Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 64

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.07.2024, Síða 64
64 Hinsegin samfélagið er merkilegt að því leyti að þar finn ég minna fyrir kynslóða­ bili en í öðrum hópum. Það er eins og þessi sameiginlegi hinsegin strengur bindi okkur saman á þann hátt að við erum eitt. Ég á ekki sams konar samtöl, vináttu og samskipti við mér yngra fólk úr heimi gagnkynhneigðra, þar virðast öll bundin sinni kynslóð með skýrari hætti. Því er hins vegar fjarri að þetta sé alltaf raunin. Stundum verða skil kynslóðanna æpandi og þá er erfitt að sjá að við eigum nokkuð sameiginlegt. Byrjum á okkur gamlingjunum. Í okkar hópi er því miður algengt að heyra fólk býsnast yfir hvernig allt hafi nú breyst. Það sé búið að eyðileggja Samtökin ‘78 með alls konar vitleysu sem þekktist ekki í gamla daga og þessir krakkar nú til dags gangi að því sem vísu að ýmis réttindi séu í höfn. Þau geri sér alls ekki grein fyrir öllum þeim fórnum sem þurfti að færa til að tryggja mannréttindi okkar. Þeirra barátta snúist um kynhlut­ lausar merkingar á klósetthurðum, þau séu búin að finna upp alls konar kynsegin og hinsegin skilgreiningar sem enginn geti hent reiður á og við, góðu gömlu lesbíurnar og hommarnir, séum nánast útlæg úr furðu­ heimi þeirra. Var það til þessa sem var barist? Til þess að þessir krakkar gætu bara gert allt sem þeim dettur í hug? Til þess var barist Stutta svarið er auðvitað: Já! Já, það var ná­ kvæmlega þess vegna sem við börðumst, til þess að við fengjum réttindi og til að þau réttindi yrðu sjálfsagður og órjúfanlegur hluti af réttindum þess hinsegin fólks sem á eftir okkur kemur. Í hvert skipti sem við sjáum unga hinsegin manneskju skilgreina sig nákvæm­ lega eins og hún vill og biðjast ekki afsökunar á neinu þá eigum við að fyllast stolti: „Sjáðu bara hverju barátta mín skilaði! Hán hefur frelsi til að vera hán sjálft!“ Þetta hefði verið óhugsandi hér í gamla daga þegar við vorum ekki einu sinni búin að móta hugsunina, hvað þá orðin yfir allan hugsan­ legan fjölbreytileika mannlífsins. En mörg okkar gleðjast ekki heldur ergja sig á að ekki skuli lengur vera hægt að fara og hitta örfáa vini undir merkjum Samtakanna ‘78, félags lesbía og homma á Íslandi. Í þá Af kynslóðum Ragnhildur Sverrisdóttir gömlu, „góðu“ daga. Sá tími er af einhverjum ástæðum sveipaður rósrauðum bjarma. Auðvitað var samheldnin og vináttan undur­ fögur og svo gríðarlega mikilvæg þegar okkur leið ekki bara eins og heimurinn væri allur á móti okkur heldur var hann það í raun, með örfáum undantekningum. En vill einhver skipta og fara aftur til þessara ára? Áranna þar sem við þorðum ekki að vera við sjálf af ótta við að missa vinnuna, íbúðina, vinina, fjölskylduna? Auðvitað vill það enginn. Kannski hafa einhverjir gleymt hversu ömur­ legt þetta var? Það fólk getur bara kynnt sér stöðu trans fólks í dag, það ætti að nægja til að kippa þeim áratugi aftur í tímann. Það er barið á trans fólki með öllum gömlu fordómunum sem nú eru endurnýttir, enda er ungt trans fólk yfirleitt mun meðvitaðra um söguna en aðrir hinsegin hópar af sömu kynslóð. Greinarhöfundur eldist eins og aðrir og er hér með fjörutíu ára millibili. Fyrri myndin er tekin 1984 en seinni myndin 2024.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.