Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 62

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Page 62
62 fig. 4 fig. 5 Verkamannaflokkurinn komst til valda í Bretlandi 1997 bjuggust mörg við því að Section 28 yrði snarlega felld úr gildi. Þótt fyrr hefði verið. Það leið þó og beið með það, meðal annars vegna harðrar andstöðu aldur­ hniginna íhaldsmanna og -kvenna í lávarða­ deild breska þingsins sem enn vildu sem minnst heyra á samkynhneigð minnst. Nýtt skoskt þjóðþing reið loks á vaðið og felldi lögin úr gildi Skotlandsmegin árið 2000 en breska þinginu í Westminster tókst ekki að fylgja fordæmi þess fyrr en loks í september 2003. Haustið 2023 gat breskt hinsegin fólk því haldið upp á það að tuttugu ár voru liðin frá því að lögin alræmdu voru felld úr gildi. Mörgum þótti þó ekki endilega mikil ástæða til að fagna. Sagan endurtekur sig vissulega og auðvelt er að sjá líkindin með siðfárinu sem leiddi af sér Section 28 á níunda áratug síðustu aldar og þeirrar hatursfullu fjölmiðla- og þjóðfélagsumræðu í garð hinsegin fólks, sér í lagi trans fólks, sem sjá má í Bretlandi í dag. Í Rússlandi og fleiri löndum eru svo lög við lýði sem banna „hinsegin áróður“ og ríma á vissan hátt við Section 28 — og í Bandaríkjunum eru yfirvöld í óða önn að banna ótal bækur um hinseginleikann, undir því yfirskini að það þurfi að „vernda börnin“, og samþykkja lög sem setja miklar hömlur á hvers konar hinsegin fræðslu í skólakerfinu, alls ekki ósvipuð Section 28 í Bretlandi. En sagan af Section 28 kennir okkur líka að hægt er að taka höndum saman, streitast á móti og kveða slíka vitleysu í kútinn. Myndir 1. Ian McKellen var 49 ára þegar Section 28 tók gildi 1988 og löngu orðinn þekktur leikari í leikhúsi og á hvíta tjaldinu. Hann ræddi áhrif Section 28 á breskan listaheim í útvarpsþætti á BBC í ársbyrjun 1988 og í viðtalinu minntist hann á það að hann væri sjálfur hommi. Það rann upp fyrir honum að viðtali loknu að þarna hafði hann greint opinberlega frá kynhneigð sinni í fyrsta sinn á ferlinum. Ian McKellen varð svo með ötulustu baráttumönnum gegn Section 28 og einn af stofnendum Stonewall-samtakanna 1989. 2. Skjáskot úr bók 3. Skjáskot úr bók 5.  Lesbíur á BBC : https://ichef.bbci.co.uk/images/ ic/1200x675/p067w8r7.jpg 4. Lítil bók um kynfræðslu fyrir krakka, The Playbook for Kids about Sex, gefin út í Bandaríkjunum 1980, varð einnig alræmd í Bretlandi í siðfárinu um miðbik níunda áratugarins. Þingkona Íhaldsflokksins lýsti bókinni sem „hræðilegu áróðursriti“ sem kenndi börnum „allt um samkynhneigð og hvernig ætti að iðka hana“. Í bókinni eru í raun bara sakleysislegar teikningar af fullklæddum pörum, tvíkynhneigðum sportistum, lesbíum með flugdreka og hommum að bardúsa með pottaplöntur (vissulega mjög hinsegin athæfi). 6.  Samstarf hinsegin baráttufólks og verkalýðshreyfingarinnar var annað horn í síðu breska Íhaldsflokksins. Fræg var til dæmis fjársöfnun homma og lesbía í Lundúnum í verkfallssjóð námuverkamanna í Wales 1984. Námumenn launuðu greiðann og fjölmenntu í Pride-gönguna í Lundúnum 1985, verkalýðsfélög námumanna urðu öflugur bakhjarl hinsegin fólks innan Verkamannaflokksins og lögðu líka baráttunni gegn Section 28 lið. Stórskemmtileg kvikmynd Pride frá 2014 fjallar um þetta merkilega bandalag. Section 28 and Moral Panic Who would have thought a Danish children’s book about same sex parents would result in moral panic in the UK in 1986, five years after being published. But that is exactly what happened with Susanne Bösche’s book, Jenny Lives with Eric and Martin, as Thatcher’s conservative party used the book as a fearmongering tool to introduce Section 28, the legislation that prohibited “the promotion of homosexuality”, which was in effect from 1988 to 2003.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.