkan ætti tvo pabba
þótti siðapostulum slúðursnepilsins The
Sun næg ástæða til að kynda mikið haturs
bál yfir þessari einu bók. Í framhaldinu
höfðu götublöðin, hvert á fætur öðru, uppi á
ýmsum bókum og bæklingum á bókasöfnum
þar sem fjallað var um samkynhneigð og
hinseginleika á hátt sem þótti ekki nægilega
neikvæður og fordæmandi. Áköll íhalds
manna og umvandara um að grípa yrði til
aðgerða til að vernda börnin fyrir innrætingu
og óeðli urðu sífellt háværari.
„Verið er að kenna börnum að þau
hafi óafsalanlegan rétt á að vera
samkynhneigð,“
sagði sjálf Margaret Thatcher hneyksluð í
ræðu á landsþingi íhaldsmanna í október 1987
og uppskar standandi lófatak flokkssystkina.
Eitthvað varð til bragðs að taka. Í árslok
1987 lögðu þingmenn Íhaldsflokksins því
fram tillögu til breytingar á lögum um
sveitarstjórnir sem bannaði þeim að „hampa
samkynhneigð“ (e. promote homosexuality)
eins og það var orðað, bannaði útgáfu á
efni sem hefði það að markmiði að hampa
fig. 2 fig. 3
samkynhneigð og kennslu í skólum um að
samkynhneigð væri ásættanlegt fjölskyldu
form (e. acceptability of homosexuality as a pre
tended family relationship).
Hvað þýddi þetta eiginlega? Þingmenn
ræddu orðalag tillögunnar lengi, fram og
aftur og með orðabækur við hönd. Svona
varð lokaniðurstaðan en þó er alls ekki víst
að nokkur viðstaddur hafi í raun og veru náð
utan um það hvað þetta átti að þýða, hvernig
ætti að framfylgja tillögunni og nákvæmlega
hvar. En samþykkt var hún þó og varð form
lega að lögum í maí 1988 sem liður nr. 28 í
lögum um sveitarstjórnir, æ síðan þekkt sem
Section 28. Sönn tímamót því þetta voru
fyrstu nýju lögin gegn réttindum hinsegin
fólks í Bretlandi í meira en öld.
Ekki er vitað til þess að nokkur hafi verið
sóttur til saka á grundvelli Section 28 þau
fimmtán ár sem lögin voru svo við lýði. En
þau höfðu víðtæk áhrif mjög fljótlega. Alls
kyns samtök og félög hinsegin fólks lögðu
til dæmis upp laupana í stað þess að hætta
á að verða fyrir barðinu á nýju lögunum.
Hinsegin félög sem byrjuð voru að dúkka
upp í skólum og félagsmiðstöðvum heyrðu
snarlega sögunni til. Bæjar- og sveitarstjórnir
drógu til baka alla styrki til hinsegin-tengdra
málefna og menningarstarfs. Hinsegin leik
hópar leystust upp, hætt var við listasýn
ingar og viðburði, bóka- og blaðaútgáfu
hinsegin fólks. Kennarar þorðu ekki lengur
að anda orði um kynhneigð sína í vinnunni
og enn síður að reyna að tala máli hinsegin
nemenda í sífellt hatursfyllra umhverfi
skólakerfisins, af ótta við að það teldist að
„hampa samkynhneigð“ og þar með lögbrot.
Heil kynslóð Breta fékk þannig litla sem
enga fræðslu um hinseginleikann og ætla má
að ansi mörg hafi hörfað dýpra inn í skápinn
Lög sem varla voru notuð en höfðu
mikil áhrif
En þrátt fyrir allt þetta varð Section 28 líka
vitundarvakning sem styrkti mjög hinsegin
baráttu í Bretlandi. Aktívistar sem áður
höfðu verið tvístraðir — í alls kyns félögum
með alls kyns áherslur, hommarnir kannski
í einu horni og lesbíurnar í öðru — öll tóku
nú höndum saman með það sameiginlega
markmið að kollvarpa Section 28. Tuttugu
þúsund manns mótmæltu lögunum á götum
Manchester 20. febrúar 1988, fjölmennasti
fjöldafundur hinsegin fólks í sögu Bretlands
til þessa. Kvöldið áður en Section 28 tók
formlega gildi, 23. maí 1988, réðust lesb
ískir aðgerðasinnar inn í sjónvarpsstúdíó
BBC í miðjum kvöldfréttatíma klukkan sex
og hrópuðu slagorð gegn lögunum þar til
þær voru fluttar burt af lögreglu. Breskur
almenningur skyldi ekki fá að hunsa þær.
Hópur baráttufólks stofnaði svo samtökin
Stonewall til að berjast gegn Section 28 vorið
1989. Stonewall færðu síðar út kvíarnar og
eru í dag stærstu baráttusamtök hinsegin
fólks ekki bara í Bretlandi heldur í allri
Evrópu.
Fleiri bresk samtök sem starfa enn í dag rekja
ættir sínar til baráttunnar gegn Section 28.
Hreyfing hinsegin fólks í Bretlandi efldist
bara og efldist mikið næstu árin og þegar